Þurfti staðfestingu frá Víði

Flóttafólk á Íslandi | 3. júní 2025

Þurfti staðfestingu frá Víði

Forstjóri Útlendingastofnunar vildi að Víðir Reynisson, formaður allsherjar- og menntamálanefndar, myndi fullvissa sig um að Oscars Boconegra fengi ríkisborgararétt ef stöðva ætti brottflutning. Annars væri ekki gætt jafnræðis gagnvart 18 öðrum einstaklingum sem einnig sóttu um ríkisborgararétt en átti að vísa úr landi.

Þurfti staðfestingu frá Víði

Flóttafólk á Íslandi | 3. júní 2025

Víðir Reynisson er þingmaður Samfylkingarinnar.
Víðir Reynisson er þingmaður Samfylkingarinnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

For­stjóri Útlend­inga­stofn­un­ar vildi að Víðir Reyn­is­son, formaður alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd­ar, myndi full­vissa sig um að Oscars Boco­negra fengi rík­is­borg­ara­rétt ef stöðva ætti brott­flutn­ing. Ann­ars væri ekki gætt jafn­ræðis gagn­vart 18 öðrum ein­stak­ling­um sem einnig sóttu um rík­is­borg­ara­rétt en átti að vísa úr landi.

For­stjóri Útlend­inga­stofn­un­ar vildi að Víðir Reyn­is­son, formaður alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd­ar, myndi full­vissa sig um að Oscars Boco­negra fengi rík­is­borg­ara­rétt ef stöðva ætti brott­flutn­ing. Ann­ars væri ekki gætt jafn­ræðis gagn­vart 18 öðrum ein­stak­ling­um sem einnig sóttu um rík­is­borg­ara­rétt en átti að vísa úr landi.

Þetta kem­ur fram í sam­skipt­um Víðis Reyn­is­son­ar, for­manns alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd­ar, við Krist­ínu Völ­und­ar­dótt­ur for­stjóra Útlend­inga­stofn­un­ar og Sig­ríði Björk Guðjóns­dótt­ur rík­is­lög­reglu­stjóra, sem Rík­is­út­varpið fékk af­hent og fjall­ar um.

Víðir Reyn­is­son, formaður alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd­ar, greip inn í mál Oscars Boco­negra sem vísa átti úr landi með því að hafa sam­band við Útlend­inga­stofn­un og full­yrða við stofn­un­ina að yf­ir­gnæf­andi lík­ur væru á því að Oscar myndi fá ís­lensk­an rík­is­borg­ara­rétt veitt­an frá Alþingi. Útlend­inga­stofn­un hætti því við brott­vís­un­ina.

Vísa átti drengn­um út úr landi í dag en hætt var við brott­vís­un­ina í gær. Sig­ríður Björk áfram­sendi síðasta föstu­dag, í sam­ráði við Víði, tölvu­póst frá hon­um til Krist­ín­ar Völ­und­ar­dótt­ur, for­stjóra Útlend­inga­stofn­un­ar.

Í póst­in­um upp­lýs­ir Víðir rík­is­lög­reglu­stjóra um að Oscar hafi sótt um ís­lensk­an rík­is­borg­ara­rétt og að málið sé til meðferðar hjá und­ir­nefnd alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd­ar.

Gæta þyrfti jafn­ræðis

Fram kem­ur að málið verði tekið til skoðunar eins og aðrar um­sókn­ir — sem eru rúm­lega 250 tals­ins — og að ekki sé von á niður­stöðu fyrr en und­ir lok þings­ins.

Krist­ín svar­ar tölvu­póst­in­um síðdeg­is sama dag og seg­ir að Útlend­inga­stofn­un hafi farið yfir um­sókn­ir um rík­is­borg­ara­rétt sem bár­ust Alþingi. Um­sækj­end­ur séu 337 tals­ins og þar af séu nítj­án á svo­kölluðum fram­kvæmdal­ista rík­is­lög­reglu­stjóra, sem ætlað sé að flytj­ast úr landi.

Ef dreng­ur­inn yrði ekki flutt­ur úr landi, þyrfti Útlend­inga­stofn­un að gæta jafn­ræðis og fresta fram­kvæmd í öll­um hinum átján mál­un­um. Það myndi í raun skapa nýja leið fyr­ir ein­stak­linga til að dvelja áfram hér á landi með því að sækja um rík­is­borg­ara­rétt og þannig sniðganga gild­andi brott­vís­un.

Aðgerðin for­dæm­is­gef­andi

Slík ákvörðun væri því for­dæm­is­gef­andi og óvar­legt að fresta fram­kvæmd í einu máli byggt á upp­lýs­ing­um sem í sjálfu sér gefa ekki skýra mynd af stöðu um­sókn­ar­inn­ar.

Hins veg­ar, ef Útlend­inga­stofn­un bær­ist skýr staðfest­ing um að Alþingi hygðist veita drengn­um rík­is­borg­ara­rétt, mætti end­ur­meta aðstæður.

Víðir svar­ar inn­an klukku­stund­ar og seg­ir að und­ir­nefnd alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd­ar sé að vinna úr um­sókn­um. Hann grein­ir frá því að lík­ur séu mikl­ar á að dreng­ur­inn fái rík­is­borg­ara­rétt, þó end­an­leg ákvörðun hafi ekki verið tek­in og að frum­vörp taki sinn tíma hjá þing­inu.

Krist­ín hjá Útlend­inga­stofn­un staðfest­ir mót­tök­una en krafðist staðfest­ing­ar á því að þetta ætti ekki við um hina 18 um­sækj­end­urna og enn stæði til að flytja þá úr landi. Því væri aðeins um að ræða að Oscar. Tíu mín­út­um seinna svaraði Víðir:

„Það er rétt skilið.“

mbl.is