Oscar sendur til Kólumbíu á þriðjudag

Flóttafólk á Íslandi | 28. maí 2025

Oscar sendur til Kólumbíu á þriðjudag

Oscars And­ers Boca­negra Flor­ez, 17 ára kólumbískur drengur, verður sendur til Bógóta í Kólumbíu á þriðjudag. Frá þessu greinir Svavar Jónsson, fósturfaðir Oscars, í færslu á Facebook.

Oscar sendur til Kólumbíu á þriðjudag

Flóttafólk á Íslandi | 28. maí 2025

Oscar verður sendur til Bógóta í næstu viku.
Oscar verður sendur til Bógóta í næstu viku. Ljósmynd/Aðsend

Oscars And­ers Boca­negra Flor­ez, 17 ára kól­umb­ísk­ur dreng­ur, verður send­ur til Bógóta í Kól­umb­íu á þriðju­dag. Frá þessu grein­ir Svavar Jóns­son, fóst­urfaðir Oscars, í færslu á Face­book.

Oscars And­ers Boca­negra Flor­ez, 17 ára kól­umb­ísk­ur dreng­ur, verður send­ur til Bógóta í Kól­umb­íu á þriðju­dag. Frá þessu grein­ir Svavar Jóns­son, fóst­urfaðir Oscars, í færslu á Face­book.

Svavar lýs­ir yfir mikl­um von­brigðum með ís­lensk stjórn­völd í færslu sinni og seg­ir Barna- og fjöl­skyldu­stofu og ráðherra rík­is­stjórn­ar­inn­ar ákveðið að vilja ekki vernda Oscar. 

„Okk­ur hafði aldrei dottið í hug grimmd­in, mót­spyrn­an og offorsið sem þessi ungi dreng­ur hef­ur mætt hjá ís­lensk­um stjórn­völd­um fyr­ir þær einu sak­ir að vilja eign­ast ör­uggt líf á Íslandi með vin­um sín­um, fóst­ur­for­eldr­um, systkin­um og fjöl­skyldu sem hann hef­ur eign­ast og um­vafið sem sína eig­in,“ seg­ir Svavar. 

Seg­ir hann sorg­legt að sjá æðstu ráðamenn þjóðar­inn­ar „láti brjóta grímu­laust á er­lendu barni til þess eins að þókn­ast sín­um al­mestu harðkjarna kjós­end­um.“ Hann seg­ir þetta minna sig á það sem sé að ger­ast vest­an Atlants­hafs eft­ir að nýr leiðtogi tók við völd­um og vís­ar hann vænt­an­lega til Don­ald Trumps Banda­ríkja­for­seta. 

„Þetta eru ekki leiðtog­arn­ir sem ég kaus og þetta er held­ur ekki þjóðfé­lagið sem ég vil búa í. Þetta er sorg­ar­dag­ur fyr­ir Oscar og fyr­ir alla okk­ar stór­fjöl­skyldu og vini en ekki síður fyr­ir ís­lenskt þjóðfé­lag, réttar­far og stjórn­kerfi al­mennt.“

Seg­ir kerfið sjá um sig

Tölu­vert hef­ur verið fjallað um mál Oscars í ís­lensk­um fjöl­miðlum. Hann flúði til Íslands með föður sín­um árið 2022 eft­ir að glæpa­menn frá Kól­umb­íu hótuðu þeim líf­láti. Faðir Oscars er sagður hafa beitt hann of­beldi og af­salað sér for­ræði yfir hon­um. 

Í októ­ber á síðasta ári var Oscar send­ur úr landi með föður sín­um eft­ir að hafa fengið synj­un um vernd hér á landi. Oscar endaði einn á göt­unni í Bógota í mánuð áður en fóst­ur­fjöl­skyld­an kom hon­um aft­ur til Íslands. Hann hef­ur búið hjá ís­lensk­um fóst­ur­for­eldr­um sín­um síðan en þau hafa bar­ist fyr­ir því að hann fái að dvelja hér. 

„Við höf­um kom­ist að því af sárri reynslu að kerfið sér um sig og bregst við af fullu afli og tor­tím­ir öll­um þeim sem dirf­ast að ógna því. Kannski hefði Oscar átt meiri mögu­leika ef hann hefði staðið einn en ekki haft okk­ur til að berj­ast fyr­ir rétti sín­um,“ skrif­ar Svavar. 

Svavar og Sonja, fósturforeldrar Oscars.
Svavar og Sonja, fóst­ur­for­eldr­ar Oscars. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son
mbl.is