Lögregla kom í veg fyrir átök við þjóðvarðliðið

Lögregla kom í veg fyrir átök við þjóðvarðliðið

Mótmælendur kveiktu í bílum og áttu í útistöðum við lögreglu í Los Angeles í gær. Lögregla hélt mótmælendum frá hermönnum þjóðvarðliðsins sem Donald Trump Bandaríkjaforseti sendi á götur borgarinnar. 

Lögregla kom í veg fyrir átök við þjóðvarðliðið

Donald Trump Bandaríkjaforseti | 9. júní 2025

Um var að ræða þriðja dag mótmæla gegn aðgerðum inn­flytj­enda­stofn­un­ar­inn­ar …
Um var að ræða þriðja dag mótmæla gegn aðgerðum inn­flytj­enda­stofn­un­ar­inn­ar ICE. AFP

Mót­mæl­end­ur kveiktu í bíl­um og áttu í útistöðum við lög­reglu í Los Ang­eles í gær. Lög­regla hélt mót­mæl­end­um frá her­mönn­um þjóðvarðliðsins sem Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti sendi á göt­ur borg­ar­inn­ar. 

Mót­mæl­end­ur kveiktu í bíl­um og áttu í útistöðum við lög­reglu í Los Ang­eles í gær. Lög­regla hélt mót­mæl­end­um frá her­mönn­um þjóðvarðliðsins sem Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti sendi á göt­ur borg­ar­inn­ar. 

Um var að ræða þriðja dag mót­mæla gegn aðgerðum inn­flytj­enda­stofn­un­ar­inn­ar ICE. Stofn­un­in hand­tók tugi far­and­verka­manna sem hún sagði vera ólög­lega inn­flytj­end­ur og liðsmenn glæpa­gengja. 

Í gær ákvað Trump að senda tvö þúsund her­menn þjóðvarðliðsins til Los Ang­eles vegna mót­mæl­anna. Í fyrsta skipti síðan árið 1965 sem Banda­ríkja­for­seti hef­ur sent út þjóðvarðlið án beiðni frá rík­is­stjóra.

„Það var ekk­ert vanda­mál fyrr en Trump skarst í leik­inn,“ sagði í færslu Gavin New­som rík­is­stjóra á X. 

56 hand­tekn­ir á tveim­ur dög­um

Kveikt var í að minnsta kosti þrem­ur bíl­um og tveir aðrir voru skemmd­ir er mót­mæl­end­ur fóru um af­markað svæði í miðborg Los Ang­eles. 

Um­ferð var stöðvuð á stórri hraðbraut í meira en klukku­stund á meðan mót­mæl­end­ur söfnuðust þar sam­an. Lög­regla kom fólk­inu í burtu með reyk­sprengj­um. 

Síðdeg­is komu lög­reglu­menn borg­ar­inn­ar á fót varðlínu í nokk­urri fjar­lægð frá al­rík­is­bygg­ing­um til þess að koma í veg fyr­ir að mót­mæl­end­ur kæm­ust í tæri við þjóðvarðliða sem höfðu safn­ast sam­an. 

Hermenn þjóðvarðliðsins fyrir utan Metropolitan-fangelsið sem rekið er af alríkinu.
Her­menn þjóðvarðliðsins fyr­ir utan Metropolit­an-fang­elsið sem rekið er af al­rík­inu. AFP

Er rökkva tók voru enn nokkr­ir mót­mæl­end­ur á svæðinu sem köstuðu meðal ann­ars flug­eld­um. 

Lög­regl­an hef­ur hand­tekið að minnsta kosti 56 ein­stak­linga á síðustu tveim­ur dög­um. Þrír lög­reglu­menn hafa hlotið minni hátt­ar meiðsl. 

Lögregla í Los Angeles kom í veg fyrir átök við …
Lög­regla í Los Ang­eles kom í veg fyr­ir átök við her­menn þjóðvarðliðsins. AFP

„Við erum að horfa á her­menn alls staðar“

Trump var spurður út í skip­un sína í gær og gaf þá í skyn að her­menn þjóðvarðliðsins yrðu send­ir á fleiri svæði lands­ins. 

„Þú ert með of­beld­is­fullt fólk og við ætl­um ekki að leyfa þeim að kom­ast upp með það,“ sagði hann við blaðamenn. „Ég held að þú eig­ir eft­ir að sjá mjög sterka lög­gæslu.“

Spurður hvort hann myndi skrifa und­ir til­skip­un sem heim­il­ar banda­ríska hern­um að ganga inn í störf lög­reglu sagði Trump: „Við erum að horfa á her­menn alls staðar. Við ætl­um ekki að leyfa þessu að ger­ast í land­inu okk­ar.“

Her­inn greindi frá því að um 500 her­menn væru í viðbragðsstöðu ef þörf væri á aðstoð í yf­ir­stand­andi al­rík­isaðgerðum. 

mbl.is