Íslensk húðvara í vinsælustu Netflix-þáttunum núna

Snyrtivörur | 28. maí 2025

Íslensk húðvara í vinsælustu Netflix-þáttunum núna

Íslenskri húðvöru bregður fyrir í dönsku drama- og glæpaþáttunum Secrets We Keep. Í fyrsta þætti seríunnar má sjá aðalpersónuna, Cecilie, sem er leikin af Marie Bach Hansen, bera á sig EGF augnserum frá BIOEFFECT fyrir svefninn. Einnig glittir í andlitshreinsinn og Micellar Water.

Íslensk húðvara í vinsælustu Netflix-þáttunum núna

Snyrtivörur | 28. maí 2025

Marie Bach Hansen sem leikur aðalhlutverkið í þáttunum sést maka …
Marie Bach Hansen sem leikur aðalhlutverkið í þáttunum sést maka á sig íslensku augnserumi.

Íslenskri húðvöru bregður fyr­ir í dönsku drama- og glæpaþátt­un­um Secrets We Keep. Í fyrsta þætti serí­unn­ar má sjá aðal­per­són­una, Cecilie, sem er leik­in af Marie Bach Han­sen, bera á sig EGF augnser­um frá BI­OEF­FECT fyr­ir svefn­inn. Einnig glitt­ir í and­lits­hreins­inn og Micell­ar Water.

Íslenskri húðvöru bregður fyr­ir í dönsku drama- og glæpaþátt­un­um Secrets We Keep. Í fyrsta þætti serí­unn­ar má sjá aðal­per­són­una, Cecilie, sem er leik­in af Marie Bach Han­sen, bera á sig EGF augnser­um frá BI­OEF­FECT fyr­ir svefn­inn. Einnig glitt­ir í and­lits­hreins­inn og Micell­ar Water.

Þætt­irn­ir hafa vakið mikla at­hygli en þeir fjalla um dul­ar­fullt manns­hvarf au-pair stúlku frá Fil­ipps­eyj­um. Stúlk­an starfaði hjá efna­miklu fólki í Dan­mörku. Þætt­irn­ir hafa slegið ræki­lega í gegn og verma nú fyrsta sætið á hinum ís­lenska vin­sæld­arlista streym­isveit­unn­ar. 

Vör­urn­ar frá BI­OEF­FECT eru nú orðnar flest­um lands­mönn­um vel kunn­ar. Þær eru fram­leidd­ar hér á landi með aðferðum plöntu­líf­tækni. Fyr­ir­tækið hef­ur und­an­far­in ár verið að sækja í sig veðrið á er­lend­um mörkuðum og rek­ur það sjálft starf­semi á Íslandi, Bretlandi og í Banda­ríkj­un­um.

Stikla þátt­anna er hér fyr­ir neðan. Það þarf hins veg­ar að horfa á þætt­ina á Net­flix til að koma auga á ís­lensku húðvör­urn­ar.

EGF augnserum frá BIOEFFECT.
EGF augnser­um frá BI­OEF­FECT.
mbl.is