Grafi undan sátt á vinnumarkaði

Alþingi | 4. júní 2025

Grafi undan sátt á vinnumarkaði

„Ég vek athygli á því að ríkisstjórn, sem hefur lýst því yfir að hún ætli að ráðast á verðbólguna – meira að segja með vaxtasleggju – getur varla staðið með því að æðstu embættismenn hækki í launum núna umfram það sem samið hefur verið um á almennum vinnumarkaði.“

Grafi undan sátt á vinnumarkaði

Alþingi | 4. júní 2025

Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Sjálfstæðisflokksins í ræðustól Alþingis. Hún tekur í …
Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Sjálfstæðisflokksins í ræðustól Alþingis. Hún tekur í sama streng og fleiri viðmælendur mbl.is í dag varðandi launahækkanir æðstu embættismanna ríkisins. mbl.is/Karítas Sveina Guðjónsdóttir

„Ég vek at­hygli á því að rík­is­stjórn, sem hef­ur lýst því yfir að hún ætli að ráðast á verðbólg­una – meira að segja með vaxta­sleggju – get­ur varla staðið með því að æðstu emb­ætt­is­menn hækki í laun­um núna um­fram það sem samið hef­ur verið um á al­menn­um vinnu­markaði.“

„Ég vek at­hygli á því að rík­is­stjórn, sem hef­ur lýst því yfir að hún ætli að ráðast á verðbólg­una – meira að segja með vaxta­sleggju – get­ur varla staðið með því að æðstu emb­ætt­is­menn hækki í laun­um núna um­fram það sem samið hef­ur verið um á al­menn­um vinnu­markaði.“

Þetta seg­ir Guðrún Haf­steins­dótt­ir formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins við mbl.is um vænt­an­lega launa­hækk­un æðstu emb­ætt­is­manna ís­lenska rík­is­ins sem nú stend­ur fyr­ir dyr­um um kom­andi mánaðamót og nem­ur 5,6 pró­sent­um.

Seg­ir hún hækk­an­ir ráðamanna til þess falln­ar að grafa und­an sátt á vinnu­markaði auk þess að setja vaxta­lækk­un­ar­ferli í upp­nám með því að hækka verðbólgu. „Síðasta rík­is­stjórn sýndi ábyrgð í verki hvað þetta varðaði og tók ekki þá fullu hækk­un sem lögð var til,“ held­ur formaður­inn áfram.

Hlýt­ur að skjóta skökku við

Guðrún tek­ur í sama streng og fleiri viðmæl­end­ur mbl.is um þetta til­tekna mál í dag og tel­ur laun æðstu ráðamanna eiga að fylgja kjara­samn­ings­bundn­um hækk­un­um.

„Að við tök­um 3,5 pró­senta launa­hækk­un eins og aðrir og tryggj­um þar með að kjara­samn­ing­ar haldi og við brjót­um víta­hring launa­hækk­ana, verðbólgu og vaxta­hækk­ana og styðjum þar við kjara­samn­inga sem gerðir voru af mik­illi ábyrgð á síðasta kjör­tíma­bili með þeirri viðleitni að ná hér niður verðbólgu og vöxt­um,“ seg­ir hún.

„Það hlýt­ur að skjóta skökku við ef æðstu emb­ætt­is­menn þjóðar­inn­ar ætla að fara að taka meiri launa­hækk­an­ir en aðrir,“ seg­ir Guðrún Haf­steins­dótt­ir formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins að lok­um.

mbl.is