Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra vill víkja frá skyldum Fiskistofu um að stöðva strandveiðar svo að hægt verði að tryggja 48 daga strandveiðitímabil í sumar, sem Flokkur fólksins lagði mikla áherslu á í síðustu þingkosningum.
Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra vill víkja frá skyldum Fiskistofu um að stöðva strandveiðar svo að hægt verði að tryggja 48 daga strandveiðitímabil í sumar, sem Flokkur fólksins lagði mikla áherslu á í síðustu þingkosningum.
Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra vill víkja frá skyldum Fiskistofu um að stöðva strandveiðar svo að hægt verði að tryggja 48 daga strandveiðitímabil í sumar, sem Flokkur fólksins lagði mikla áherslu á í síðustu þingkosningum.
Fiskistofa á samkvæmt lögum að stöðva strandveiðar þegar sýnt er að leyfilegum heildarafla hafi verið náð samkvæmt reglugerð sem ráðherra setur um strandveiðar ár hvert.
Samkvæmt nýju frumvarpi Hönnu Katrínar Friðrikson atvinnuvegaráðherra á Fiskistofa ekki að stöðva strandveiðar þetta fiskveiðiár (2024/2025), en síðustu ár hafa strandveiðar verið stöðvaðar í júlí þegar hámarkinu er náð.
Núverandi ráðstöfun aflamagns þorsks til strandveiða er 10.000 tonn óslæg, en ætla má, miðað við óbreytt hámark (774 kg) á dag, sambærilegt veiðimynstur og í fyrra og að heimilt verði að veiða í 48 daga, að auka þurfi það aflamagn sem til ráðstöfunar er á strandveiðitímabilinu 2025. Þær fiskveiðiheimildir liggja ekki fyrir.
Ráðherra yrði því einnig heimilt að ráðstafa auknu aflamagni til strandveiða við núverandi á fiskveiðiárinu en viðbótaraflamagn myndi dragast frá því magni sem dregið yrði frá heildaraflamarki og ætti að fullu vera fært til baka eigi síðar en á fiskveiðiárinu 2028/2029.
Í frumvarpinu segir að reynsla af strandveiðitímabilinu yrði svo nýtt til að afmarka betur breytingar sem ríkisstjórnin vill gera til að tryggja 48 veiðidaga til framtíðar á strandveiðum, en frumvarp þess efnis verði ekki lagt fram fyrr en á næsta löggjafarþingi sem taki gildi á strandveiðitímabilinu 2026.
Kemur fram að við mat ráðherra á því hve mikið aflamagn verði flutt milli ára beri þess að gæta að ráðstöfunin verði ekki umfram það sem nauðsynlegt er til að ná settum markmiðum um 48 veiðidaga og sé ekki verulega umfram ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar, auk þess sem það gangi ekki gegn meginmarkmiðum fiskveiðistjórnunarkerfisins um sjálfbærar fiskveiðar.
Frá fiskveiðiárinu 2019-2020 til veiðiársins 2023-2024 hafi samanlagður þorskafli umfram ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar numið samtals 51.000 tonnum sem samsvari 4,35% af ráðlögðum heildarafla á því tímabili.