Fresta brottvísun Oscars

Flóttafólk á Íslandi | 2. júní 2025

Fresta brottvísun Oscars vegna sérstakra aðstæðna hans

Útlendingastofnun hefur tekið þá ákvörðun um að fresta brottvísun Oscars Anders Florez Bocanegra úr landi vegna viðkvæmra aðstæðna sem hann er í. Gögn bárust Útlendingastofnun núna fyrir helgi sem staðfestu þær erfiðu aðstæður sem hann er í. Þau gögn höfðu áhrif á þessa niðurstöðu. 

Fresta brottvísun Oscars vegna sérstakra aðstæðna hans

Flóttafólk á Íslandi | 2. júní 2025

Brottvísun Oscar Andres Florez Bocanegra hefur verið frestað
Brottvísun Oscar Andres Florez Bocanegra hefur verið frestað Ljósmynd/Aðsend

Útlend­inga­stofn­un hef­ur tekið þá ákvörðun um að fresta brott­vís­un Oscars And­ers Flor­ez Boca­negra úr landi vegna viðkvæmra aðstæðna sem hann er í. Gögn bár­ust Útlend­inga­stofn­un núna fyr­ir helgi sem staðfestu þær erfiðu aðstæður sem hann er í. Þau gögn höfðu áhrif á þessa niður­stöðu. 

Útlend­inga­stofn­un hef­ur tekið þá ákvörðun um að fresta brott­vís­un Oscars And­ers Flor­ez Boca­negra úr landi vegna viðkvæmra aðstæðna sem hann er í. Gögn bár­ust Útlend­inga­stofn­un núna fyr­ir helgi sem staðfestu þær erfiðu aðstæður sem hann er í. Þau gögn höfðu áhrif á þessa niður­stöðu. 

Þetta staðfest­ir Helga Vala Helga­dótt­ir, lögmaður Oscars, í sam­tali við mbl.is. Brott­vís­un Oscars átti að fara fram í nótt og til stóð að flytja hann aft­ur til Kól­umb­íu. 

Oscar var send­ur úr landi í októ­ber í fyrra eft­ir að hon­um og föður hans var synjað um alþjóðlega vernd. Þeir komu sam­an til lands­ins árið 2022 eft­ir að glæpa­menn í Kól­umb­íu hótuðu þeim líf­láti. Vís­ir greindi fyrst frá niður­stöðunni að brott­vís­un Oscars væri frestað. 

Faðir Oscars er sagður hafa beitt hann of­beldi og af­salaði sér for­ræði yfir hon­um. Hann endaði á göt­unni í Bógotá í mánuð, þar til að Sonja Magnús­dótt­ir og Svavar Jó­hanns­son, fóst­ur­for­eldr­ar Oscars, tóku hann að sér og komu hon­um aft­ur til Íslands. Oscar dvel­ur hjá Sonju og Svavari sem hafa bar­ist fyr­ir því að hann fái að búa á Íslandi.

Víðir Reyn­is­son, formaður alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd­ar Alþing­is, greindi frá því í sam­tali við mbl.is á dög­un­um að ólík­legt væri að nefnd­in myndi ná að ræða um­sókn Oscars um ís­lensk­an rík­is­borg­ara­rétt áður en það ætti að vísa hon­um úr landi. 

Upp­fært kl. 16.32:

Útlend­inga­stofn­un hef­ur sent frá sér at­huga­semd þar sem stofn­un­in vill koma á fram­færi leiðrétt­ingu á atriði sem kom fram kom í máli Helgu Völu Helga­dótt­ur, lög­manns Oscars. Útlend­inga­stofn­un seg­ir ástæðuna fyr­ir frest­un­inni vera þá að formaður alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd­ar Alþing­is hafi veitt stofn­un­inni upp­lýs­ing­ar um það að séu yf­ir­gnæf­andi lík­ur á því að gerð verði til­laga að frum­varpi um að Oscar fái ís­lensk­an rík­is­borg­ara­rétt með lög­um. 

mbl.is