„Það er dæmi um mjög vafasamar tannlækningar“

360°Heilsa | 8. júní 2025

„Það er dæmi um mjög vafasamar tannlækningar“

„Áður fyrr var verið að fræsa niður tannvef til að koma fyrir postulínskrónum og þannig breyta útliti tannanna,“ segir Brynja Björk Harðardóttir tannlæknir og eigandi tannlæknastofunnar Tannprýði. Hún bendir á að síðustu áratugi hafi þó verið lögð áhersla á að vernda heilbrigðan tannvef og má segja að tannlækningar í dag snúist um lágmarks inngrip.

„Það er dæmi um mjög vafasamar tannlækningar“

360°Heilsa | 8. júní 2025

Brynja segir tannlækna hérlendis vera duglega í endurmenntun og að …
Brynja segir tannlækna hérlendis vera duglega í endurmenntun og að þekkingin sé mjög góð. Ekkert er til í tannlækningum sem kallist skyndilausnir, nema þá helst að tennur séu hvíttaðar. Samsett mynd/Anna Ósk Erlingsdóttir/Aðsend

„Áður fyrr var verið að fræsa niður tann­vef til að koma fyr­ir postu­línskrón­um og þannig breyta út­liti tann­anna,“ seg­ir Brynja Björk Harðardótt­ir tann­lækn­ir og eig­andi tann­lækna­stof­unn­ar Tann­prýði. Hún bend­ir á að síðustu ára­tugi hafi þó verið lögð áhersla á að vernda heil­brigðan tann­vef og má segja að tann­lækn­ing­ar í dag snú­ist um lág­marks inn­grip.

„Áður fyrr var verið að fræsa niður tann­vef til að koma fyr­ir postu­línskrón­um og þannig breyta út­liti tann­anna,“ seg­ir Brynja Björk Harðardótt­ir tann­lækn­ir og eig­andi tann­lækna­stof­unn­ar Tann­prýði. Hún bend­ir á að síðustu ára­tugi hafi þó verið lögð áhersla á að vernda heil­brigðan tann­vef og má segja að tann­lækn­ing­ar í dag snú­ist um lág­marks inn­grip.

Brynja seg­ist hafa ákveðið að verða tann­lækn­ir þegar hún var sautján ára og 22 ára hóf hún nám við tann­lækna­deild Há­skóla Íslands.

„Ég flutti mjög fljót­lega til Svíþjóðar með mann­in­um mín­um. Hann fór sem sagt í sér­nám í heila- og tauga­sk­urðlækn­ing­um í Stokk­hólmi. Við bjugg­um þar í rúm ell­efu ár, þannig ég hef eig­in­lega starfað leng­ur í Svíþjóð en hér.“

„Ég myndi segja að góðar munnhirðuvenjur og forvarnir séu það …
„Ég myndi segja að góðar munn­hirðuvenj­ur og for­varn­ir séu það mik­il­væg­asta í tann­lækn­ing­um í dag og að greina snemma ef eitt­hvað er að eyða tann­vef eða tenn­ur að skemm­ast.“ Ljós­mynd/​Anna Ósk Erl­ings­dótt­ir

Sví­ar framar­lega í tann­lækn­ing­um

Árið 2016 fluttu þau til baka til Íslands og hóf Brynja störf hjá öðrum tann­lækni fyrstu fjög­ur árin. Hún stofnaði svo Tann­prýði 2020. 

Það ligg­ur bein­ast við að spyrja um mun­inn á tann­heilsu Íslend­inga og Svía:

„Sví­ar voru ein af fyrstu þjóðunum til að stunda al­menni­leg­ar for­varn­ir, fyr­ir ára­tug­um síðan, þannig að tann­heilsa Svía er al­mennt rosa­lega góð. Að sjálf­sögðu glíma þeir þó við sömu munn­heilsu­vanda­mál og við. Tenn­ur vant­ar, þeir fá tann­holds­sjúk­dóma og tenn­ur skemm­ast eins og hjá öðrum. Tann­heilsa Íslend­inga batn­ar sí­fellt vegna þess að við erum kom­in á fullt í for­varn­ir hér og það er lögð áhersla á þær í tann­lækna­deild­inni.“

Með for­vörn­um á Brynja við að tann­lækn­arn­ir sjálf­ir veit þær, fræði og gefi sér góðan tíma í það.

