Smyglaði barni inn á Stuðla: „Mjög alvarlegt“

Smyglaði barni inn á Stuðla: „Mjög alvarlegt“

Fjórtán ára drengur, sem vistaður er á Stuðlum, gat smyglað öðru barni inn á meðferðarheimilið þar sem það dvaldi í að minnsta kosti sex klukkutíma án þess að nokkur starfsmaður yrði þess var. Það var ekki fyrr en drengurinn bað starfsmann um að hleypa gestinum út um kvöldið að upp komst um málið. Atvikið átti sér stað fyrir rúmum tveimur vikum.

Smyglaði barni inn á Stuðla: „Mjög alvarlegt“

Neyðarástand í málefnum barna | 27. maí 2025

Funi Sigurðsson, framkvæmdastjóri meðferðarsviðs Barna- og fjölskyldustofu, segir málið litið …
Funi Sigurðsson, framkvæmdastjóri meðferðarsviðs Barna- og fjölskyldustofu, segir málið litið mjög alvarlegum augum. Samsett mynd/Karítas/Árni Sæberg

Fjór­tán ára dreng­ur, sem vistaður er á Stuðlum, gat smyglað öðru barni inn á meðferðar­heim­ilið þar sem það dvaldi í að minnsta kosti sex klukku­tíma án þess að nokk­ur starfsmaður yrði þess var. Það var ekki fyrr en dreng­ur­inn bað starfs­mann um að hleypa gest­in­um út um kvöldið að upp komst um málið. At­vikið átti sér stað fyr­ir rúm­um tveim­ur vik­um.

Fjór­tán ára dreng­ur, sem vistaður er á Stuðlum, gat smyglað öðru barni inn á meðferðar­heim­ilið þar sem það dvaldi í að minnsta kosti sex klukku­tíma án þess að nokk­ur starfsmaður yrði þess var. Það var ekki fyrr en dreng­ur­inn bað starfs­mann um að hleypa gest­in­um út um kvöldið að upp komst um málið. At­vikið átti sér stað fyr­ir rúm­um tveim­ur vik­um.

Móðir drengs­ins var ekki lát­in vita af uppá­kom­unni og held­ur ekki for­eldr­ar barns­ins, sem voru að hefja leit þar sem ekki hafði heyrst frá barn­inu all­an dag­inn. Það var dreng­ur­inn sjálf­ur sem sagði móður sinni frá mál­inu dag­inn eft­ir. 

„Ef þú get­ur laumað inn ein­stak­lingi, ekki bara í kort­er held­ur sex eða átta klukku­tíma, þá er eitt­hvað mikið að. Það er ekki skrýtið að það sé hægt að lauma inn fíkni­efn­um ef það er hægt að lauma inn fólki,“ seg­ir móðirin í sam­tali við mbl.is.

Málið til­kynnt Gæða- og eft­ir­lits­stofn­un

Funi Sig­urðsson, fram­kvæmda­stjóri meðferðarsviðs Barna- og fjöl­skyldu­stofu, sem Stuðlar heyra und­ir, staðfest­ir í sam­tali við mbl.is að um­rætt at­vik hafi átt sér stað. Hann seg­ir málið mjög al­var­legt og að ein­hver mis­tök hafi átt sér stað. Málið var til­kynnt til Gæða- og eft­ir­lits­stofn­un­ar vel­ferðar­mála sem tók þá af­stöðu að það yrði ekki skoðað frek­ar. Innri skoðun mun þó fara fram, að sögn Funa.

Móðirin seg­ir aug­ljóst að ör­yggi sé ábóta­vant á Stuðlum ef hægt er að koma heilli mann­eskju þar inn óséðri og að hún geti dvalið þar klukku­tím­um sam­an. 

Þá var ekki hringt í hana og farið yfir at­vikið fyrr en í vik­unni á eft­ir, en sjálf hafði hún haft orð á mál­inu við starfs­fólk Stuðla.

Hún tek­ur þó fram að ekki sé við starfs­fólkið á gólf­inu að sak­ast, það sé að gera sitt besta í erfiðu starfs­um­hverfi. 

