Útlendingastofnun hefur tekið þá ákvörðun um að fresta brottvísun Oscars Anders Florez Bocanegra úr landi vegna viðkvæmra aðstæðna sem hann er í. Gögn bárust Útlendingastofnun núna fyrir helgi sem staðfestu þær erfiðu aðstæður sem hann er í. Þau gögn höfðu áhrif á þessa niðurstöðu.
Útlendingastofnun hefur tekið þá ákvörðun um að fresta brottvísun Oscars Anders Florez Bocanegra úr landi vegna viðkvæmra aðstæðna sem hann er í. Gögn bárust Útlendingastofnun núna fyrir helgi sem staðfestu þær erfiðu aðstæður sem hann er í. Þau gögn höfðu áhrif á þessa niðurstöðu.
Útlendingastofnun hefur tekið þá ákvörðun um að fresta brottvísun Oscars Anders Florez Bocanegra úr landi vegna viðkvæmra aðstæðna sem hann er í. Gögn bárust Útlendingastofnun núna fyrir helgi sem staðfestu þær erfiðu aðstæður sem hann er í. Þau gögn höfðu áhrif á þessa niðurstöðu.
Þetta staðfestir Helga Vala Helgadóttir, lögmaður Oscars, í samtali við mbl.is. Brottvísun Oscars átti að fara fram í nótt og til stóð að flytja hann aftur til Kólumbíu.
Oscar var sendur úr landi í október í fyrra eftir að honum og föður hans var synjað um alþjóðlega vernd. Þeir komu saman til landsins árið 2022 eftir að glæpamenn í Kólumbíu hótuðu þeim lífláti. Vísir greindi fyrst frá niðurstöðunni að brottvísun Oscars væri frestað.
Faðir Oscars er sagður hafa beitt hann ofbeldi og afsalaði sér forræði yfir honum. Hann endaði á götunni í Bógotá í mánuð, þar til að Sonja Magnúsdóttir og Svavar Jóhannsson, fósturforeldrar Oscars, tóku hann að sér og komu honum aftur til Íslands. Oscar dvelur hjá Sonju og Svavari sem hafa barist fyrir því að hann fái að búa á Íslandi.
Víðir Reynisson, formaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, greindi frá því í samtali við mbl.is á dögunum að ólíklegt væri að nefndin myndi ná að ræða umsókn Oscars um íslenskan ríkisborgararétt áður en það ætti að vísa honum úr landi.
Uppfært kl. 16.32:
Útlendingastofnun hefur sent frá sér athugasemd þar sem stofnunin vill koma á framfæri leiðréttingu á atriði sem kom fram kom í máli Helgu Völu Helgadóttur, lögmanns Oscars. Útlendingastofnun segir ástæðuna fyrir frestuninni vera þá að formaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis hafi veitt stofnuninni upplýsingar um það að séu yfirgnæfandi líkur á því að gerð verði tillaga að frumvarpi um að Oscar fái íslenskan ríkisborgararétt með lögum.