Slæm glerungseyðing af völdum bakflæðis. Meðferð: postulínskrónur og tannfyllingar.
Slæm gler­ungs­eyðing af völd­um bak­flæðis. Meðferð: postu­línskrón­ur og tann­fyll­ing­ar. Ljós­mynd/​Aðsend

Orku­drykk­ir og nikó­tín­púðar

„Ég myndi segja að góðar munn­hirðuvenj­ur og for­varn­ir séu það mik­il­væg­asta í tann­lækn­ing­um í dag og að greina snemma ef eitt­hvað er að eyða tann­vef eða tenn­ur að skemm­ast. Til dæm­is get­ur bæði bak­flæði og súr­ir drykk­ir eins og orku­drykk­ir og gos­drykk­ir valdið því að gler­ung­ur þynn­ist smátt og smátt.“

Gler­ung­ur­inn er aðeins tveir til þrír milli­metr­ar að þykkt og ef hann eyðist þá sést í tann­beinið. Þá er ekki hægt að hvítta tenn­urn­ar því ekki er hægt að hvítta tann­beinið, að sögn Brynju. 

„Ef gler­ungs­eyðing­in er orðin mik­il er eina lausn­in að setja postu­línskrón­ur eða plast­fyll­ing­ar yfir tapaðan tann­vef til að verja þær og þannig sporna við áfram­hald­andi eyðingu.“

Brynja seg­ir að eft­ir að Sjúkra­trygg­ing­ar Íslands fóru að greiða fyr­ir tann­lækn­ing­ar barna hafi tann­heilsa barna hér­lend­is lag­ast mikið.  

Hins veg­ar er versn­andi þróun í tann­heilsu ungs fólks og niður í ung­linga, sem hægt er að rekja til t.d. neyslu súrra orku­drykkja og nikó­tín­púða, líkt og Brynja út­skýr­ir. 

„Tenn­urn­ar verða brún­ar af brúnu [nikó­tín]púðunum. Lit­inn er hægt að hreinsa en bæði brúnu og hvítu púðarn­ir valda því að tann­holdið hlýt­ur skaða af. Það verður eins og það sé soðið, það eyðist og ræt­ur tanna verða smátt og smátt sýni­leg­ar. Sum­ir fá sár. Þetta eru óaft­ur­kræf­ar breyt­ing­ar á slím­húð og get­ur haft mik­il áhrif á út­lit tanna því flest­ir geyma púðana á fram­t­anna­svæði.“

Aðrir ávan­ar hafa áhrif á tann­heilsu fólks eins og að naga negl­ur eða gnísta tönn­um. Þá fara átrask­an­ir mjög illa með tenn­ur vegna maga­sýrunn­ar.

„Invisalign“-tannréttingar með glærum skinnum. Hvíttun.Tannfyllingarefni notað til að jafna bitkanta.
„In­visalign“-tann­rétt­ing­ar með glær­um skinn­um. Hvítt­un.Tann­fyll­ing­ar­efni notað til að jafna bit­kanta. Ljós­mynd/​Aðsend

Tyrk­land­stenn­ur vafa­sam­ar

Spurð hvort hún geti nefnt dæmi um tanntísku nefn­ir Brynja svo­kallaðar Tyrk­land­stenn­ur eða „Tur­key teeth“, tísku sem hef­ur tröllriðið sam­fé­lags­miðlum, sér­stak­lega TikT­ok. Hún bæt­ir við að meðferðin sé óal­geng hér­lend­is og mest sé hægt að tengja hana við er­lend­ar raun­veru­leikaþátta­stjörn­ur.

