Donald Trump Bandaríkjaforseti varar Vladimír Pútín við því að „leika sér að eldinum“ í enn einu skotinu á rússneska forsetann, í þetta skipti vegna þess hve lítið friðarviðræðum milli Rússlands og Úkraínu miðar.
Donald Trump Bandaríkjaforseti varar Vladimír Pútín við því að „leika sér að eldinum“ í enn einu skotinu á rússneska forsetann, í þetta skipti vegna þess hve lítið friðarviðræðum milli Rússlands og Úkraínu miðar.
Donald Trump Bandaríkjaforseti varar Vladimír Pútín við því að „leika sér að eldinum“ í enn einu skotinu á rússneska forsetann, í þetta skipti vegna þess hve lítið friðarviðræðum milli Rússlands og Úkraínu miðar.
Nýjustu ummæli Trumps koma eftir færslu forsetans um helgina þar sem hann kallaði Pútín „BRJÁLAÐAN“ í kjölfar stórtækra loftárása á Kænugarð, og hótaði refsiaðgerðum gagnvart Rússlandi.
„Það sem Vladimír Pútín áttar sig ekki á er að ef ekki væri fyrir mig hefði margt mjög slæmt nú þegar komið fyrir Rússland, og þá meina ég MJÖG SLÆMT,“ segir Trump í færslu sem birtist á Truth Social fyrr í dag. „Hann leikur sér að eldinum!“
Ekki liggur fyrir hvað hefði getað gerst sem væri „mjög slæmt“ og Trump átti ekki í neinum beinum hótunum í þetta skipti.
Þó hafa bæði Wall Street Journal og CNN greint frá því að Trump sé að íhuga nýjar refsiaðgerðir sem gætu jafnvel tekið gildi í vikunni, en forsetinn gæti þó skipt um skoðun.
Nýtilkomin neikvæð ummæli Bandaríkjaforsetans um Pútín marka straumhvörf í samskiptum leiðtoganna tveggja, en áður hafði Trump oft lýst aðdáun á honum.
Trump hefur þó lýst síaukinni gremju yfir afstöðu rússneskra stjórnvalda í pattstöðunni sem ríkir í friðarviðræðum þeirra við Úkraínu. Sú gremja sauð upp um helgina þegar Rússar hleyptu af stað drónaárás yfir Úkraínu sem varð hið minnsta 13 manns að bana.