Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra telur ekki ólíklegt að þinglok fari fram yfir áætlaðan tíma. Margt geti þó gerst á síðustu dögunum. Telur hún núverandi ríkisstjórn þó hafa slegið ákveðið met þar sem 90% af hennar málum hafi komið á tilsettum tíma.
Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra telur ekki ólíklegt að þinglok fari fram yfir áætlaðan tíma. Margt geti þó gerst á síðustu dögunum. Telur hún núverandi ríkisstjórn þó hafa slegið ákveðið met þar sem 90% af hennar málum hafi komið á tilsettum tíma.
Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra telur ekki ólíklegt að þinglok fari fram yfir áætlaðan tíma. Margt geti þó gerst á síðustu dögunum. Telur hún núverandi ríkisstjórn þó hafa slegið ákveðið met þar sem 90% af hennar málum hafi komið á tilsettum tíma.
Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu í gær ríkisstjórnina í umræðu um fundarstjórn forseta fyrir að leggja fyrir þing stór mál þegar stuttur tími er til þingloka. Samkvæmt starfsáætlun þingsins eiga þinglok að vera 10. júní.
Var m.a. kallað eftir því að ríkisstjórnin myndi forgangsraða málum sínum betur þar sem um væri að ræða stór og erfið mál.
Í samtali við mbl.is að loknum ríkisstjórnarfundi í dag segir Kristrún það vera misjafnar ástæður fyrir því að mál ríkisstjórnarinnar séu að koma seint inn á þing.
„Strandveiðimálið gat eðli málsins samkvæmt ekki komið inn mikið fyrr en þetta vegna þess að það þurfti að vera svigrúm til þess að átta sig á hver staðan er þegar sumarið færi af stað og leyfin væru komin og það var útlit fyrir að það þyrfti að skapa svigrúm til þess að leyfa þessa 48 daga. Þannig að þetta á sér skýringar, vissulega,“ segir Kristrún en tekur jafnframt fram að um bráðabirgðaúrræði sé að ræða. Stærra, ítarlegra, langtímaplan komi frá ríkisstjórninni í haust.
„Það er annað mál þarna inni eins og víxlverkun inni í almannatryggingakerfinu sem snýr að örorkubótakerfinu. Þetta er mál sem er beintengt máli sem síðasta ríkisstjórn samþykkti á síðasta kjörtímabili og raunar nær allir flokkar á þingi í fyrra um að hækka greiðslur til þeirra sem þiggja örorkugreiðslur eða fá örorkugreiðslur um 18 milljarða króna. Ef þetta verður ekki gert þá munu um 4-5 milljarðar fara beint í skerðingu til lífeyrissjóða,“ segir Kristrún.
Nefnir hún að málið hafi lengi verið til umræðu í fjármálaráðuneytinu, fyrir tíð núverandi ríkisstjórnar, og að tekist hafi verið að semja um það fyrir nokkrum dögum síðan. Þá sé um mikið hagsmunamál að ræða sem ætti að hafa þverpólitískan stuðning á bak við sig.
„Þannig að það er alltaf þannig að það koma á lokametrunum inn einhver mál sem eiga sér skýringu á af hverju þau eru að koma svona seint inn, en sannarlega er þörf á.
Ég vek athygli á því hins vegar að 90% af málum ríkisstjórnarinnar koma inn á tilsettum tíma. Þetta er, að ég tel, ákveðið met.“
Aðspurð segir hún það vera erfitt að segja til um á þessum tímapunkti hvort þinglok verði á áætluðum tíma.
„Mér finnst ekkert ólíklegt að við förum einhverja daga fram yfir en það getur auðvitað mjög margt gerst á síðustu dögunum.“