Göngum lengst Norðurlanda í uppsagnarvernd

Dagmál | 4. júní 2025

Göngum lengst Norðurlanda í uppsagnarvernd

Rík uppsagnarvernd opinberra starfsmanna byggir á 71 árs gömlum lögum sem eru ekki lengur í takt við tímann. Þetta er skoðun framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs Íslands, Björns Brynjúlfs Björnssonar.

Göngum lengst Norðurlanda í uppsagnarvernd

Dagmál | 4. júní 2025

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Rík upp­sagn­ar­vernd op­in­berra starfs­manna bygg­ir á 71 árs göml­um lög­um sem eru ekki leng­ur í takt við tím­ann. Þetta er skoðun fram­kvæmda­stjóra Viðskiptaráðs Íslands, Björns Brynj­úlfs Björns­son­ar.

    Rík upp­sagn­ar­vernd op­in­berra starfs­manna bygg­ir á 71 árs göml­um lög­um sem eru ekki leng­ur í takt við tím­ann. Þetta er skoðun fram­kvæmda­stjóra Viðskiptaráðs Íslands, Björns Brynj­úlfs Björns­son­ar.

    Í Dag­mál­um í dag ræðir Björn þessa ríku upp­sagn­ar­vernd en Viðskiptaráð hef­ur tekið sam­an greina­gerð um þessa stöðu sem þeir kalla Svart­ir sauðir, glatað fé: upp­sagn­ar­vernd op­in­berra starfs­manna. Ráðið áætl­ar að kostnaður vegna þess að svart­ir sauðir hald­ast áfram í störf­um sín­um á kostnað skatt­greiðenda og sam­starfs­fólks, nemi á bil­inu 30 til 50 millj­örðum á ári.

    Með frétt­inni fylg­ir hluti af viðtal­inu við Björn Brynj­úlf, þar sem farið er yfir þessa stöðu frá mörg­um hliðum. Þannig skoðaði ráðið sam­an­b­urð við lög­gjöf annarra Norður­landa og Ísland geng­ur lengst þegar kem­ur að upp­sagn­ar­vernd.

    Þegar lög um op­in­bera starfs­menn voru sett árið 1954 var fyrst og fremst um að ræða emb­ætt­is­menn og aðra sem fóru með boðvald. Náðu lög­in þá til um 7 pró­senta vinnu­markaðar­ins. Nú er öld­in önn­ur og lög­in og þar með upp­sagn­ar­vernd­in taka til um þriðjungs vinnu­markaðar og hleyp­ur fjöldi þeirra sem vinna hjá ríki og sveit­ar­fé­lög­um á bil­inu 40 til 50 þúsund manns.

    Telja rétt að af­nema um­fram­vernd­ina

    Viðskiptaráð tel­ur rétt að af­nema þá um­fram­vernd sem op­in­ber­ir starfs­menn njóta hvað þetta áhrær­ir enda al­mennt viður­kennt meðal stjórn­enda hjá hinu op­in­bera að lög­in geri mikl­ar form­kröf­ur og seg­ir Björn Brynj­úlf­ur að yf­ir­gnæf­andi meiri­hluti stjórn­enda hjá hinu op­in­bera veigri sér við upp­sögn­um sam­kvæmt lög­un­um og beiti frem­ur öðrum aðferðum á borð við að fela van­hæf­um starfs­mönn­um ekki verk­efni, eða skýla sér bak við skipu­lags­breyt­ing­ar.

    Björn hef­ur trú á því að nú kunni að koma til þess að þess­um lög­um á eft­ir­launa­aldri verði loks breytt og vitn­ar til þess að hagræðing­ar­hóp­ur rík­is­stjórn­ar­inn­ar nefndi þau til sög­unn­ar í sinni vinnu.

    Hér er hlaupið á nokkr­um hlut­um úr viðtal­inu þar sem Björn ræðir þessa stöðu. Viðtalið í heild sinni geta áskrif­end­ur Morg­un­blaðsins nálg­ast í heild sinni með því að smella á hlekk­inn hér að neðan.

    mbl.is