Breytingar hjá bæjarútgerðinni

Fólkið í sjávarútvegi | 5. júní 2025

Breytingar hjá bæjarútgerðinni

Á Drangsnesi hefur fiskvinnslan Drangur verið starfrækt sleitulaust í aldarfjórðung. Óskar Torfason hefur staðið í brúnni sem framkvæmdastjóri frá fyrsta degi en hefur þó starfað enn lengur í húsi fiskvinnslunnar, eða í 45 ár. Nú hefur Óskar þó stigið til hliðar og mun fylgjast með nýrri kynslóð taka við Drangi og bæjarútgerðinni Skúla. Þegar blaðamaður sló á þráðinn til Óskars voru tveir dagar liðnir frá starfslokum og nægur tími til að líta yfir farinn veg.

Breytingar hjá bæjarútgerðinni

Fólkið í sjávarútvegi | 5. júní 2025

Óskar Torfason ásamt nýjum framkvæmdastjóra, Mikael Steingrímssyni.
Óskar Torfason ásamt nýjum framkvæmdastjóra, Mikael Steingrímssyni. Ljósmynd/Aðsend

Á Drangs­nesi hef­ur fisk­vinnsl­an Drang­ur verið starf­rækt sleitu­laust í ald­ar­fjórðung. Óskar Torfa­son hef­ur staðið í brúnni sem fram­kvæmda­stjóri frá fyrsta degi en hef­ur þó starfað enn leng­ur í húsi fisk­vinnsl­unn­ar, eða í 45 ár. Nú hef­ur Óskar þó stigið til hliðar og mun fylgj­ast með nýrri kyn­slóð taka við Drangi og bæj­ar­út­gerðinni Skúla. Þegar blaðamaður sló á þráðinn til Óskars voru tveir dag­ar liðnir frá starfs­lok­um og næg­ur tími til að líta yfir far­inn veg.

Á Drangs­nesi hef­ur fisk­vinnsl­an Drang­ur verið starf­rækt sleitu­laust í ald­ar­fjórðung. Óskar Torfa­son hef­ur staðið í brúnni sem fram­kvæmda­stjóri frá fyrsta degi en hef­ur þó starfað enn leng­ur í húsi fisk­vinnsl­unn­ar, eða í 45 ár. Nú hef­ur Óskar þó stigið til hliðar og mun fylgj­ast með nýrri kyn­slóð taka við Drangi og bæj­ar­út­gerðinni Skúla. Þegar blaðamaður sló á þráðinn til Óskars voru tveir dag­ar liðnir frá starfs­lok­um og næg­ur tími til að líta yfir far­inn veg.

Sam­hent sam­fé­lag

„Þetta er nátt­úr­lega sögu­legt þegar maður horf­ir til baka,“ seg­ir Óskar. „Þannig er það að um alda­mót­in vor­um við hluti af Hólma­drangi, sem var á Hólma­vík með rækju­vinnslu og smá fisk­vinnslu. Svo kem­ur ÚA [Útgerðarfé­lag Ak­ur­eyr­inga] inn í þetta og tek­ur yfir Hólma­drang. Þeir skildu nú vel við okk­ur en þeir vildu ekki halda áfram rekstri hér.

Þá var farið í að stofna fisk­vinnsl­una Drang og þá kom inn í þetta kaup­fé­lagið [Kaup­fé­lag Stein­gríms­fjarðar] sem hafði átt Hólma­drang og svo sveit­ar­fé­lagið. Svo tók þátt í þessu stór hóp­ur ein­stak­linga og út­gerðarmanna sem höfðu verið hérna á Drangs­nesi. Hlut­haf­arn­ir voru þrjá­tíu og einn þarna strax og hluta­féð tutt­ugu og fjór­ar millj­ón­ir, sem var svo­lít­ill pen­ing­ur þá. Þá keypt­um við lyft­ara og tæki og húsið af ÚA og svo héld­um við áfram að pauf­ast í þessu.”

