„Dagurinn er samt eiginlega ónýtur“

Raddir Grindvíkinga | 29. maí 2025

„Dagurinn er samt eiginlega ónýtur“

Veitingastaðurinn Fish House í Grindavík var pakkfullur af erlendum ferðamönnum þegar rafmagnsleysi skall á. Vísa þurfti öllum gestum staðarins út og segir veitingamaður staðarins að tjónið sé gríðarlegt.

„Dagurinn er samt eiginlega ónýtur“

Raddir Grindvíkinga | 29. maí 2025

Veitingastaðurinn Fish House í Grindavík.
Veitingastaðurinn Fish House í Grindavík. Ljósmynd/Aðsend

Veit­ingastaður­inn Fish Hou­se í Grinda­vík var pakk­full­ur af er­lend­um ferðamönn­um þegar raf­magns­leysi skall á. Vísa þurfti öll­um gest­um staðar­ins út og seg­ir veit­ingamaður staðar­ins að tjónið sé gríðarlegt.

Veit­ingastaður­inn Fish Hou­se í Grinda­vík var pakk­full­ur af er­lend­um ferðamönn­um þegar raf­magns­leysi skall á. Vísa þurfti öll­um gest­um staðar­ins út og seg­ir veit­ingamaður staðar­ins að tjónið sé gríðarlegt.

„Við get­um ekk­ert eldað mat eða neitt. Maður spyr sig hver ber ábyrgð á þessu og hver kem­ur til með að borga tjónið,“ seg­ir veit­ingamaður­inn Kári Guðmunds­son. 

Kári hef­ur ný­lega opnað veit­ingastaðinn aft­ur á ný eft­ir að hann hafði verið lokaður í átján mánuði. Í sam­tali við mbl.is fyrr í mánuðinum kvaðst Kári vera til­neydd­ur til að opna staðinn aft­ur eft­ir að stuðningsaðgerðum rík­is­ins við grind­vísk fyr­ir­tæki var hætt 30. mars. 

„Þetta er ekki skemmti­leg byrj­un,“ seg­ir hann.

Gátu ekki greitt fyr­ir mat­inn

Kári seg­ir að mikið líf og fjör hafi verið í Grinda­vík í dag og að fjöl­marg­ir ferðamenn hafi gert sér ferð í bæ­inn. Seg­ir hann að staður­inn hafi verið full­bókaður en að ljóst sé að hann verði fyr­ir ein­hverju fjár­hags­legu tjóni þar sem greiða þurfi starfs­mönn­um biðlaun á meðan staður­inn fái eng­ar tekj­ur á móti. 

Ein­hverj­ir gest­ir staðar­ins höfðu þegar fengið mat á disk­inn áður en raf­magns­leysið skall á en að þeir hafi ekki getað greitt fyr­ir mat­inn þar sem pos­ar veit­ingastaðar­ins þurfa raf­magn.

Spurður hvort staður­inn verði opnaður á ný þegar raf­magnið kem­ur aft­ur á síðar í dag seg­ir Kári að fylgst verði með stöðunni. 

„Við bíðum aðeins en dag­ur­inn er samt eig­in­lega ónýt­ur,“ seg­ir Kári. 

mbl.is