Aðgerðasinninn Greta Thunberg, ásamt 11 öðrum aðgerðarsinnum, nálgast nú hafsvæði Gasa á skútunni Madleen.
Aðgerðasinninn Greta Thunberg, ásamt 11 öðrum aðgerðarsinnum, nálgast nú hafsvæði Gasa á skútunni Madleen.
Aðgerðasinninn Greta Thunberg, ásamt 11 öðrum aðgerðarsinnum, nálgast nú hafsvæði Gasa á skútunni Madleen.
Aðgerðasinnarnir lögðu af stað frá Sikiley í síðustu viku með hjálpargögn til Palestínumanna.
Skipið siglir nú undan ströndum Egyptalands en einn aðgerðasinninn um borð, Yasemin Acar, sagði við AFP-fréttaveituna í dag að hópurinn myndi að öllum líkindum sigla inn í landhelgi undan ströndum Gasasvæðisins á sunnudagskvöld.
Telur hún að hópurinn komi í land á Gasa á mánudagsmorgun.
„Ef Ísrael ræðst á okkur væri það enn einn stríðsglæpurinn,“ sagði Acar.
Hægt er að fylgjast með staðsetningu Madleen í rauntíma hér.