Óvíst hvort nefndin taki mál Oscars fyrir

Flóttafólk á Íslandi | 30. maí 2025

Óvíst hvort nefndin taki mál Oscars fyrir

Vísa á Oscar Anders Bocanegra Florez úr landi á þriðjudag. Allsherjar- og menntamálanefnd fundaði um útlendingamál í dag.  

Óvíst hvort nefndin taki mál Oscars fyrir

Flóttafólk á Íslandi | 30. maí 2025

Það stendur til að vísa Oscari úr landi á þriðjudag.
Það stendur til að vísa Oscari úr landi á þriðjudag. Ljósmynd/Aðsend

Vísa á Oscar And­ers Boca­negra Flor­ez úr landi á þriðju­dag. Alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd fundaði um út­lend­inga­mál í dag.  

Vísa á Oscar And­ers Boca­negra Flor­ez úr landi á þriðju­dag. Alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd fundaði um út­lend­inga­mál í dag.  

Blaðamaður ræddi mál Oscars við Víði Reyn­is­son, þing­mann Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og formann alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd­ar, að lokn­um fundi nefnd­ar­inn­ar í dag. Víðir gat lítið tjáð sig um málið og seg­ir nefnd­ina þurfa að fara í gegn­um tals­verðan fjölda um­sókna um rík­is­borg­ara­rétt. 

Víðir tel­ur því afar ólík­legt að nefnd­in nái að fara í gegn­um all­ar um­sókn­ir um rík­is­borg­ara­rétt fyr­ir þriðju­dag, en þá stend­ur til að vísa Oscari úr landi. Það er því knapp­ur tími til stefnu ef Alþingi hyggst veita hon­um rík­is­borg­ara­rétt. 

Víðir seg­ir óvenju mikið af um­sókn­um um rík­is­borg­ara­rétt á borði nefnd­ar­inn­ar og sé ástæðan fyr­ir því að ekki hafi náðst að af­greiða frum­varp um rík­is­borg­ara­rétt vegna þingrofs og kosn­inga í nóv­em­ber síðastliðnum. 

Endaði á göt­unni í Bógotá

Mál Oscars hef­ur verið mikið til umræðu á síðastliðnum mánuðum. Hann flúði til Íslands ásamt föður sín­um árið 2022 eft­ir að glæpa­menn frá Kól­umb­íu hótuðu þeim líf­láti. Faðir Oscars er sagður hafa beitt hann of­beldi og af­salað sér for­ræði yfir hon­um.

Í októ­ber á síðasta ári var Oscar send­ur úr landi með föður sín­um eft­ir að hafa fengið synj­un um vernd hér­lend­is. Oscar endaði einn á göt­unni í Bógotá í rúm­an mánuð áður en fóst­ur­fjöl­skylda hans kom hon­um aft­ur til Íslands. Oscar hef­ur búið hjá ís­lensk­um fóst­ur­for­eldr­um sín­um síðan, en þau hafa lengi bar­ist fyr­ir því að hann fái að dvelja á Íslandi.

Svavar og Sonja fósturforeldrar Oscars hafa gagnrýnt aðgerðarleysi stjórnvalda.
Svavar og Sonja fóst­ur­for­eldr­ar Oscars hafa gagn­rýnt aðgerðarleysi stjórn­valda. Ljós­mynd/​Aðsend

Óvíst hvort mál Oscars verði tekið fyr­ir hjá nefnd­inni

Aðspurður seg­ir Víðir að mál ein­stak­linga séu ekki rædd á fundi nefnd­ar­inn­ar og ekki séu mál barna tek­in fyr­ir í nefnd­inni núna til úr­vinnslu. „Ferlið er þannig varðandi rík­is­borg­ara­rétt sem Alþingi veit­ir að það er skipuð und­ir­nefnd sem tek­ur fyr­ir þær um­sókn­ir sem ber­ast. Henn­ar mark­mið er að hún skili fyr­ir þinglok og eru þessi mál oft tek­in fyr­ir á síðustu dög­um fyr­ir þinglok,“ seg­ir Víðir í sam­tali við blaðamann að lokn­um fundi.

Sam­kvæmt Víði fund­ar alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd nán­ast dag­lega um þess­ar mund­ir til að fara í gegn­um all­ar um­sókn­ir fyr­ir þinglok. Víðir seg­ir að þær séu gríðarlega marg­ar og því tek­ur ferlið tals­verðan tíma. Víðir seg­ir ólík­legt að það ná­ist að klára að vinna úr um­sókn­um á þriðju­dag­inn.

Má sjá gluf­ur í kerf­inu

Víðir seg­ir að gluf­ur finn­ist í öll­um kerf­um. „Það er gríðarlega mik­il­vægt að það kerfi og regl­ur sem við not­um séu skýr. Þegar kem­ur að veit­ingu Alþing­is á rík­is­borg­ara­rétti er hann fyrst og fremst hugsaður fyr­ir ein­stak­linga sem eiga ekki mögu­leika á að fara hina hefðbundnu leið í kerf­inu. [...] Það eru alls kon­ar ástæður sem geta verið á bak við það.“

„Það er mik­il­vægt að al­menn­ing­ur viti að þó að eitt mál hafi fengið mikla fjöl­miðlaum­fjöll­un og sé mikið í umræðunni geta verið fleiri sam­bæri­leg mál í kerf­inu sem fólk hef­ur ekki fengið aðgang að í fjöl­miðlum. Sum­ir vilja ekki fara með sín mál jafn op­in­ber­lega og sum­ir gera. Þar af leiðandi þarf nefnd­in að gæta jafn­ræðis í öll­um mál­um sem fjallað er um,“ seg­ir Víðir. 

mbl.is