Í þrettán daga í árslok 1962 stóð heimur á heljarþröm. Bókin Kúbudeilan 1962 eftir Max Hastings fjallar um þá atburði. Bókin og atburðurinn sem hún tekur á var til umfjöllunar á Kjarval í gærkvöldi.
Í þrettán daga í árslok 1962 stóð heimur á heljarþröm. Bókin Kúbudeilan 1962 eftir Max Hastings fjallar um þá atburði. Bókin og atburðurinn sem hún tekur á var til umfjöllunar á Kjarval í gærkvöldi.
Í þrettán daga í árslok 1962 stóð heimur á heljarþröm. Bókin Kúbudeilan 1962 eftir Max Hastings fjallar um þá atburði. Bókin og atburðurinn sem hún tekur á var til umfjöllunar á Kjarval í gærkvöldi.
Þar ræddi Stefán Einar Stefánsson við Björn Bjarnason, fyrrverandi dómsmálaráðherra og aðstoðarritstjóra Morgunblaðsins um bókina og Kúbudeiluna svokölluðu sem skók heimsbyggðina á sínum tíma og er talið eitt alvarlegasta atvikið sem upp kom á tímum kalda stríðsins milli Bandaríkja Norður-Ameríku og Sovétríkjanna.
Var vel mætt á viðburðinn sem haldinn var undir merkjum Bókaklúbbs Spursmála.
Þar rakti Björn atburðarásina sem tengdist samskiptum og samskiptaleysi leiðtoga Bandaríkjanna og Sovétríkjanna þegar upp úr dúrnum kom að síðarnefnda stórveldið hafði með leynd komið upp þúsundum kjarnorkuvopna á Kúbu, í bakgarði Bandaríkjanna.
Rifjaði Björn einnig upp upplifun sína af þessum atburðum en hann var nemandi í Menntaskólanum í Reykjavík á þessum árum. Þá var faðir hans, Bjarni Benediktsson, dómsmálaráðherra og því í hringiðu stjórnmálanna hér á landi sem litaðist mjög af kalda stríðinu.
Meðal þeirra sem fjölluðu mikið um Kúbudeiluna og átök stórveldanna á þessum tíma var Matthías Johannessen, þáverandi ritstjóri Morgunblaðsins. Var hann að sögn Björns heimilisvinur foreldra sinna og kom oft á heimili ráðherrans í Háuhlíð í Reykjavík og ræddi hina tröllauknu atburði sem Hastings tekur fyrir í bók sinni.
Er þetta í annað sinn sem klúbbmeðlimir koma saman en í byrjun maí mætti Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra á vettvang og ræddi nýútkomna ævisögu sína.
Nú í júní setjast klúbbmeðlimir, sem eru orðnir yfir 1000 talsins, yfir lestur hinnar klassísku bókar George Orwells, 1984 sem kom út árið 1949 og hefur fyrir löngu fest sig í sessi sem ein áhrifamesta skáldsaga 20. aldarinnar.