„Það er dæmi um mjög vafa­sam­ar tann­lækn­ing­ar og mætti segja að þetta sé ofmeðhöndl­un. Þar eru tenn­urn­ar spólaðar niður, mjög oft strá­heil­ar og fal­leg­ar tenn­ur og svo er postu­línskrón­um komið fyr­ir á hverja ein­ustu tönn. Þetta get­ur skapað mik­il vand­ræði síðar meir og krefst end­ur­nýj­un­ar reglu­lega.“ Hún bæt­ir við að ef krón­urn­ar sem límd­ar eru á tenn­urn­ar passa ekki ná­kvæm­lega þá mynd­ist gildra fyr­ir mat­ar­leif­ar og bakt­eríu­skán, sem veld­ur bólg­um, sýk­ing­um, andremmu og jafn­vel tanntapi. 

Þetta er dæmi um óþarfa inn­grip sem tann­lækn­ar t.d. hér­lend­is forðast eins og heit­an eld­inn. Allt kapp er lagt á að gera nátt­úru­leg­ar tenn­ur enn fal­legri með því t.d. að hvítta þær og bæta fyr­ir tapaðan tann­vef með lág­marks inn­grip­um.

Brynja seg­ir að í gegn­um all­an sinn fer­il hafi hvítt­un tanna verið vin­sæl en þó leiti fólk meira eft­ir nátt­úru­legra út­liti í dag frem­ur en hinu fræga Hollywood-brosi, sem þekkt­ist áður fyrr.

Stund­um vill fólk, aðallega ungt fólk, sem hef­ur séð eitt­hvað ákveðið á sam­fé­lags­miðlum, fá svipaða meðferð. Brynja seg­ir að stund­um geti hún ekki mælt með slík­um meðferðum en huga þurfi að þátt­um eins og þegar ef tek­inn er gler­ung­ur af öðrum tönn­um til að bæta heild­ar­út­lit eða að ein­stak­ling­ur­inn geti misst varastuðning­inn, efri vör­in hrein­lega minnki við að leiðrétta tann­skekkj­ur. Ekki eru all­ir til í það, líkt og Brynja bend­ir á.

„En stund­um þarf að bæta fyr­ir tapaðan tann­vef með plast­blendi eða postu­líni og jafn­vel tann­plönt­um.“

Þá nefn­ir Brynja einnig dæmi um að lengja tenn­ur sem hafi styst eða loka bil­um á ein­fald­an hátt og að minni­hátt­ar tann­skekkj­ur sé hægt að laga með glær­um plast­skinn­um sem tek­ur yf­ir­leitt níu til tólf mánuði.

Brynja stofnaði tannlæknastofuna Tannprýði árið 2020.
Brynja stofnaði tann­lækna­stof­una Tann­prýði árið 2020. Ljós­mynd/​Anna Ósk Erl­ings­dótt­ir

Þekk­ing hér­lend­is góð

Brynja seg­ist halda fast í tengsl­in við Svíþjóð og þar leit­ar hún þekk­ing­ar og sæk­ir m.a. nám­skeið með öðrum tann­lækn­um. Hún ít­rek­ar að tann­lækn­ar hér­lend­is séu al­mennt mjög dug­leg­ir í end­ur­mennt­un og að þekk­ing­in sé í fremstu röð.

„Tækn­inni fleyg­ir einnig fram í tann­lækn­ing­um og not­um við oft­ast þrívídd­arsk­anna til að meta og meðhöndla, í stað málm­skeiða með má­tefn­um eins og gert var áður fyrr.“

Hún bæt­ir við að gervi­greind­in sé einnig að koma sterk inn í tann­lækn­ing­ar. „Nú get­um við skannað tenn­ur með þrívídd­arsk­ann­an­um og svo nýtt gervi­greind til að sýna sjúk­lingi hvernig út­kom­an get­ur orðið í hverju til­felli fyr­ir sig.“

Að lok­um árétt­ar Brynja að hún stoppi við ákveðna hluti sem viðskipta­vin­ir henn­ar biðja um og bein­ir þeim á skyn­sam­legri lausn­ir vegna þess að yf­ir­leitt séu eng­ar skyndi­lausn­ir í út­lit­stann­lækn­ing­um, fyr­ir utan kannski hvítt­un. „En að sjálf­sögðu þarf að skoða hvert til­felli fyr­ir sig og greina rétt hverju sinni og í fram­hald­inu finna ein­stak­lings­miðaðar og skyn­sam­leg­ar lausn­ir.“

mbl.is