„Þetta fólk er að vinna í öm­ur­legu starfs­um­hverfi. Fólkið á gólf­inu er al­mennt dá­sam­legt,“ seg­ir hún. „Það má ekki hengja bak­ara fyr­ir smið,“ bæt­ir hún við. Ábyrgðin liggi hjá stjórn­end­um Barna- og fjöl­skyldu­stofu að henn­ar mati.

Tókst að strjúka í 26. skipti

Dreng­ur­inn var áður vistaður á meðferðar­heim­il­inu Blöndu­hlíð á Vogi en er ný­lega kom­inn inn á Stuðla. Hann hef­ur ít­rekað strokið af báðum meðferðar­heim­il­un­um og einnig úr neyðar­vist­un Stuðla. 

26 leit­ar­beiðnir hafa verið gefn­ar út vegna drengs­ins frá því í fe­brú­ar á þessu ári og er móðir hans gjör­sam­lega út­keyrð á því að vera sí­fellt að leita að barn­inu, en hún tek­ur yf­ir­leitt þátt í leit­inni með lög­regl­unni. 

Þegar lög­regl­an kemst ekki í verk­efnið leit­ar hún að hon­um sjálf, líkt og síðustu viku þegar hún leitaði í 10 klukku­tíma áður en hún fann hann.

Þrátt fyr­ir að dreng­ur­inn ætti að vera und­ir auknu eft­ir­liti vegna ít­rekaðra stroka tókst hon­um að strjúka í 26. skiptið frá því blaðamaður ræddi við móður­ina og þangað til frétt­in birt­ist.

„Hvað ef það ger­ist eitt­hvað al­var­legt þegar barn strýk­ur? Ætla þau að bíða eft­ir því? Hvað ef barn deyr sem er í stroki, sem á að vera þarna inni? Eft­ir hverju ætla þau að bíða? Þetta end­ar með ósköp­um. Hef­ur ekki nóg komið fyr­ir, eins og þetta með brun­ann,“ seg­ir móðirin og vís­ar þar til brun­ans á Stuðlum í októ­ber síðastliðnum þar sem 17 ára dreng­ur lést.

Aðgerðarleysið, ábyrgðarleysið og metnaðarleysið er með ólík­ind­um í þess­um mik­il­væga mála­flokki,“ bæt­ir hún við.

„Eitt­hvað sem bregst í gæsl­unni“

Funi seg­ir aug­ljóst að mis­tök hafi orðið þegar drengn­um tókst að smygla barni inn á meðferðar­heim­ilið og að innri skoðun á at­vik­inu muni fara fram. 

„Það eru ein­hver mis­tök sem verða og eitt­hvað sem bregst í gæsl­unni á börn­un­um,“ seg­ir Funi en hann veit þó ekki hvað ná­kvæm­lega gerðist eða hvernig barn­inu var smyglað inn.

Gæða- og eft­ir­lits­stofn­un mun ekki taka málið til frek­ari skoðunar, líkt og áður sagði, og því fer ein­göngu fram innri skoðun á því sem gerðist.

„Hug­mynd­in var að þetta færi í ytri skoðun en það er ekki búið að kanna málið til hlít­ar fyr­ir utan að ræða við for­stöðumann um að skoða hvað gerðist og skrifa at­vika­lýs­ingu þannig við höf­um eitt­hvað í hönd­un­um,“ út­skýr­ir Funi.

Hann seg­ir allt verða gert til að koma í veg fyr­ir að svona lagað ger­ist aft­ur.

„Þetta er auðvitað mjög óheppi­legt og skringi­legt,“ seg­ir Funi en málið var til­kynnt til Gæða- og eft­ir­lits­stofn­un­ar sem al­var­legt at­vik. „Það voru viðbrögðin okk­ar því við met­um að þetta sé mjög al­var­legt.“

Aðspurður seg­ist hann ekki vita til þess að mann­eskju hafi áður verið smyglað inn á Stuðla.

mbl.is