„Ætlum við að lifa lífinu eins og hysterískar kerlingar“

Spursmál | 4. júní 2025

„Ætlum við að lifa lífinu eins og hysterískar kerlingar“

Margrét Ágústa Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Bændasamtakanna gefur lítið fyrir varnaðarorð Ólafs Stephensen, framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda, þegar kemur að löggjöf sem sett var um afurðastöðvar í landbúnaði.

„Ætlum við að lifa lífinu eins og hysterískar kerlingar“

Spursmál | 4. júní 2025

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Mar­grét Ágústa Sig­urðardótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Bænda­sam­tak­anna gef­ur lítið fyr­ir varnaðarorð Ólafs Stephen­sen, fram­kvæmda­stjóra Fé­lags at­vinnu­rek­enda, þegar kem­ur að lög­gjöf sem sett var um afurðastöðvar í land­búnaði.

    Mar­grét Ágústa Sig­urðardótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Bænda­sam­tak­anna gef­ur lítið fyr­ir varnaðarorð Ólafs Stephen­sen, fram­kvæmda­stjóra Fé­lags at­vinnu­rek­enda, þegar kem­ur að lög­gjöf sem sett var um afurðastöðvar í land­búnaði.

    Hef­ur Ólaf­ur bent á að af­teng­ing sam­keppn­islaga gagn­vart afurðastöðvum í kjötiðnaði gæti jafn­vel náð yfir starf­semi sem teng­ist inn­fluttu kjöti. Lög­gjöf­in sem slík miðar þó helst að því að gera afurðastöðvum kleift að auka með sér sam­starf eða sam­ein­ast.

    Lengi hef­ur legið fyr­ir að mik­ill­ar hagræðing­ar væri þörf á þessu sviði, jafnt til að bæta stöðu neyt­enda og bænda.

    Ótt­inn á ekki við rök að styðjast

    Mar­grét Ágústa seg­ir ljóst af lög­skýr­ing­ar­gögn­um sem fylgdi lög­gjöf­inni sem keyrð var í gegn í fyrra, að sá ótti sem Ólaf­ur lýs­ir í viðtal­inu eigi ekki við nein rök að styðjast.

    Hvað ef þetta eða hvað ef hitt

    „Ætlum við að lifa líf­inu þannig að við séum eins og ein­hverj­ar hysterísk­ar kerl­ing­ar, ha, til þess að halda því hvað ef þetta ger­ist eða hitt ger­ist. Þarna er staðan svona. Lög­in eru gild og hafa verið í gildi. Sá samruni sem farið hef­ur verið í mun gilda og hon­um er ekki einu sinni lokið.“

    Er Mar­grét Ágústa allt annað en sátt við þau áform nú­ver­andi stjórn­valda að nema úr gildi þær laga­breyt­ing­ar sem ráðist var í á liðnu ári. Bend­ir hún á að þau áform teng­ist niður­stöðu héraðsdóms þess efn­is að laga­breyt­ing­arn­ar stæðust ekki stjórn­ar­skrá. Hæstirétt­ur Íslands hef­ur hins veg­ar í millitíðinni slegið á putta héraðsdóms og staðfest að lög­in standi óhögguð frá hendi lög­gjaf­ans.

    Héraðsdóm­ur hafði kom­ist að þeirri niður­stöðu að svo mikl­ar breyt­ing­ar hefðu orðið á frum­varp­inu milli umræðna í þing­inu að ekki sé hægt að tala um sama frum­varp sem lagt var fram og það sem samþykkt var. hæstirétt­ur hef­ur eins og áður sagði staðfest að Alþingi hafi farið að ákvæðum stjórn­ar­skrár í sinni vinnu.

    Lög­gjaf­inn með lög­gjaf­ar­valdið

    Mar­grét Ágústa seg­ir dóm hæsta­rétt­ar mik­il­væg­an, bæði vegna þess að það staðfesti að lög­gjaf­inn fari í raun með lög­gjaf­ar­valdið en ekki ráðuneyt­in sem dæli frum­vörp­um þangað inn, en einnig vegna þess að ef um­rædd lög hefðu verið tal­in ganga í ber­högg við stjórn­ar­skrá vegna fyrr­nefndra breyt­inga, þá væri margskon­ar önn­ur lög­gjöf frá Alþingi um leið í upp­námi.

    Viðtalið við þau Mar­gréti Ágústu og Ólaf má sjá og heyra í heild sinni hér að neðan:



    Margrét Ágústa Sigurðardóttir og Ólafur Stephensen.
    Mar­grét Ágústa Sig­urðardótt­ir og Ólaf­ur Stephen­sen. mbl.is/​sam­sett mynd
    mbl.is