Óskar seg­ir að fólk hafi ekki verið mjög bjart­sýnt en sam­fé­lagið á Strönd­um sé þétt, íbú­ar sam­hent­ir og all­ir verið staðráðnir í að láta þetta ganga upp. Það hafi gengið eft­ir eins og sjá megi nú, 25 árum síðar.

Héldu kvót­an­um í heima­byggð

Ýmsar svipt­ing­ar settu þó strik í reikn­ing­inn, en Óskar seg­ir að starf­sem­in hafi alla tíð þurft að laga sig að nátt­úr­unni. „Já, hún hef­ur al­veg stjórnað þessu,“ seg­ir Óskar. „Við vor­um lengi í rækju og síðan fór hún. Skömmu síðar kom ýsan og við fór­um að veiða hana og vinna. Ef við för­um jafn­vel enn þá lengra aft­ur, þá var eng­inn þorsk­ur hér held­ur 1965-1968. Þá bara hrundi allt, um það leyti sem ég fædd­ist. En þá tók sem sagt rækj­an við og menn fóru að vinna þetta með frum­stæðum aðferðum til að byrja með. Það var ein­hver þrótt­ur í fólk­inu til að reyna að bjarga sér. Við höf­um alltaf fundið leið.“

Til að byrja með hverfðist starf­semi Drangs aðeins um fisk­vinnslu og hafði fyr­ir­tækið ekki bein­an aðgang að veiðiheim­ild­um. Til að tryggja vinnsl­una til framtíðar var út­gerðarfé­lagið Skúli stofnað 2002 og fékk fyrsti bát­ur­inn nafn fé­lags­ins. Um sann­kallaða bæj­ar­út­gerð var að ræða, en að henni komu sveit­ar­fé­lagið, Drang­ur og kaup­fé­lagið með stuðningi frá Byggðastofn­un. Sveit­ar­fé­lagið á enn þann dag í dag tæp 50% í út­gerðinni og fisk­vinnsl­an Drang­ur 8%. Meiri­hluti eign­ar­halds­ins er því í heima­byggð, en fyr­ir­tækið ein­setti sér að missa ekki kvót­ann úr sveit­ar­fé­lag­inu.

„Við reynd­um smám sam­an að bæta við veiðiheim­ild­um,“ seg­ir Óskar. „Svo á næstu árum var bætt í og við vor­um að kaupa til okk­ar bát og svo bæta við kvót­ann öllu sem féll til hér á svæðinu. Það var haft sem mark­mið að all­ur kvóti sem væri hér til sölu færi ekk­ert. Við reynd­um að hanga á hon­um.“

Fiskvinnslan Drangur er fyrir miðri mynd og hægra megin við …
Fisk­vinnsl­an Drang­ur er fyr­ir miðri mynd og hægra meg­in við hana er höfn­in. Ljós­mynd/​Drang­ur

Ugg­andi yfir frum­vörp­um

Óskar seg­ir rekst­ur­inn ganga vel. Drang­ur flyt­ur salt­fisk til Spán­ar og fros­inn fisk á bresk­an markað. Grá­slepp­an er þó lík­lega ein af stærstu afurðum Drangs, en hrogn­in selj­ast vítt og breitt um Evr­ópu og frá 2010 hef­ur hvelj­an verið seld til Kína. Óskar seg­ist þó ugg­andi yfir þeim breyt­ing­um sem glitti í á Alþingi. Þrjú frum­vörp sem liggi þar fyr­ir gætu haft tölu­verð áhrif á viðkvæm­an rekst­ur í litlu sam­fé­lagi.

