Störukeppni stórveldanna brotin til mergjar

Spursmál | 5. júní 2025

Störukeppni stórveldanna brotin til mergjar

Í þrettán daga í árslok 1962 stóð heimur á heljarþröm. Bókin Kúbudeilan 1962 eftir Max Hastings fjallar um þá atburði. Bókin og atburðurinn sem hún tekur á var til umfjöllunar á Kjarval í gærkvöldi.

Störukeppni stórveldanna brotin til mergjar

Spursmál | 5. júní 2025

mbl.is/Karítas

Í þrett­án daga í árs­lok 1962 stóð heim­ur á helj­arþröm. Bók­in Kúbu­deil­an 1962 eft­ir Max Hastings fjall­ar um þá at­b­urði. Bók­in og at­b­urður­inn sem hún tek­ur á var til um­fjöll­un­ar á Kjar­val í gær­kvöldi.

Í þrett­án daga í árs­lok 1962 stóð heim­ur á helj­arþröm. Bók­in Kúbu­deil­an 1962 eft­ir Max Hastings fjall­ar um þá at­b­urði. Bók­in og at­b­urður­inn sem hún tek­ur á var til um­fjöll­un­ar á Kjar­val í gær­kvöldi.

Þar ræddi Stefán Ein­ar Stef­áns­son við Björn Bjarna­son, fyrr­ver­andi dóms­málaráðherra og aðstoðarrit­stjóra Morg­un­blaðsins um bók­ina og Kúbu­deil­una svo­kölluðu sem skók heims­byggðina á sín­um tíma og er talið eitt al­var­leg­asta at­vikið sem upp kom á tím­um kalda stríðsins milli Banda­ríkja Norður-Am­er­íku og Sov­ét­ríkj­anna.

mbl.is/​Karítas

Klúbbmeðlim­ir koma sam­an

Var vel mætt á viðburðinn sem hald­inn var und­ir merkj­um Bóka­klúbbs Spurs­mála.

Þar rakti Björn at­b­urðarás­ina sem tengd­ist sam­skipt­um og sam­skipta­leysi leiðtoga Banda­ríkj­anna og Sov­ét­ríkj­anna þegar upp úr dúrn­um kom að síðar­nefnda stór­veldið hafði með leynd komið upp þúsund­um kjarn­orku­vopna á Kúbu, í bak­g­arði Banda­ríkj­anna.

mbl.is/​Karítas

Per­sónu­leg upp­rifj­un

Rifjaði Björn einnig upp upp­lif­un sína af þess­um at­b­urðum en hann var nem­andi í Mennta­skól­an­um í Reykja­vík á þess­um árum. Þá var  faðir hans, Bjarni Bene­dikts­son, dóms­málaráðherra og því í hringiðu stjórn­mál­anna hér á landi sem litaðist mjög af kalda stríðinu.

Meðal þeirra sem fjölluðu mikið um Kúbu­deil­una og átök stór­veld­anna á þess­um tíma var Matth­ías Johann­essen, þáver­andi rit­stjóri Morg­un­blaðsins. Var hann að sögn Björns heim­il­is­vin­ur for­eldra sinna og kom oft á heim­ili ráðherr­ans í Háu­hlíð í Reykja­vík og ræddi hina tröllauknu at­b­urði sem Hastings tek­ur fyr­ir í bók sinni.

mbl.is/​Karítas

Ann­ar viðburður klúbbs­ins

Er þetta í annað sinn sem klúbbmeðlim­ir koma sam­an en í byrj­un maí mætti Geir H. Haar­de, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráðherra á vett­vang og ræddi ný­út­komna ævi­sögu sína.

Nú í júní setj­ast klúbbmeðlim­ir, sem eru orðnir yfir 1000 tals­ins, yfir lest­ur hinn­ar klass­ísku bók­ar Geor­ge Orwells, 1984 sem kom út árið 1949 og hef­ur fyr­ir löngu fest sig í sessi sem ein áhrifa­mesta skáld­saga 20. ald­ar­inn­ar.

Hægt er að skrá sig í Bóka­klúbb Spurs­mála hér.

mbl.is/​Karítas
mbl.is/​Karítas
mbl.is/​Karítas
mbl.is/​Karítas
mbl.is/​Karítas
mbl.is/​Karítas
mbl.is/​Karítas
mbl.is/​Karítas
mbl.is