Tæplega 300 úkraínskir ​​drónar skotnir niður

Úkraína | 28. maí 2025

Tæplega 300 úkraínskir ​​drónar skotnir niður

Úkraínumenn gerðu í nótt eina hörðustu drónaárás á Rússa frá því stríðið hófst að sögn rússneskra yfirvalda.

Tæplega 300 úkraínskir ​​drónar skotnir niður

Úkraína | 28. maí 2025

Bílar í ljósum logum í Odesa í Úkraínu.
Bílar í ljósum logum í Odesa í Úkraínu. AFP

Úkraínu­menn gerðu í nótt eina hörðustu dróna­árás á Rússa frá því stríðið hófst að sögn rúss­neskra yf­ir­valda.

Úkraínu­menn gerðu í nótt eina hörðustu dróna­árás á Rússa frá því stríðið hófst að sögn rúss­neskra yf­ir­valda.

Úkraínu­menn skutu tæp­lega 300 drón­um þvert yfir Rúss­land, þar af tugi í átt að höfuðborg­inni, Moskvu.

Árás Úkraínu­manna kem­ur í kjöl­farið á ein­hverj­um um­fangs­mestu dróna­árás­um Rússa um síðustu helgi sem kostaði 13 manns lífið en Rúss­ar hafa á und­an­för­um vik­um aukið loft­árás­ir sín­ar á sama tíma og Don­ald Trump Band­ríkja­for­seti hef­ur þrýst á rík­in að stöðva átök­in.

„Loft­varn­ar­kerfi eyðilögðu og stöðvuðu 296 úkraínska dróna í nótt,“seg­ir í yf­ir­lýs­ingu rúss­neska varn­ar­málaráðuneyt­is­ins en rúm­lega 42 drón­ar voru skotn­ir niður ná­lægt Moskvu.

mbl.is