Breyta þarf fjárveitingum til Landspítalans

Spursmál | 2. júní 2025

Breyta þarf fjárveitingum til Landspítalans

Ganga þarf lengra í því að afkastatengja fjárveitingar til Landspítalans. Það kallar á djarfar ákvarðanir og meðal annars að fjölga starfsfólki sem heldur utan um þá vinnu og innleiða ný tölvukerfi.

Breyta þarf fjárveitingum til Landspítalans

Spursmál | 2. júní 2025

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 3:49
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 3:49
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
  • default, selected

Ganga þarf lengra í því að af­kasta­tengja fjár­veit­ing­ar til Land­spít­al­ans. Það kall­ar á djarf­ar ákv­arðanir og meðal ann­ars að fjölga starfs­fólki sem held­ur utan um þá vinnu og inn­leiða ný tölvu­kerfi.

Ganga þarf lengra í því að af­kasta­tengja fjár­veit­ing­ar til Land­spít­al­ans. Það kall­ar á djarf­ar ákv­arðanir og meðal ann­ars að fjölga starfs­fólki sem held­ur utan um þá vinnu og inn­leiða ný tölvu­kerfi.

Þetta seg­ir Guðmund­ur Fer­tram Sig­ur­jóns­son, for­stjóri og stofn­andi Kerec­is í nýj­asta þætti Spurs­mála. Hann hef­ur reynslu af sam­starfi við mörg heil­brigðis­kerfi í ólík­um lönd­um.

Kostnaðarmat á alla þjón­ust­una

Bend­ir hann á að ekki hafi verið stigið til fulls það skref að inn­leiða svo­kallaða DRG-fjár­mögn­un. Hún bygg­ir á því að svo­kallaðir DRG-kóðar eru notaðir til að kostnaðargreina öll lækn­is­verk og þjón­ustu sem veitt er á vett­vangi spít­al­ans.

„Það er erfitt að hafa svona póli­tískt áræði til að inn­leiða svona kerfi sem myndi fjölga tals­vert mikið skrif­stofu­fólki. En að sama skapi myndi þetta breyta stöðunni á gólf­inu á Land­spít­al­an­um. Þar sem þeir sem eru dug­leg­ir og þær deild­ir sem eru dug­leg­ar myndu fá meiri greiðslur en þar sem menn eru ekki með rétta upp­setn­ingu til af­kasta myndu þá fá minni greiðslur,“ seg­ir Guðmund­ur Fer­tram.

Er sár­aroðið í notk­un á Íslandi?

Þessi umræða spinnst í kring­um spurn­ing­una um það hvort sár­aroðið frá Kerec­is sé í notk­un á Land­spít­al­an­um. Guðmund­ur bend­ir á að sár­aroðið sé miklu dýr­ara en marg­ar aðrar sáraum­búðir, hins veg­ar sé það svo að roðið virki bet­ur og leiði fyrr til lækn­ing­ar en aðrar vör­ur sem notaðar eru við svipuðum áverk­um eða sár­um. Kerfið þurfi að geta tekið slíkt inn í heild­ar­reikn­ing­inn.

Viðtalið við Guðmund Fer­tram má sjá og heyra í heild sinni hér að neðan:

mbl.is