Forstjóri Útlendingastofnunar vildi að Víðir Reynisson, formaður allsherjar- og menntamálanefndar, myndi fullvissa sig um að Oscars Boconegra fengi ríkisborgararétt ef stöðva ætti brottflutning. Annars væri ekki gætt jafnræðis gagnvart 18 öðrum einstaklingum sem einnig sóttu um ríkisborgararétt en átti að vísa úr landi.
Forstjóri Útlendingastofnunar vildi að Víðir Reynisson, formaður allsherjar- og menntamálanefndar, myndi fullvissa sig um að Oscars Boconegra fengi ríkisborgararétt ef stöðva ætti brottflutning. Annars væri ekki gætt jafnræðis gagnvart 18 öðrum einstaklingum sem einnig sóttu um ríkisborgararétt en átti að vísa úr landi.
Forstjóri Útlendingastofnunar vildi að Víðir Reynisson, formaður allsherjar- og menntamálanefndar, myndi fullvissa sig um að Oscars Boconegra fengi ríkisborgararétt ef stöðva ætti brottflutning. Annars væri ekki gætt jafnræðis gagnvart 18 öðrum einstaklingum sem einnig sóttu um ríkisborgararétt en átti að vísa úr landi.
Þetta kemur fram í samskiptum Víðis Reynissonar, formanns allsherjar- og menntamálanefndar, við Kristínu Völundardóttur forstjóra Útlendingastofnunar og Sigríði Björk Guðjónsdóttur ríkislögreglustjóra, sem Ríkisútvarpið fékk afhent og fjallar um.
Víðir Reynisson, formaður allsherjar- og menntamálanefndar, greip inn í mál Oscars Boconegra sem vísa átti úr landi með því að hafa samband við Útlendingastofnun og fullyrða við stofnunina að yfirgnæfandi líkur væru á því að Oscar myndi fá íslenskan ríkisborgararétt veittan frá Alþingi. Útlendingastofnun hætti því við brottvísunina.
Vísa átti drengnum út úr landi í dag en hætt var við brottvísunina í gær. Sigríður Björk áframsendi síðasta föstudag, í samráði við Víði, tölvupóst frá honum til Kristínar Völundardóttur, forstjóra Útlendingastofnunar.
Í póstinum upplýsir Víðir ríkislögreglustjóra um að Oscar hafi sótt um íslenskan ríkisborgararétt og að málið sé til meðferðar hjá undirnefnd allsherjar- og menntamálanefndar.
Fram kemur að málið verði tekið til skoðunar eins og aðrar umsóknir — sem eru rúmlega 250 talsins — og að ekki sé von á niðurstöðu fyrr en undir lok þingsins.
Kristín svarar tölvupóstinum síðdegis sama dag og segir að Útlendingastofnun hafi farið yfir umsóknir um ríkisborgararétt sem bárust Alþingi. Umsækjendur séu 337 talsins og þar af séu nítján á svokölluðum framkvæmdalista ríkislögreglustjóra, sem ætlað sé að flytjast úr landi.
Ef drengurinn yrði ekki fluttur úr landi, þyrfti Útlendingastofnun að gæta jafnræðis og fresta framkvæmd í öllum hinum átján málunum. Það myndi í raun skapa nýja leið fyrir einstaklinga til að dvelja áfram hér á landi með því að sækja um ríkisborgararétt og þannig sniðganga gildandi brottvísun.
Slík ákvörðun væri því fordæmisgefandi og óvarlegt að fresta framkvæmd í einu máli byggt á upplýsingum sem í sjálfu sér gefa ekki skýra mynd af stöðu umsóknarinnar.
Hins vegar, ef Útlendingastofnun bærist skýr staðfesting um að Alþingi hygðist veita drengnum ríkisborgararétt, mætti endurmeta aðstæður.
Víðir svarar innan klukkustundar og segir að undirnefnd allsherjar- og menntamálanefndar sé að vinna úr umsóknum. Hann greinir frá því að líkur séu miklar á að drengurinn fái ríkisborgararétt, þó endanleg ákvörðun hafi ekki verið tekin og að frumvörp taki sinn tíma hjá þinginu.
Kristín hjá Útlendingastofnun staðfestir móttökuna en krafðist staðfestingar á því að þetta ætti ekki við um hina 18 umsækjendurna og enn stæði til að flytja þá úr landi. Því væri aðeins um að ræða að Oscar. Tíu mínútum seinna svaraði Víðir:
„Það er rétt skilið.“