Bílalest á leið til Gasa frá Túnis

Ísrael/Palestína | 9. júní 2025

Bílalest á leið til Gasa frá Túnis

Hundruð manna, flestir frá Túnis, lögðu af stað til Gasa með það að markmiði að „rjúfa umsátrið“. 

Bílalest á leið til Gasa frá Túnis

Ísrael/Palestína | 9. júní 2025

Fólk kom saman í Túnis við upphaf ferðar bílalestarinnar.
Fólk kom saman í Túnis við upphaf ferðar bílalestarinnar. AFP

Hundruð manna, flest­ir frá Tún­is, lögðu af stað til Gasa með það að mark­miði að „rjúfa umsátrið“. 

Hundruð manna, flest­ir frá Tún­is, lögðu af stað til Gasa með það að mark­miði að „rjúfa umsátrið“. 

Skipu­leggj­end­ur sögðu að níu bif­reiðar hefðu lagt af stað frá Tún­is, ekki með hjálp­ar­gögn, held­ur frek­ar með það að mark­miði að fram­kvæma „tákn­ræna at­höfn“ með því að rjúfa umsátrið um Gasa. 

Bíla­lest­in hef­ur fengið nafnið „Sou­moud“ sem þýðir „staðfesta“ á ar­ab­ísku. Á meðal farþega eru lækn­ar sem stefna á að kom­ast til Rafha-borg­ar í suður­hluta Gasa „fyr­ir lok vik­unn­ar“. 

Bíla­lest­in mun keyra í gegn­um Líb­íu og Egypta­land. Ekki hef­ur þó feng­ist leyfi hjá síðar­nefnda rík­inu. 

AFP

Um þúsund manns

„Við erum um þúsund manns, og fleiri munu bæt­ast við á leiðinni,“ sagði Jawaher Channa, talskona tún­ískra sam­taka sem styður Palestínu. 

Aðgerðarsinn­ar frá Als­ír, Má­rit­an­íu, Mar­okkó og Líb­ýu eru á meðal farþega. 

Eft­ir 21 mánuð af stríðsátök­um er auk­inn alþjóðleg­ur þrýst­ing­ur á Ísra­el að heim­ila meiri flutn­ing hjálp­ar­gagna inn á Gasa. 

Í nótt var skúta með tólf aðgerðar­sinn­um, þar á meðal Gretu Thun­berg, stöðvuð fyr­ir utan strend­ur Gasa. 

mbl.is