Samninganefndir Úkraínu og Rússlands náðu saman um fangaskipti á fundi í Istanbúl í Tyrklandi í dag. Nefndir ríkjanna tveggja náðu ekki saman um að binda enda á innrásarstríð Rússa í Úkraínu.
Samninganefndir Úkraínu og Rússlands náðu saman um fangaskipti á fundi í Istanbúl í Tyrklandi í dag. Nefndir ríkjanna tveggja náðu ekki saman um að binda enda á innrásarstríð Rússa í Úkraínu.
Samninganefndir Úkraínu og Rússlands náðu saman um fangaskipti á fundi í Istanbúl í Tyrklandi í dag. Nefndir ríkjanna tveggja náðu ekki saman um að binda enda á innrásarstríð Rússa í Úkraínu.
Ólíklegt þótti fyrir fundinn að sendinefndirnar myndu ná að semja um frið í Úkraínu.
Þetta er í annað sinn sem sendinefndir landanna koma saman til viðræðna í Istanbúl á nokkrum vikum.
Menn í samninganefnd Úkraínu segja Rússa hafa ekki viljað ganga að samningi um skilyrðislaust vopnahlé, sem er eitthvað sem stjórnvöld í Kænugarði, Bandaríkjunum og Evrópu hafa haldið til streitu í samningaviðræðum við Rússa.
Samninganefnd Rússa segist hafa lagt til tveggja til þriggja daga hlé á ákveðnum svæðum nálægt víglínunni, en vildu þó ekki gefa mikið upp um hvað felst nákvæmlega í tillögu þeirra.
Hvað fangaskiptin varðar samþykktu samninganefndirnar að senda alla veika og særða hermenn til síns heima. Þá var einnig samþykkt að skiptast á öllum föngum sem eru undir 25 ára aldri.