Grímur: Þolinmæðin virðist hafa minnkað

Flóttafólk á Íslandi | 3. júní 2025

Grímur: Þolinmæðin virðist hafa minnkað

Grímur Grímsson, þingmaður Viðreisnar, vakti máls á málefnum fólks af erlendum uppruna á Alþingi í dag en hann sagði að þolinmæði í garð þeirra sem hingað kæmu virtist hafa minnkað. Grímur benti á að langflestir þeirra sem kæmu til Íslands yrðu nýtir samfélagsþegnar.

Grímur: Þolinmæðin virðist hafa minnkað

Flóttafólk á Íslandi | 3. júní 2025

Grímur Grímsson, þingmaður Viðreisnar.
Grímur Grímsson, þingmaður Viðreisnar. mbl.is/Karítas

Grím­ur Gríms­son, þingmaður Viðreisn­ar, vakti máls á mál­efn­um fólks af er­lend­um upp­runa á Alþingi í dag en hann sagði að þol­in­mæði í garð þeirra sem hingað kæmu virt­ist hafa minnkað. Grím­ur benti á að lang­flest­ir þeirra sem kæmu til Íslands yrðu nýt­ir sam­fé­lagsþegn­ar.

Grím­ur Gríms­son, þingmaður Viðreisn­ar, vakti máls á mál­efn­um fólks af er­lend­um upp­runa á Alþingi í dag en hann sagði að þol­in­mæði í garð þeirra sem hingað kæmu virt­ist hafa minnkað. Grím­ur benti á að lang­flest­ir þeirra sem kæmu til Íslands yrðu nýt­ir sam­fé­lagsþegn­ar.

Þetta kom fram und­ir liðnum störf þings­ins í dag. Grím­ur gerði m.a. mót­mæli sem fóru fram á Aust­ur­velli um liðna helgi að um­tals­efni, en þá kom sam­an hóp­ur­inn „Ísland þvert á flokka“ þar sem opn­um landa­mær­um var mót­mælt.

Am­ast að fólki með mis­jafn­an bak­grunn

„Í kjöl­far at­b­urða um síðastliðna helgi hlýt­ur sú spurn­ing að vakna, ger­ir það alla vega hjá mér, hvað það er við fólk af er­lend­um upp­runa sem veld­ur því að fólk safn­ast sam­an og mót­mæl­ir veru þess á Íslandi og raun­ar víðar. Útlend­ing­ar eru fólk sem hef­ur sest hér að eft­ir að hafa fundið hér ást­ina, börn sem hafa verið ætt­leidd frá út­lönd­um, fólk sem hingað hef­ur komið vegna þess að hér vantaði vinnu­afl, fólk sem langaði að búa á Íslandi vegna þess að Ísland er fal­legt land og hér er ör­uggt um­hverfi og fólk sem hingað leit­ar eft­ir vernd, svo nokk­ur dæmi séu nefnd,“ sagði Grím­ur.

„Er am­ast við fólki með þenn­an mis­jafna bak­grunn aðeins vegna þess að það lít­ur út á ein­hvern hátt öðru­vísi út en fólk sem borið er hér og barn­fætt? Lang­flest þeirra sem til Íslands koma verða nýt­ir sam­fé­lagsþegn­ar, ala önn fyr­ir fjöl­skyldu og leggja til hinna sam­eig­in­legu sjóða eins og til er ætl­ast,“ bætti hann við.

Hæl­is­leit­end­ur viðkvæm­asti hóp­ur­inn

Hann tók fram að hæl­is­leit­end­ur væru viðkvæm­asti hóp­ur­inn og mót­taka þeirra þyrfti að byggj­ast á mannúð, virðingu og rétt­læti. Hann tók fram að mót­taka hæl­is­leit­enda væri flókið úr­lausn­ar­efni og það væri ekki þannig að all­ir sem sæktu um hæli hér á landi fengju það.

„Það er hluti af mannúðlegri mót­töku að um­sækj­end­ur fái sem allra fyrst úr­lausn sinna mála og sé ekki haldið í óvissu um langt skeið. Fái hæl­is­leit­andi hér vernd eru hon­um tryggð viðeig­andi úrræði svo að inn­gild­ing hans í ís­lenskt sam­fé­lag geti haf­ist. Öll sem hingað koma, ekki bara hæl­is­leit­end­ur, þarf að inn­gilda í ís­lenskt sam­fé­lag. Inn­gild­ing fel­ur það í sér að ein­stak­ling­ur aðlag­ast sam­fé­lagi sem tek­ur til­lit til hans bak­grunns og sér­stöðu. Þol­in­mæði í garð þeirra sem hingað koma virðist hafa minnkað. Ein­föld skila­boð um af­brot leigu­bíl­stjóra og stjórn­laus landa­mæri geta orðið til þess að fólk set­ur samasem­merki á milli þess sem aflaga fer og út­lend­inga,“ sagði þingmaður­inn.

Mega ekki klára tank­inn og ör­magn­ast

„Lát­um það ekki ger­ast að fólk sem tal­ar fyr­ir því að við um­göng­umst hvert annað með virðingu klári tank­inn og ör­magn­ist. Við sem hér á hinu háa Alþingi sitj­um þurf­um að finna hinn sam­eig­in­lega meðal­veg sem við vilj­um feta í þess­um efn­um,“ sagði Grím­ur að lok­um.

mbl.is