„Við veiðum á línu­kvót­ann okk­ar til þess að geta haft vinnu allt árið í fisk­vinnsl­unni ásamt grá­slepp­unni og það er dýrt út­gerðarform hjá okk­ur,“ seg­ir Óskar. „Útgerðarfé­lagið Skúli var að borga 13 millj­ón­ir í fyrra í veiðigjöld og með sömu reikniaðferðum og voru notaðar þá fer verðið í sautján millj­ón­ir núna. Okk­ur mun­ar al­veg hell­ing um það. Þessi auðlind sem við erum að nýta er okk­ur mjög mik­il­væg til að halda uppi byggð á svona af­skekkt­um stað.“

Óskar seg­ir að svipt­ing­ar í fyr­ir­komu­lagi strand­veiða hafi minni áhrif á fyr­ir­tækið, en þær valdi hon­um engu að síður áhyggj­um. Ein­hvers staðar þurfi að sækja kvót­ann til að tryggja strand­veiðimönn­um 48 daga veiðar og hann hafi áhyggj­ur af því að veiðiheim­ild­ir verði tekn­ar af línuíviln­un­inni eða byggðakvót­an­um.

„Grá­slepp­an hef­ur hins veg­ar verið aðalan­keri okk­ar í rekstr­in­um og ég var ekki endi­lega fylgj­andi því að setja hana í kvóta en það hef­ur þó marga kosti. Það er meiri fyr­ir­sjá­an­leiki og menn geta stýrt því hvenær þeir sigla, geta dregið inn í bræl­um, verið með færri net í sjó og nýtt net­in bet­ur.“

Mika­el Stein­gríms­son, eft­ir­maður Óskars, hef­ur svipaða sögu að segja þegar til hans er leitað. Hann seg­ir það hafa verið stóra ákvörðun að setja grá­sleppu í kvóta en nú hafi út­gerðir og vinnsl­ur gert ráðstaf­an­ir í rekstri sín­um til að mæta nýju um­hverfi og vont sé að ætla strax að hrófla við því aft­ur. Hann út­skýr­ir þó kank­vís fyr­ir blaðamanni sem ryður úr sér spurn­ing­um að á degi tvö í fram­kvæmda­stjóra­stöðunni sé hug­ur hans mest bund­inn við að setja sig inn í rekst­ur­inn og full­vissa sig um að vél­in gangi smurt fyr­ir sig.

Heiður að taka við hjart­anu

Tæki­færið kom óvænt upp í hend­urn­ar á Mika­el. „Ég var bara í fæðing­ar­or­lofi þegar bent var á mig. Þegar vitað var að Óskar væri að hætta fóru þau að leita að ein­hverj­um sem væri kunn­ug­ur sjáv­ar­út­veg­in­um.“ Mika­el er hag­fræðing­ur að mennt og lærði sitt­hvað um sjáv­ar­út­veg­inn í nám­inu. Að lokn­um há­skóla stundaði hann rann­sókn­ir á ný­sköp­un inn­an geir­ans og rýndi meðal ann­ars í virðiskeðju inn­an sjáv­ar­út­vegs­ins og þróun henn­ar síðustu ára­tugi. Hann var því spennt­ur fyr­ir tæki­fær­inu þegar það bauðst.

Mika­el á ætt­ir að rekja til Stranda þó að hann hafi aldrei búið þar sjálf­ur. „Við kom­um úr Vest­ur­bæn­um og flutt­um þaðan hingað, en okk­ur líður mjög vel hérna. Manni finnst eins og svona tæki­færi séu ekki alltaf í boði,“ seg­ir hann. „En maður er mjög bjart­sýnn. Að hafa svona mik­inn áhuga á þessu og vera bú­inn að lesa, læra, skrifa, kanna og vinna aðeins í þessu og fá loks­ins að taka þátt í raun­hag­kerf­inu.“ Mika­el seg­ist þó finna til mik­ill­ar ábyrgðar. „Hér á Drangs­nesi búa ör­ugg­lega um sex­tíu og fimm manns og fyr­ir bæði fé­lög­in vinna svona tutt­ugu manns. Það er mik­il ábyrgð og mjög mik­ill heiður að taka hérna við hjart­anu í sam­fé­lag­inu.“

mbl.is