Musk segir nafn Trumps vera í Epstein-skjölunum

Musk segir nafn Trumps vera í Epstein-skjölunum

Raunverulega ástæðan fyrir því að skjöl er varða mál Jeffrey Epstein hafa ekki verið gerð opinber er sú að nafn Donald Trump Bandaríkjaforseta er þar að finna. Þetta segir Elon Musk, ríkasti maður heims, í færslu á samfélagsmiðli sínum X.

Musk segir nafn Trumps vera í Epstein-skjölunum

Donald Trump Bandaríkjaforseti | 5. júní 2025

Vinskapur ríkasta manns heims og valdamesta manns heims virðist á …
Vinskapur ríkasta manns heims og valdamesta manns heims virðist á enda. AFP

Raun­veru­lega ástæðan fyr­ir því að skjöl er varða mál Jef­frey Ep­stein hafa ekki verið gerð op­in­ber er sú að nafn Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seta er þar að finna. Þetta seg­ir Elon Musk, rík­asti maður heims, í færslu á sam­fé­lags­miðli sín­um X.

Raun­veru­lega ástæðan fyr­ir því að skjöl er varða mál Jef­frey Ep­stein hafa ekki verið gerð op­in­ber er sú að nafn Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seta er þar að finna. Þetta seg­ir Elon Musk, rík­asti maður heims, í færslu á sam­fé­lags­miðli sín­um X.

Ep­stein var sakaður um man­sal og kyn­ferðis­brot gagn­vart tug­um ungra stúlkna. Skjöl er varða mál hans og hverj­ir kunna að hafa tekið þátt í brot­um Ep­stein hafa ekki verið gerð op­in­ber.

Trump hef­ur sjálf­ur oft gagn­rýnt það að skjöl­in hafi ekki verið birt. 

Vinslit í Washingt­on

Það virðist vera sem að vináttu Trump og Musk sé lokið en Musk hætti ný­lega í starfi sínu inn­an DOGE, sér­stakr­ar stofn­un­ar með það hlut­verk að hagræða í rík­is­rekstri.

Musk hef­ur op­in­ber­lega gagn­rýnt efna­hags­frum­varp Trumps, sem hann hef­ur kallað „viðbjóðslega and­styggð.“

Gömlu fé­lag­arn­ir skjóta nú föst­um skot­um hvor á ann­an á sam­fé­lags­miðlum.

Hluta­bréf­in hafa hríðfallið

Banda­ríkja­for­seti sagði fyrr í kvöld í sjón­vörpuðu innslagi frá skrif­stofu sinni að hann sé veru­lega ósatt­ur við gagn­rýni Musk. 

Hann hótaði jafn­framt að segja upp öll­um samn­ing­um sem Musk og fyr­ir­tæki hans hafa gert við banda­ríska ríkið.

Þetta hef­ur valdið því að hluta­bréf í Teslu, raf­bíla­fyr­ir­tæki Musk, hafa hríðfallið. Virði Teslu hef­ur fallið um 15 pró­sent, eða 100 millj­arða doll­ara, í kjöl­far yf­ir­lýs­inga for­set­ans.

Kanslari Þýskalands er skyndilega orðinn áhorfandi á fremsta bekk í …
Kansl­ari Þýska­lands er skyndi­lega orðinn áhorf­andi á fremsta bekk í erj­um Trump og Musk. AFP

Trump væri ekki for­seti án mín, seg­ir Musk

Trump og Musk gefa ekk­ert eft­ir þessa stund­ina í deil­um sín­um. 

Friedrich Merz, kansl­ari Þýska­lands er þessa stund­ina í op­in­berri heim­sókn í Hvíta hús­inu en Trump lét þau um­mæli falla í viðurvist kansl­ar­ans í sam­tali við blaðamenn vest­an­hafs að hann væri mjög von­svik­inn vegna umm­mæla Musk, en hann seg­ist hafa gert mikið fyr­ir Musk. 

Musk var hins­veg­ar fljót­ur að svara um­mæl­um for­set­ans á sam­fé­lags­miðlum. Hann seg­ir að Trump hefði tapað kosn­ing­un­um ef ekki hefði verið fyr­ir sína hjálp.

 Frétt­in hef­ur verið upp­færð

mbl.is