Hvenær þarf að gera hvað fyrir brúðkaupið?

Brúðkaup | 31. maí 2025

Hvenær þarf að gera hvað fyrir brúðkaupið?

Það vita flestir sem eru í brúðkaupshugleiðingum að það er að mörgu að hyggja. Brúðkaupið er líklega einn stærsti viðburðurinn sem fólk heldur á lífsleiðinni. Bónorðið er frá, dagurinn ákveðinn og þá þarf að fara að negla hlutina niður. En hvenær þarf að gera hvað? Hér eru nokkur góð ráð til að hafa í huga við undirbúninginn svo að dagurinn verði eins og þið viljið.

Hvenær þarf að gera hvað fyrir brúðkaupið?

Brúðkaup | 31. maí 2025

Brúðkaupið verður að vera í anda brúðhjónanna.
Brúðkaupið verður að vera í anda brúðhjónanna. Unsplash/KB Rhamely

Það vita flest­ir sem eru í brúðkaups­hug­leiðing­um að það er að mörgu að hyggja. Brúðkaupið er lík­lega einn stærsti viðburður­inn sem fólk held­ur á lífs­leiðinni. Bón­orðið er frá, dag­ur­inn ákveðinn og þá þarf að fara að negla hlut­ina niður. En hvenær þarf að gera hvað? Hér eru nokk­ur góð ráð til að hafa í huga við und­ir­bún­ing­inn svo að dag­ur­inn verði eins og þið viljið.

Það vita flest­ir sem eru í brúðkaups­hug­leiðing­um að það er að mörgu að hyggja. Brúðkaupið er lík­lega einn stærsti viðburður­inn sem fólk held­ur á lífs­leiðinni. Bón­orðið er frá, dag­ur­inn ákveðinn og þá þarf að fara að negla hlut­ina niður. En hvenær þarf að gera hvað? Hér eru nokk­ur góð ráð til að hafa í huga við und­ir­bún­ing­inn svo að dag­ur­inn verði eins og þið viljið.

9-12 mánuðir í dag­inn

Stærstu ákv­arðan­irn­ar verða til á þessu tíma­bili og til að fá það sem maður vill verður að vera tím­an­lega á ferð.

Gerið fjár­hags­áætl­un

Hversu miklu ætlið þið að eyða í stóra dag­inn? Hafið alltaf aug­un á einni tölu sem þið eruð til­bú­in að leggja í brúðkaupið því kostnaður­inn er fljót­ur að safn­ast upp.

Bókið sal og kirkju eða stað þar sem at­höfn­in fer fram

Hvort sem at­höfn­in fer fram í kirkju eða á ann­an hátt er gott að vera tím­an­lega með þetta. Það er einnig mik­il­vægt að festa niður veislu­sal sem fyrst. Ef það er ekki eld­hús á staðnum eða mögu­leiki á að fá mat frá saln­um þarf að hugsa út í það líka. Hafið á hreinu hvað sal­ur­inn býður upp á ná­kvæm­lega og hverju þið þurfið að redda til að gera dag­inn ykk­ar full­kom­inn.

Bókið það helsta

Þetta eru aðilar sem full­komna dag­inn eins og ljós­mynd­ari, hljóm­sveit­ir og önn­ur skemmti­atriði, hár og förðun.

Búið til gestal­ista

Ef þetta reyn­ir á, bíðið þá eft­ir því þegar kem­ur að sæta­skip­an­inni.

6-8 mánuðir í dag­inn

Þetta er tím­inn til að setja púður í hvernig veislu þið viljið og hvaða þema. Fjár­hags­áætl­un­in ætti að vera aðeins skýr­ari núna þegar þið vitið hvað stærstu hlut­irn­ir eru að fara að kosta.

Veljið mat­reiðslu­mann, köku, blóma- og aðrar skreyt­ing­ar

Þess­ar ákv­arðanir eru oft tald­ar vera þær skemmti­leg­ustu.

Föt­in

Ef þetta ferli er ekki hafið þá er þetta tím­inn til að skella sér í mát­un. Brúðar­kjóll­inn tek­ur yf­ir­leitt lengri tíma en föt brúðgum­ans.

Takið dag­inn frá!

Látið gest­ina vita af brúðkaup­inu. Marg­ir senda út lítið boðskort með dag­setn­ing­unni en gefa svo ít­ar­legri upp­lýs­ing­ar síðar.

Það er hjartnæm stund þegar hringarnir eru valdir.
Það er hjart­næm stund þegar hring­arn­ir eru vald­ir.

3-6 mánuðir í dag­inn

Nú fer þetta að verða raun­veru­legra og tími til að taka loka­ákv­arðanir.

Mat­ar- og kökusmakk

Leggið loka­hönd á mat­seðil­inn, ákveðið hvaða vín þið viljið bjóða upp á og hannið kök­una.

Sendið út form­leg boðskort

Gefið gest­un­um ykk­ar betri upp­lýs­ing­ar um hvar at­höfn­in verður hald­in, hvar veisl­an verður hald­in og hvenær fólk á að mæta.

Skipulagið er mikilvægt til að dagurinn verði sem gleðilegastur.
Skipu­lagið er mik­il­vægt til að dag­ur­inn verði sem gleðileg­ast­ur. Unsplash/​Jeppe Møn­ster

2 mánuðir í dag­inn

Hugsið um heilsu og húð

Þetta á auðvitað alltaf við en nú þarf að setja fókus á góða heilsu, hollt mataræði og að hugsa vel um húðina.

Ræðið per­sónu­leg smá­atriði yfir dag­inn

Þetta eru hlut­ir eins og sér­stök lög sem hljóm­sveit­in á að spila, fyrsti dans­inn sem brúðhjón og að finna veislu­stjóra.

Mát­un, förðun og hár

Ef þið þurfið að fara í mát­un á föt­um þá er þetta góður tími. Einnig er sniðugt að fara í prufu­förðun og greiðslu svo ekk­ert komi á óvart yfir dag­inn.

Mánuður í dag­inn

Farið yfir dag­inn

Þetta þarf að gera með ykk­ar nán­ustu og þeim sem taka þátt í deg­in­um með ykk­ur svo all­ir viti hverju er von á.

Öll papp­írs­vinna klár

Passið af hafa fyllt út það helsta og að sá sem gef­ur ykk­ur sam­an sé með alla nauðsyn­lega papp­íra.

Passið upp á hring­ana

Það er verra ef þeir gleym­ast

Vik­an fyr­ir brúðkaupið

Í vik­unni fyr­ir brúðkaupið er skyn­sam­legt að hreinsa daga­talið. Ef mögu­leiki er þá er sniðugt að taka nokkra frí­daga frá vinnu. Það kem­ur alltaf eitt­hvað upp sem þarf að verja tíma í. Það þarf einnig að skipu­leggja hver það er sem hugs­ar til þess að all­ir ykk­ar hlut­ir, gjaf­ir og annað úr veisl­unni verði sótt og komið fyr­ir á ör­ugg­um stað.

Pakkið í tösk­ur fyr­ir brúðkaups­nótt­ina. Hugið að morg­un­gjöf.

Góða skemmt­un!

mbl.is