Ófyrirséð hvenær veiðigjöld afgreiðast úr nefnd

Alþingi | 30. maí 2025

Ófyrirséð hvenær veiðigjöld afgreiðast úr nefnd

„Margir hafa áhuga á þessu máli og þurfa að koma sínum sjónarmiðum að, þannig að það er nóg að gera,“ segir Sigurjón Þórðarson, þingmaður Flokks fólksins og formaður atvinnuveganefndar Alþingis.

Ófyrirséð hvenær veiðigjöld afgreiðast úr nefnd

Alþingi | 30. maí 2025

Veiðigjöldin voru rædd í atvinnuveganefnd Alþingis í dag.
Veiðigjöldin voru rædd í atvinnuveganefnd Alþingis í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Marg­ir hafa áhuga á þessu máli og þurfa að koma sín­um sjón­ar­miðum að, þannig að það er nóg að gera,“ seg­ir Sig­ur­jón Þórðar­son, þingmaður Flokks fólks­ins og formaður at­vinnu­vega­nefnd­ar Alþing­is.

„Marg­ir hafa áhuga á þessu máli og þurfa að koma sín­um sjón­ar­miðum að, þannig að það er nóg að gera,“ seg­ir Sig­ur­jón Þórðar­son, þingmaður Flokks fólks­ins og formaður at­vinnu­vega­nefnd­ar Alþing­is.

Lang­ur funda­dag­ur hef­ur verið í dag í Smiðju Alþing­is en at­vinnu­vega­nefnd hef­ur fundað með gest­um frá klukk­an níu í morg­un og mun funda fram eft­ir degi.

Spurður hvenær megi vænta þess að frum­varp at­vinnu­vegaráðherra um veiðigjöld verði af­greitt úr nefnd­inni seg­ir Sig­ur­jón það bara hafa sinn gang.

„Ég sé það ekki al­veg fyr­ir mér. Ég gæti al­veg trúað því að þingið myndi drag­ast jafn­vel fram í ág­úst, okk­ur ligg­ur ekk­ert þannig á.“

„Ég er alla vega ekk­ert að flýta mér“

Reikn­arðu með að þið sitjið hérna bara í sum­ar?

„Ég reikna al­veg með því.“

Hef­ur það eitt­hvað verið rætt á milli flokka?

„Nei en mér sýn­ist takt­ur­inn í umræðunni á þing­inu vera þannig. Ég er alla vega ekk­ert að flýta mér,“ seg­ir Sig­ur­jón.

Vilja tryggja sam­keppn­is­um­hverfi

Eft­ir há­degi voru bú­vöru­lög­in tek­in fyr­ir í nefnd­inni. Full­trú­ar úr ráðuneyt­inu komu þá fyr­ir nefnd­ina og var staðan tek­in á mál­inu. Eng­ir aðrir gest­ir komu fyr­ir nefnd­ina vegna máls­ins.

Spurður hvernig málið standi seg­ir Sig­ur­jón að nefnd­in sé að skoða málið í kjöl­far dóms­ins og hvaða leiðir séu fær­ar.

„Við telj­um að sé rétt að skoða að sam­keppn­is­um­hverfi verði tryggt á þess­um markaði, eða rétt­ara sagt að ef það verður hagræðing að hún renni til neyt­enda jafnt sem bænda.“

mbl.is