Hljómsveitin ClubDub mun ekki spila á Þjóðhátið í ár eins og áætlað var.
Hljómsveitin ClubDub mun ekki spila á Þjóðhátið í ár eins og áætlað var.
Hljómsveitin ClubDub mun ekki spila á Þjóðhátið í ár eins og áætlað var.
Þetta segir Jónas Guðbjörn Jónsson, formaður þjóðhátíðarnefndar, í samtali við mbl.is en Rúv greindi fyrst frá.
Aron Kristinn Jónasson sagði sig úr tvíeykinu í liðinni viku. Brynjar Barkarson greindi frá því á instagram að hann ætlaði sér að halda áheyrnarprufur í von um að finna hljómsveitinni nýjan meðlim, og uppfylla samninginn um að spila á Þjóðhátíð.
„Þeir eru faktískt hættir þannig að forsendurnar fyrir því eru bara brostnar. Þannig að við tilkynntum þeim báðum að við ætluðum að afþakka það bara,“ segir Jónas.
Eruð þið búin að finna einhvern annan í staðinn?
„Nei í rauninni ekki. Við erum bara að leita og skoða það.“