Kólerutilfellum hefur fjölgað verulega í Súdan upp á síðkastið, en 172 létust úr kóleru síðastliðna viku og um 2.700 tilfelli greindust, samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisráðuneyti Súdans sem sendi frá sér tilkynningu um faraldurinn í morgun.
Kólerutilfellum hefur fjölgað verulega í Súdan upp á síðkastið, en 172 létust úr kóleru síðastliðna viku og um 2.700 tilfelli greindust, samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisráðuneyti Súdans sem sendi frá sér tilkynningu um faraldurinn í morgun.
Kólerutilfellum hefur fjölgað verulega í Súdan upp á síðkastið, en 172 létust úr kóleru síðastliðna viku og um 2.700 tilfelli greindust, samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisráðuneyti Súdans sem sendi frá sér tilkynningu um faraldurinn í morgun.
Um 90 prósent tilfellanna komu upp í Khartoum-fylki þar sem vatn og rafmagn hefur verið af skornum skammti síðustu vikur. Ástandið má rekja til ítrekaðra drónaárása af hálfu RSF-sveitanna.
Stríðið í Súdan hefur staðið yfir frá apríl 2023, þegar átök brutust út milli stjórnarhers Súdans og RSF.