„Ég vek athygli á því að ríkisstjórn, sem hefur lýst því yfir að hún ætli að ráðast á verðbólguna – meira að segja með vaxtasleggju – getur varla staðið með því að æðstu embættismenn hækki í launum núna umfram það sem samið hefur verið um á almennum vinnumarkaði.“
„Ég vek athygli á því að ríkisstjórn, sem hefur lýst því yfir að hún ætli að ráðast á verðbólguna – meira að segja með vaxtasleggju – getur varla staðið með því að æðstu embættismenn hækki í launum núna umfram það sem samið hefur verið um á almennum vinnumarkaði.“
„Ég vek athygli á því að ríkisstjórn, sem hefur lýst því yfir að hún ætli að ráðast á verðbólguna – meira að segja með vaxtasleggju – getur varla staðið með því að æðstu embættismenn hækki í launum núna umfram það sem samið hefur verið um á almennum vinnumarkaði.“
Þetta segir Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Sjálfstæðisflokksins við mbl.is um væntanlega launahækkun æðstu embættismanna íslenska ríkisins sem nú stendur fyrir dyrum um komandi mánaðamót og nemur 5,6 prósentum.
Segir hún hækkanir ráðamanna til þess fallnar að grafa undan sátt á vinnumarkaði auk þess að setja vaxtalækkunarferli í uppnám með því að hækka verðbólgu. „Síðasta ríkisstjórn sýndi ábyrgð í verki hvað þetta varðaði og tók ekki þá fullu hækkun sem lögð var til,“ heldur formaðurinn áfram.
Guðrún tekur í sama streng og fleiri viðmælendur mbl.is um þetta tiltekna mál í dag og telur laun æðstu ráðamanna eiga að fylgja kjarasamningsbundnum hækkunum.
„Að við tökum 3,5 prósenta launahækkun eins og aðrir og tryggjum þar með að kjarasamningar haldi og við brjótum vítahring launahækkana, verðbólgu og vaxtahækkana og styðjum þar við kjarasamninga sem gerðir voru af mikilli ábyrgð á síðasta kjörtímabili með þeirri viðleitni að ná hér niður verðbólgu og vöxtum,“ segir hún.
„Það hlýtur að skjóta skökku við ef æðstu embættismenn þjóðarinnar ætla að fara að taka meiri launahækkanir en aðrir,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Sjálfstæðisflokksins að lokum.