Myndskeið af íslenskum og kenískum fána vekur athygli

Poppkúltúr | 5. júní 2025

Myndskeið af íslenskum og kenískum fána vekur athygli

TikTok-myndskeið sem sýnir tvo fána, einn íslenskan og hinn kenískan, dregna í fulla stöng á leikskólanum Heklukoti á Hellu hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlasíðunni sívinsælu síðustu daga.

Myndskeið af íslenskum og kenískum fána vekur athygli

Poppkúltúr | 5. júní 2025

Gleði, gleði!
Gleði, gleði! Skjáskot/TikTok

TikT­ok-mynd­skeið sem sýn­ir tvo fána, einn ís­lensk­an og hinn ken­ísk­an, dregna í fulla stöng á leik­skól­an­um Heklu­koti á Hellu hef­ur vakið mikla at­hygli á sam­fé­lags­miðlasíðunni sí­vin­sælu síðustu daga.

TikT­ok-mynd­skeið sem sýn­ir tvo fána, einn ís­lensk­an og hinn ken­ísk­an, dregna í fulla stöng á leik­skól­an­um Heklu­koti á Hellu hef­ur vakið mikla at­hygli á sam­fé­lags­miðlasíðunni sí­vin­sælu síðustu daga.

Í mynd­skeiðinu sjást fán­arn­ir blakta í sum­ar­gol­unni, hlið við hlið, og ekki af ástæðulausu.

Fán­arn­ir voru dregn­ir í fulla stöng til að fagna af­mæli eins leik­skóla­barn­anna, en það er af ís­lensk­um og ken­ísk­um ætt­um, og ef marka má at­huga­semd­ir við færsl­una þá er þetta gert í hvert sinn sem barn á af­mæli í þeirri von um að gera af­mæl­is­dag­inn enn ein­stak­ari.

„Það þarf stórt hjarta til að móta litla hugsuði. Barnið mitt var him­in­lif­andi þegar það var hyllt í skól­an­um í dag. Þess­ir kenn­ar­ar hér eru gull. As­an­te sana,” skrifaði net­verji sem kall­ar sig vik­ings.afro við færsl­una á TikT­ok. 

As­an­te sana má gróf­lega þýða sem „takk fyr­ir, ég kann mjög að meta þetta“.

Hátt í 57 þúsund manns hafa nú horft á mynd­skeiðið og glaðst yfir þess­um fal­legu gjörðum.

 

 

mbl.is