Sömdu ekki um frið en náðu saman um fangaskipti

Úkraína | 2. júní 2025

Sömdu ekki um frið en náðu saman um fangaskipti

Samninganefndir Úkraínu og Rússlands náðu saman um fangaskipti á fundi í Istanbúl í Tyrklandi í dag. Nefndir ríkjanna tveggja náðu ekki saman um að binda enda á innrásarstríð Rússa í Úkraínu.

Sömdu ekki um frið en náðu saman um fangaskipti

Úkraína | 2. júní 2025

Samninganefnd Rússlands er til vinstri og nefnd Úkraínu til hægri …
Samninganefnd Rússlands er til vinstri og nefnd Úkraínu til hægri á myndinni. Í miðjunni er tyrkneska sendinefndin AFP/Adem Altan

Samn­inga­nefnd­ir Úkraínu og Rúss­lands náðu sam­an um fanga­skipti á fundi í Ist­an­búl í Tyrklandi í dag. Nefnd­ir ríkj­anna tveggja náðu ekki sam­an um að binda enda á inn­rás­ar­stríð Rússa í Úkraínu.

Samn­inga­nefnd­ir Úkraínu og Rúss­lands náðu sam­an um fanga­skipti á fundi í Ist­an­búl í Tyrklandi í dag. Nefnd­ir ríkj­anna tveggja náðu ekki sam­an um að binda enda á inn­rás­ar­stríð Rússa í Úkraínu.

Ólík­legt þótti fyr­ir fund­inn að sendi­nefnd­irn­ar myndu ná að semja um frið í Úkraínu. 

Þetta er í annað sinn sem sendi­nefnd­ir land­anna koma sam­an til viðræðna í Ist­an­búl á nokkr­um vik­um. 

Menn í samn­inga­nefnd Úkraínu segja Rússa hafa ekki viljað ganga að samn­ingi um skil­yrðis­laust vopna­hlé, sem er eitt­hvað sem stjórn­völd í Kænug­arði, Banda­ríkj­un­um og Evr­ópu hafa haldið til streitu í samn­ingaviðræðum við Rússa.

Skipt­ast á veik­um, særðum og ung­um her­mönn­um

Samn­inga­nefnd Rússa seg­ist hafa lagt til tveggja til þriggja daga hlé á ákveðnum svæðum ná­lægt víg­lín­unni, en vildu þó ekki gefa mikið upp um hvað felst ná­kvæm­lega í til­lögu þeirra.

Hvað fanga­skipt­in varðar samþykktu samn­inga­nefnd­irn­ar að senda alla veika og særða her­menn til síns heima. Þá var einnig samþykkt að skipt­ast á öll­um föng­um sem eru und­ir 25 ára aldri.

mbl.is