Sáttur við afnám stöðvunarheimildar

Strandveiðar | 29. maí 2025

Sáttur við afnám stöðvunarheimildar

Kjartan Páll Sveinsson, formaður Strandveiðifélags Íslands, segist sáttur við þær breytingar sem Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra hefur lagt fram um breytingar á lögum um strandveiðar.

Sáttur við afnám stöðvunarheimildar

Strandveiðar | 29. maí 2025

Kjartan Páll Sveinsson, formaður Strandveiðifélags Íslands.
Kjartan Páll Sveinsson, formaður Strandveiðifélags Íslands. Ljósmynd/Aðsend

Kjart­an Páll Sveins­son, formaður Strand­veiðifé­lags Íslands, seg­ist sátt­ur við þær breyt­ing­ar sem Hanna Katrín Friðriks­son at­vinnu­vegaráðherra hef­ur lagt fram um breyt­ing­ar á lög­um um strand­veiðar.

Kjart­an Páll Sveins­son, formaður Strand­veiðifé­lags Íslands, seg­ist sátt­ur við þær breyt­ing­ar sem Hanna Katrín Friðriks­son at­vinnu­vegaráðherra hef­ur lagt fram um breyt­ing­ar á lög­um um strand­veiðar.

Frum­varpið er til bráðabirgða, en ein stærsta breyt­ing­in í því er að heim­ild Fiski­stofu til að stöðva strand­veiðar þegar leyfi­leg­um heild­arafla hef­ur verið náð, er af­num­in. Er það liður í því að tryggja 48 veiðidaga, sem var jafn­framt meðal helstu kosn­ingalof­orða Flokks fólks­ins.

Furðulegt að minn­ast á það í grein­ar­gerð en ekki frum­varpi

„Frum­varpið leggst vel í mig og þá sér­stak­lega það að stöðvun­ar­heim­ild Fiski­stofu sé tek­in út og að það verði tryggðir 48 dag­ar,“ seg­ir Kjart­an.

„Eins leggst það vel í mig að það virðist ekki vera í frum­varp­inu sjálfu að það eigi að minnka leyfi­legt magn sem má veiða í hverri ferð. Akkúrat núna fáum við að veiða 774 kg en sú hug­mynd að minnka þann skammt niður hef­ur greini­lega verið viðruð inn­an ráðuneyt­is­ins sem er nátt­úru­lega gal­in hug­mynd,“ bæt­ir Kjart­an við.

„Það sem maður er stressaður yfir er að í grein­ar­gerðinni er það nefnt að það gæti þurft að gera það. Hvers vegna það er í grein­ar­gerðinni en ekki frum­varp­inu sjálfu veit ég ekki og er stórfurðulegt.“

Skamm­góður verm­ir

Aðspurður um álit hans á gagn­rýni þing­manna stjórn­ar­and­stöðunn­ar um að af­nám á stöðvun­ar­heim­ild Fiski­stofu stríði gegn mark­miði lag­anna um sjálf­bær­ar fisk­veiðar seg­ist  hann ekki taka und­ir þau sjón­ar­mið. 

„Ég gef ekk­ert fyr­ir þetta. Það eru til alls kyns hundak­únst­ir í ráðuneyt­inu og ef þeir vilja finna lausn á þessu þá gera þeir það. Vanda­málið er það að það má aldrei losa um eitt gat á spennitreyj­unni hjá okk­ur,“ seg­ir hann.

Það sem maður hef­ur meiri áhyggj­ur af er að það sé verið að taka úr strand­veiðipotti framtíðar­inn­ar til að bæta í núna, en það er skamm­góður verm­ir að gera það þannig. Að því leyt­inu til gæti það verið óraun­hæft. Fisk­veiðiárið er hálfnað og búið að ráðstafa öll­um heim­ild­um svo þeir verða að finna ein­hverj­ar bráðabirgðalausn­ir á þessu áður en frek­ari lausn­ir koma til.“

mbl.is