Snorri Másson, þingmaður Miðflokksins og 2. varaformaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, telur að almenningi sé mjög brugðið að heyra fréttir af því að dæmdur morðingi sem hlaut 16 ára dóm sást á götum úti eftir fjögurra ára fangelsisvist.
Snorri Másson, þingmaður Miðflokksins og 2. varaformaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, telur að almenningi sé mjög brugðið að heyra fréttir af því að dæmdur morðingi sem hlaut 16 ára dóm sást á götum úti eftir fjögurra ára fangelsisvist.
Snorri Másson, þingmaður Miðflokksins og 2. varaformaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, telur að almenningi sé mjög brugðið að heyra fréttir af því að dæmdur morðingi sem hlaut 16 ára dóm sást á götum úti eftir fjögurra ára fangelsisvist.
Angjelin Sterkaj, sem hlaut 16 ára fangelsisdóm í Hæstarétti í júní 2023 fyrir að hafa orðið Armando Beqiari að bana með nokkrum skammbyssuskotum í búk og höfuð í Rauðagerði í Reykjavík árið 2021, er nú vistaður í opnu fangelsi á Kvíabryggju.
Nýverið voru birtar myndir úr brúðkaupi Angjelin en brúðhjónin voru gefin saman í Grundarfjarðarkirkju.
„Ég held að langflestir séu einfaldlega gapandi yfir því að svona laus tök tíðkist gagnvart einstaklingum í svona brotahópum. Ég held að það sé sláandi fyrir almenning að heyra af þessu,“ segir Snorri í samtali við mbl.is.
„Hvaða skilaboð erum við að senda? Þú getur komið hingað og framið aftöku, sem er í trássi við grundvöll okkar siðmenningar, og svo strokið um frjálst höfuð að hluta til á meðan afplánun stendur,“ spyr Snorri.
„Við verðum einmitt að senda skilaboð í hina áttina, að svona verði ekki liðið og að íslensk stjórnvöld muni beita öllum sínum ráðum til að sýna það.“
Segir hann að málið sé til marks um stórfelldan vanda íslenskra stjórnvalda sem er kominn upp í tengslum við fangelsismál.
„Á sama tíma og maður sýnir því mikinn skilning og stuðning að menn efli innviði í fangelsismálum þá þurfa menn líka að horfa á rót vandans sem er að svona glæpastarfsemi tíðkist yfirleitt og það er að hluta til á ábyrgð stjórnvalda að tryggja öryggi almennings,“ segir Snorri.
Segist hann vera að skoða að efna til sérstakrar umræðu um fyrirkomulag afplánunar og fangelsismál á vettvangi allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis.