Mel B virðist hætt að eldast

Poppkúltúr | 30. maí 2025

Mel B virðist hætt að eldast

Enska söng- og sjónvarpskonan Melanie Janine Brown, betur þekkt undir listamannsnöfnunum Mel B og Scary Spice, fagnaði fimmtugsafmæli sínu í gær, fimmtudaginn 29. maí, og birti einstaklega fallega mynd af sér á Instagram í tilefni dagsins.

Mel B virðist hætt að eldast

Poppkúltúr | 30. maí 2025

Mel B var glæsileg á afmælisdaginn.
Mel B var glæsileg á afmælisdaginn. Skjáskot/Instagram

Enska söng- og sjón­varps­kon­an Mel­anie Jan­ine Brown, bet­ur þekkt und­ir lista­manns­nöfn­un­um Mel B og Scary Spice, fagnaði fimm­tugsaf­mæli sínu í gær, fimmtu­dag­inn 29. maí, og birti ein­stak­lega fal­lega mynd af sér á In­sta­gram í til­efni dags­ins.

Enska söng- og sjón­varps­kon­an Mel­anie Jan­ine Brown, bet­ur þekkt und­ir lista­manns­nöfn­un­um Mel B og Scary Spice, fagnaði fimm­tugsaf­mæli sínu í gær, fimmtu­dag­inn 29. maí, og birti ein­stak­lega fal­lega mynd af sér á In­sta­gram í til­efni dags­ins.

Brown, sem skaust upp á stjörnu­him­in­inn sem hluti af stúlkna­sveit­inni Spice Gir­ls árið 1996, lít­ur stór­kost­lega út á mynd­inni, enda lít­ur hún ekki út fyr­ir að vera degi eldri en 25 ára. 

Söng­kon­an er skæl­bros­andi og klædd fal­leg­um gyllt­um kjól sem er afar viðeig­andi á stóraf­mæl­is­dag­inn, þar sem lit­ur­inn tákn­ar meðal ann­ars vel­gengni, af­rek og visku.

„Ég er 50 ára í dag! Takk kær­lega fyr­ir all­an kær­leik­ann og skila­boðin. Ég kann svo ótrú­lega mikið að meta ykk­ur öll,“ skrif­ar Mel B við færsl­una.

Aðeins einn liðsmaður Spice Gir­ls á eft­ir að fagna fimm­tugsaf­mæli sínu, en það er hún Emma Bunt­on, eða Baby Spice. Hún bæt­ist í 50+ hóp­inn í byrj­un næsta árs, eða þann 21. janú­ar.

Mel­anie Chis­holm, eða Mel C, og Victoria Beckham urðu 51 árs fyrr á þessu ári og Geri Halliwell mun fagna 53 ára af­mæli sínu nú í ág­úst.

mbl.is