„Þetta er, að ég tel, ákveðið met“

Alþingi | 3. júní 2025

„Þetta er, að ég tel, ákveðið met“

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra telur ekki ólíklegt að þinglok fari fram yfir áætlaðan tíma. Margt geti þó gerst á síðustu dögunum. Telur hún núverandi ríkisstjórn þó hafa slegið ákveðið met þar sem 90% af hennar málum hafi komið á tilsettum tíma.

„Þetta er, að ég tel, ákveðið met“

Alþingi | 3. júní 2025

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra.
Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra. mbl.is/Eyþór

Kristrún Frosta­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra tel­ur ekki ólík­legt að þinglok fari fram yfir áætlaðan tíma. Margt geti þó gerst á síðustu dög­un­um. Tel­ur hún nú­ver­andi rík­is­stjórn þó hafa slegið ákveðið met þar sem 90% af henn­ar mál­um hafi komið á til­sett­um tíma.

Kristrún Frosta­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra tel­ur ekki ólík­legt að þinglok fari fram yfir áætlaðan tíma. Margt geti þó gerst á síðustu dög­un­um. Tel­ur hún nú­ver­andi rík­is­stjórn þó hafa slegið ákveðið met þar sem 90% af henn­ar mál­um hafi komið á til­sett­um tíma.

Þing­menn stjórn­ar­and­stöðunn­ar gagn­rýndu í gær rík­is­stjórn­ina í umræðu um fund­ar­stjórn for­seta fyr­ir að leggja fyr­ir þing stór mál þegar stutt­ur tími er til þingloka. Sam­kvæmt starfs­áætl­un þings­ins eiga þinglok að vera 10. júní.

Var m.a. kallað eft­ir því að rík­is­stjórn­in myndi for­gangsraða mál­um sín­um bet­ur þar sem um væri að ræða stór og erfið mál.

Í sam­tali við mbl.is að lokn­um rík­is­stjórn­ar­fundi í dag seg­ir Kristrún það vera mis­jafn­ar ástæður fyr­ir því að mál rík­is­stjórn­ar­inn­ar séu að koma seint inn á þing.

Stærra og ít­ar­legra plan í haust

„Strand­veiðimálið gat eðli máls­ins sam­kvæmt ekki komið inn mikið fyrr en þetta vegna þess að það þurfti að vera svig­rúm til þess að átta sig á hver staðan er þegar sum­arið færi af stað og leyf­in væru kom­in og það var út­lit fyr­ir að það þyrfti að skapa svig­rúm til þess að leyfa þessa 48 daga. Þannig að þetta á sér skýr­ing­ar, vissu­lega,“ seg­ir Kristrún en tek­ur jafn­framt fram að um bráðabirgðaúr­ræði sé að ræða. Stærra, ít­ar­legra, lang­tímapl­an komi frá rík­is­stjórn­inni í haust.

Ætti að fá þver­póli­tísk­an stuðning

„Það er annað mál þarna inni eins og víxl­verk­un inni í al­manna­trygg­inga­kerf­inu sem snýr að ör­orku­bóta­kerf­inu. Þetta er mál sem er bein­tengt máli sem síðasta rík­is­stjórn samþykkti á síðasta kjör­tíma­bili og raun­ar nær all­ir flokk­ar á þingi í fyrra um að hækka greiðslur til þeirra sem þiggja ör­orku­greiðslur eða fá ör­orku­greiðslur um 18 millj­arða króna. Ef þetta verður ekki gert þá munu um 4-5 millj­arðar fara beint í skerðingu til líf­eyr­is­sjóða,“ seg­ir Kristrún.

Nefn­ir hún að málið hafi lengi verið til umræðu í fjár­málaráðuneyt­inu, fyr­ir tíð nú­ver­andi rík­is­stjórn­ar, og að tek­ist hafi verið að semja um það fyr­ir nokkr­um dög­um síðan. Þá sé um mikið hags­muna­mál að ræða sem ætti að hafa þver­póli­tísk­an stuðning á bak við sig. 

Get­ur margt gerst á síðustu dög­un­um

„Þannig að það er alltaf þannig að það koma á loka­metr­un­um inn ein­hver mál sem eiga sér skýr­ingu á af hverju þau eru að koma svona seint inn, en sann­ar­lega er þörf á.

Ég vek at­hygli á því hins veg­ar að 90% af mál­um rík­is­stjórn­ar­inn­ar koma inn á til­sett­um tíma. Þetta er, að ég tel, ákveðið met.“

Aðspurð seg­ir hún það vera erfitt að segja til um á þess­um tíma­punkti hvort þinglok verði á áætluðum tíma.

„Mér finnst ekk­ert ólík­legt að við för­um ein­hverja daga fram yfir en það get­ur auðvitað mjög margt gerst á síðustu dög­un­um.“

mbl.is