Flestir gapandi yfir lausum tökum yfirvalda

Manndráp í Rauðagerði | 27. maí 2025

Flestir gapandi yfir lausum tökum yfirvalda

Snorri Másson, þingmaður Miðflokksins og 2. varaformaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, telur að almenningi sé mjög brugðið að heyra fréttir af því að dæmdur morðingi sem hlaut 16 ára dóm sást á götum úti eftir fjögurra ára fangelsisvist.

Flestir gapandi yfir lausum tökum yfirvalda

Manndráp í Rauðagerði | 27. maí 2025

Snorri Másson, þingmaður Miðflokksins.
Snorri Másson, þingmaður Miðflokksins. mbl.is/Karítas

Snorri Más­son, þingmaður Miðflokks­ins og 2. vara­formaður alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd­ar Alþing­is, tel­ur að al­menn­ingi sé mjög brugðið að heyra frétt­ir af því að dæmd­ur morðingi sem hlaut 16 ára dóm sást á göt­um úti eft­ir fjög­urra ára fang­elsis­vist.

Snorri Más­son, þingmaður Miðflokks­ins og 2. vara­formaður alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd­ar Alþing­is, tel­ur að al­menn­ingi sé mjög brugðið að heyra frétt­ir af því að dæmd­ur morðingi sem hlaut 16 ára dóm sást á göt­um úti eft­ir fjög­urra ára fang­elsis­vist.

Angj­el­in Sterkaj, sem hlaut 16 ára fang­els­is­dóm í Hæsta­rétti í júní 2023 fyr­ir að hafa orðið Arm­ando Beqi­ari að bana með nokkr­um skamm­byssu­skot­um í búk og höfuð í Rauðagerði í Reykja­vík árið 2021, er nú vistaður í opnu fang­elsi á Kvía­bryggju.

Ný­verið voru birt­ar mynd­ir úr brúðkaupi Angj­el­in en brúðhjón­in voru gef­in sam­an í Grund­ar­fjarðar­kirkju.

„Ég held að lang­flest­ir séu ein­fald­lega gapandi yfir því að svona laus tök tíðkist gagn­vart ein­stak­ling­um í svona brota­hóp­um. Ég held að það sé slá­andi fyr­ir al­menn­ing að heyra af þessu,“ seg­ir Snorri í sam­tali við mbl.is.

Röng skila­boð

„Hvaða skila­boð erum við að senda? Þú get­ur komið hingað og framið af­töku, sem er í trássi við grund­völl okk­ar siðmenn­ing­ar, og svo strokið um frjálst höfuð að hluta til á meðan afplán­un stend­ur,“ spyr Snorri.

„Við verðum ein­mitt að senda skila­boð í hina átt­ina, að svona verði ekki liðið og að ís­lensk stjórn­völd muni beita öll­um sín­um ráðum til að sýna það.“

Til marks um stór­felld­an vanda stjórn­valda

Seg­ir hann að málið sé til marks um stór­felld­an vanda ís­lenskra stjórn­valda sem er kom­inn upp í tengsl­um við fang­els­is­mál.

„Á sama tíma og maður sýn­ir því mik­inn skiln­ing og stuðning að menn efli innviði í fang­els­is­mál­um þá þurfa menn líka að horfa á rót vand­ans sem er að svona glæp­a­starf­semi tíðkist yf­ir­leitt og það er að hluta til á ábyrgð stjórn­valda að tryggja ör­yggi al­menn­ings,“ seg­ir Snorri.

Seg­ist hann vera að skoða að efna til sér­stakr­ar umræðu um fyr­ir­komu­lag afplán­un­ar og fang­els­is­mál á vett­vangi alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd­ar Alþing­is.

mbl.is