Leggur fram frumvarp til að tryggja 48 daga

Strandveiðar | 29. maí 2025

Leggur fram frumvarp til að tryggja 48 strandveiðidaga

Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra vill víkja frá skyldum Fiskistofu um að stöðva strandveiðar svo að hægt verði að tryggja 48 daga strandveiðitímabil í sumar, sem Flokkur fólksins lagði mikla áherslu á í síðustu þingkosningum.

Leggur fram frumvarp til að tryggja 48 strandveiðidaga

Strandveiðar | 29. maí 2025

Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra.
Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hanna Katrín Friðriks­son at­vinnu­vegaráðherra vill víkja frá skyld­um Fiski­stofu um að stöðva strand­veiðar svo að hægt verði að tryggja 48 daga strand­veiðitíma­bil í sum­ar, sem Flokk­ur fólks­ins lagði mikla áherslu á í síðustu þing­kosn­ing­um.

Hanna Katrín Friðriks­son at­vinnu­vegaráðherra vill víkja frá skyld­um Fiski­stofu um að stöðva strand­veiðar svo að hægt verði að tryggja 48 daga strand­veiðitíma­bil í sum­ar, sem Flokk­ur fólks­ins lagði mikla áherslu á í síðustu þing­kosn­ing­um.

Fiski­stofa á sam­kvæmt lög­um að stöðva strand­veiðar þegar sýnt er að leyfi­leg­um heild­arafla hafi verið náð sam­kvæmt reglu­gerð sem ráðherra set­ur um strand­veiðar ár hvert.

Sam­kvæmt nýju frum­varpi Hönnu Katrín­ar Friðrik­son at­vinnu­vegaráðherra á Fiski­stofa ekki að stöðva strand­veiðar þetta fisk­veiðiár (2024/​​2025), en síðustu ár hafa strand­veiðar verið stöðvaðar í júlí þegar há­mark­inu er náð.

Nú­ver­andi ráðstöf­un afla­magns þorsks til strand­veiða er 10.000 tonn óslæg, en ætla má, miðað við óbreytt há­mark (774 kg) á dag, sam­bæri­legt veiðimynst­ur og í fyrra og að heim­ilt verði að veiða í 48 daga, að auka þurfi það afla­magn sem til ráðstöf­un­ar er á strand­veiðitíma­bil­inu 2025. Þær fisk­veiðiheim­ild­ir liggja ekki fyr­ir.

Reynsla af tíma­bil­inu nýtt til framtíðar

Ráðherra yrði því einnig heim­ilt að ráðstafa auknu afla­magni til strand­veiða við nú­ver­andi á fisk­veiðiár­inu en viðbót­arafla­magn myndi drag­ast frá því magni sem dregið yrði frá heild­arafla­marki og ætti að fullu vera fært til baka eigi síðar en á fisk­veiðiár­inu 2028/​​2029.

Í frum­varp­inu seg­ir að reynsla af strand­veiðitíma­bil­inu yrði svo nýtt til að af­marka bet­ur breyt­ing­ar sem rík­is­stjórn­in vill gera til að tryggja 48 veiðidaga til framtíðar á strand­veiðum, en frum­varp þess efn­is verði ekki lagt fram fyrr en á næsta lög­gjaf­arþingi sem taki gildi á strand­veiðitíma­bil­inu 2026.

Kem­ur fram að við mat ráðherra á því hve mikið afla­magn verði flutt milli ára beri þess að gæta að ráðstöf­un­in verði ekki um­fram það sem nauðsyn­legt er til að ná sett­um mark­miðum um 48 veiðidaga og sé ekki veru­lega um­fram ráðgjöf Haf­rann­sókn­ar­stofn­un­ar, auk þess sem það gangi ekki gegn meg­in­mark­miðum fisk­veiðistjórn­un­ar­kerf­is­ins um sjálf­bær­ar fisk­veiðar.

Frá fisk­veiðiár­inu 2019-2020 til veiðiárs­ins 2023-2024 hafi sam­an­lagður þorskafli um­fram ráðgjöf Haf­rann­sókna­stofn­un­ar numið sam­tals 51.000 tonn­um sem sam­svari 4,35% af ráðlögðum heild­arafla á því tíma­bili.

mbl.is