Laufey mætti með kattartösku á Tony-verðlaunin

Poppkúltúr | 10. júní 2025

Laufey mætti með kattartösku á Tony-verðlaunin

Tony-verðlaunin, hin virtu bandarísku leiklistarverðlaun, voru afhent við hátíðlega athöfn í Radio City Music Hall í New York-borg í fyrradag, sunnudaginn 8. júní.

Laufey mætti með kattartösku á Tony-verðlaunin

Poppkúltúr | 10. júní 2025

Stjörnufans á Tony-verðlaununum.
Stjörnufans á Tony-verðlaununum. Samsett mynd

Tony-verðlaun­in, hin virtu banda­rísku leik­list­ar­verðlaun, voru af­hent við hátíðlega at­höfn í Radio City Music Hall í New York-borg í fyrra­dag, sunnu­dag­inn 8. júní.

Tony-verðlaun­in, hin virtu banda­rísku leik­list­ar­verðlaun, voru af­hent við hátíðlega at­höfn í Radio City Music Hall í New York-borg í fyrra­dag, sunnu­dag­inn 8. júní.

Eins og al­gengt er var viðburður­inn stjörn­um prýdd­ur, en á meðal gesta voru stjörnu­hjón­in Geor­ge og Amal Cloo­ney, söng- og leik­kon­an Nicole Scherz­in­ger, sem hlaut verðlaun fyr­ir hlut­verk sitt í söng­leikn­um Sun­set Bou­lev­ard, leik­kon­urn­ar Sa­die Sink, Sarah Snook og Katie Hol­mes og leik­ar­arn­ir Ke­anu Reeves, Bry­an Cr­an­ston og Samu­el L. Jackson, til að nefna nokkra.

Íslenska tón­list­ar­kon­an Lauf­ey Lín Bing Jóns­dótt­ir var einnig á meðal gesta og skein skært í grárri pilsa­dragt, blúndu­sokka­bux­um, fjólu­blá­um hæl­um og full­komnaði út­litið með skemmti­legri katt­artösku sem greip at­hygli margra.

Lauf­ey er eng­inn nýgræðing­ur þegar kem­ur að því að ganga niður rauða dreg­il­inn enda hef­ur söng­kon­an mætt á alla stærstu viðburði í Hollywood síðustu ár.

Tón­list­ar­kon­an var meðal best klæddu gesta á Gold­en Globe-verðlauna­hátíðinni í fyrra og vakti einnig mikla at­hygli á Met Gala-kvöld­inu á síðasta ári í ein­stök­um kjól frá ind­verska tísku­hönnuðinum Pra­bal Gur­ung.

mbl.is