ClubDub kemur ekki fram á þjóðhátíð

Poppkúltúr | 7. júní 2025

ClubDub kemur ekki fram á þjóðhátíð

Hljómsveitin ClubDub mun ekki spila á Þjóðhátið í ár eins og áætlað var.

ClubDub kemur ekki fram á þjóðhátíð

Poppkúltúr | 7. júní 2025

Jónas Guðbjörn Jónsson, formaður þjóðhátíðarnefndar, segir forsendur samningsins við ClubDub …
Jónas Guðbjörn Jónsson, formaður þjóðhátíðarnefndar, segir forsendur samningsins við ClubDub brostnar. Skjáskot/Instagram/Samsett mynd

Hljóm­sveit­in Clu­bDub mun ekki spila á Þjóðhátið í ár eins og áætlað var.

Hljóm­sveit­in Clu­bDub mun ekki spila á Þjóðhátið í ár eins og áætlað var.

Þetta seg­ir Jón­as Guðbjörn Jóns­son, formaður þjóðhátíðar­nefnd­ar, í sam­tali við mbl.is en Rúv greindi fyrst frá.

Aron Krist­inn Jón­as­son sagði sig úr tví­eyk­inu í liðinni viku. Brynj­ar Bark­ar­son greindi frá því á in­sta­gram að hann ætlaði sér að halda áheyrn­ar­pruf­ur í von um að finna hljóm­sveit­inni nýj­an meðlim, og upp­fylla samn­ing­inn um að spila á Þjóðhátíð.

„Þeir eru fa­ktískt hætt­ir þannig að for­send­urn­ar fyr­ir því eru bara brostn­ar. Þannig að við til­kynnt­um þeim báðum að við ætluðum að afþakka það bara,“ seg­ir Jón­as.

Eruð þið búin að finna ein­hvern ann­an í staðinn?

„Nei í raun­inni ekki. Við erum bara að leita og skoða það.“

mbl.is