Úkraínumenn gerðu í nótt eina hörðustu drónaárás á Rússa frá því stríðið hófst að sögn rússneskra yfirvalda.
Úkraínumenn gerðu í nótt eina hörðustu drónaárás á Rússa frá því stríðið hófst að sögn rússneskra yfirvalda.
Úkraínumenn gerðu í nótt eina hörðustu drónaárás á Rússa frá því stríðið hófst að sögn rússneskra yfirvalda.
Úkraínumenn skutu tæplega 300 drónum þvert yfir Rússland, þar af tugi í átt að höfuðborginni, Moskvu.
Árás Úkraínumanna kemur í kjölfarið á einhverjum umfangsmestu drónaárásum Rússa um síðustu helgi sem kostaði 13 manns lífið en Rússar hafa á undanförum vikum aukið loftárásir sínar á sama tíma og Donald Trump Bandríkjaforseti hefur þrýst á ríkin að stöðva átökin.
„Loftvarnarkerfi eyðilögðu og stöðvuðu 296 úkraínska dróna í nótt,“segir í yfirlýsingu rússneska varnarmálaráðuneytisins en rúmlega 42 drónar voru skotnir niður nálægt Moskvu.