Thunberg nálgast Gasa

Ísrael/Palestína | 7. júní 2025

Thunberg nálgast Gasa

Aðgerðasinninn Greta Thunberg, ásamt 11 öðrum aðgerðarsinnum, nálgast nú hafsvæði Gasa á skútunni Madleen.

Thunberg nálgast Gasa

Ísrael/Palestína | 7. júní 2025

Aðgerðasinninn Greta Thunberg í fyrra.
Aðgerðasinninn Greta Thunberg í fyrra. AFP

Aðgerðasinn­inn Greta Thun­berg, ásamt 11 öðrum aðgerðar­sinn­um, nálg­ast nú hafsvæði Gasa á skút­unni Madleen.

Aðgerðasinn­inn Greta Thun­berg, ásamt 11 öðrum aðgerðar­sinn­um, nálg­ast nú hafsvæði Gasa á skút­unni Madleen.

Aðgerðasinn­arn­ir lögðu af stað frá Sikiley í síðustu viku með hjálp­ar­gögn til Palestínu­manna.  

Skipið sigl­ir nú und­an strönd­um Egypta­lands en einn aðgerðasinn­inn um borð, Ya­sem­in Acar, sagði við AFP-frétta­veit­una í dag að hóp­ur­inn myndi að öll­um lík­ind­um sigla inn í land­helgi und­an strönd­um Gasa­svæðis­ins á sunnu­dags­kvöld.

Tel­ur hún að hóp­ur­inn komi í land á Gasa á mánu­dags­morg­un.

„Ef Ísra­el ræðst á okk­ur væri það enn einn stríðsglæp­ur­inn,“ sagði Acar.

Hægt er að fylgj­ast með staðsetn­ingu Madleen í raun­tíma hér.

mbl.is