„Margir hafa áhuga á þessu máli og þurfa að koma sínum sjónarmiðum að, þannig að það er nóg að gera,“ segir Sigurjón Þórðarson, þingmaður Flokks fólksins og formaður atvinnuveganefndar Alþingis.
„Margir hafa áhuga á þessu máli og þurfa að koma sínum sjónarmiðum að, þannig að það er nóg að gera,“ segir Sigurjón Þórðarson, þingmaður Flokks fólksins og formaður atvinnuveganefndar Alþingis.
„Margir hafa áhuga á þessu máli og þurfa að koma sínum sjónarmiðum að, þannig að það er nóg að gera,“ segir Sigurjón Þórðarson, þingmaður Flokks fólksins og formaður atvinnuveganefndar Alþingis.
Langur fundadagur hefur verið í dag í Smiðju Alþingis en atvinnuveganefnd hefur fundað með gestum frá klukkan níu í morgun og mun funda fram eftir degi.
Spurður hvenær megi vænta þess að frumvarp atvinnuvegaráðherra um veiðigjöld verði afgreitt úr nefndinni segir Sigurjón það bara hafa sinn gang.
„Ég sé það ekki alveg fyrir mér. Ég gæti alveg trúað því að þingið myndi dragast jafnvel fram í ágúst, okkur liggur ekkert þannig á.“
Reiknarðu með að þið sitjið hérna bara í sumar?
„Ég reikna alveg með því.“
Hefur það eitthvað verið rætt á milli flokka?
„Nei en mér sýnist takturinn í umræðunni á þinginu vera þannig. Ég er alla vega ekkert að flýta mér,“ segir Sigurjón.
Eftir hádegi voru búvörulögin tekin fyrir í nefndinni. Fulltrúar úr ráðuneytinu komu þá fyrir nefndina og var staðan tekin á málinu. Engir aðrir gestir komu fyrir nefndina vegna málsins.
Spurður hvernig málið standi segir Sigurjón að nefndin sé að skoða málið í kjölfar dómsins og hvaða leiðir séu færar.
„Við teljum að sé rétt að skoða að samkeppnisumhverfi verði tryggt á þessum markaði, eða réttara sagt að ef það verður hagræðing að hún renni til neytenda jafnt sem bænda.“