Serumið sem þykir betra en bótox-aðgerð

Snyrtivörur | 9. júní 2025

Serumið sem þykir betra en bótox-aðgerð

Resveratrol-Lift serumið, frá húðvörufyrirtækinu Caudalíe, hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum upp á síðkastið en því hefur verið lýst sem betra en bótox-aðgerð.

Serumið sem þykir betra en bótox-aðgerð

Snyrtivörur | 9. júní 2025

Serumið hefur verið áberandi á samfélagsmiðlinum TikTok.
Serumið hefur verið áberandi á samfélagsmiðlinum TikTok. mbl.is/ThinkstockPhotos

Resveratrol-Lift serumið, frá húðvöru­fyr­ir­tæk­inu Caudalíe, hef­ur vakið mikla at­hygli á sam­fé­lags­miðlum upp á síðkastið en því hef­ur verið lýst sem betra en bótox-aðgerð.

Resveratrol-Lift serumið, frá húðvöru­fyr­ir­tæk­inu Caudalíe, hef­ur vakið mikla at­hygli á sam­fé­lags­miðlum upp á síðkastið en því hef­ur verið lýst sem betra en bótox-aðgerð.

Caudalíe er franskt húðvöru­fyr­ir­tæki sem er þekkt fyr­ir að vinna húðvör­ur sín­ar úr þrúg­um og vínviði.

Serumið inni­held­ur blöndu af resveratrol, hý­al­úronsýru og veg­an kolla­gen 1. Það þykir þris­var sinn­um áhrifa­rík­ara en retínól en þó minna ert­andi fyr­ir húðina. 

Serumið á að draga úr sýnilegum hrukkum.
Serumið á að draga úr sýni­leg­um hrukk­um.

Formúl­an á að lyfta og þétta húðina ásamt því að slétta sýni­lega úr hrukk­um.

„Betra en botox,“ seg­ir á mynd­bandi á sam­fé­lags­miðlin­um TikT­ok þar sem ung kona lýs­ir serum­inu.

„Caudalie Resveratrol-Lift serumið er ómiss­andi vara fyr­ir all­ar kon­ur á þrítugs­aldri," seg­ir önn­ur ung kona á sam­fé­lags­miðlin­um TikT­ok.

„Það er ótrú­legt hvernig, einn dag, ein­hver rétt­ir þér and­listlift­ingu í flösku...og þú manst ekki hvernig þú lifðir án þess,“ stend­ur yfir mynd­bandi hjá stelpu sem seg­ist hafa klárað fimm flösk­ur af serum­inu.

mbl.is