Segir Pútín „leika sér að eldinum“

Segir Pútín „leika sér að eldinum“

Donald Trump Bandaríkjaforseti varar Vladimír Pútín við því að „leika sér að eldinum“ í enn einu skotinu á rússneska forsetann, í þetta skipti vegna þess hve lítið friðarviðræðum milli Rússlands og Úkraínu miðar.

Segir Pútín „leika sér að eldinum“

Donald Trump Bandaríkjaforseti | 27. maí 2025

Donald Trump varar Pútín við í Truth Social-færslu.
Donald Trump varar Pútín við í Truth Social-færslu. AFP/Kayla Bartkowski

Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti var­ar Vla­dimír Pútín við því að „leika sér að eld­in­um“ í enn einu skot­inu á rúss­neska for­set­ann, í þetta skipti vegna þess hve lítið friðarviðræðum milli Rúss­lands og Úkraínu miðar.

Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti var­ar Vla­dimír Pútín við því að „leika sér að eld­in­um“ í enn einu skot­inu á rúss­neska for­set­ann, í þetta skipti vegna þess hve lítið friðarviðræðum milli Rúss­lands og Úkraínu miðar.

Nýj­ustu um­mæli Trumps koma eft­ir færslu for­set­ans um helg­ina þar sem hann kallaði Pútín „BRJÁLAÐAN“ í kjöl­far stór­tækra loft­árása á Kænug­arð, og hótaði refsiaðgerðum gagn­vart Rússlandi.

Margt „MJÖG SLÆMT“ komið fyr­ir Rúss­land án Trumps

„Það sem Vla­dimír Pútín átt­ar sig ekki á er að ef ekki væri fyr­ir mig hefði margt mjög slæmt nú þegar komið fyr­ir Rúss­land, og þá meina ég MJÖG SLÆMT,“ seg­ir Trump í færslu sem birt­ist á Truth Social fyrr í dag. „Hann leik­ur sér að eld­in­um!“

Samband leiðtoganna tveggja hefur súrnað upp á síðkastið.
Sam­band leiðtog­anna tveggja hef­ur súrnað upp á síðkastið. AFP/​Olga Maltseva/​AFP/​Saul Loeb

Ekki ligg­ur fyr­ir hvað hefði getað gerst sem væri „mjög slæmt“ og Trump átti ekki í nein­um bein­um hót­un­um í þetta skipti.

Þó hafa bæði Wall Street Journal og CNN greint frá því að Trump sé að íhuga nýj­ar refsiaðgerðir sem gætu jafn­vel tekið gildi í vik­unni, en for­set­inn gæti þó skipt um skoðun.

„Hann leikur sér að eldinum!“
„Hann leik­ur sér að eld­in­um!“ AFP/​Kayla Bart­kowski

Mögu­leg­ar refsiaðgerðir

Nýtil­kom­in nei­kvæð um­mæli Banda­ríkja­for­set­ans um Pútín marka straum­hvörf í sam­skipt­um leiðtog­anna tveggja, en áður hafði Trump oft lýst aðdáun á hon­um.

Trump hef­ur þó lýst sí­auk­inni gremju yfir af­stöðu rúss­neskra stjórn­valda í patt­stöðunni sem rík­ir í friðarviðræðum þeirra við Úkraínu. Sú gremja sauð upp um helg­ina þegar Rúss­ar hleyptu af stað dróna­árás yfir Úkraínu sem varð hið minnsta 13 manns að bana.

mbl.is