Ófyrirsjáanleg áhrif fyrirséð

Alþingi | 10. júní 2025

Ófyrirsjáanleg áhrif fyrirséð

Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, segir fjármála- og efnahagsráðherra fara með rangt mál í ræðustól Alþingis í dag er ráðherrann sagði að lagt hafi verið mat á ófyrirsjáanleika útgjalda vegna frumvarps sem boðar tengingu greiðslna bóta við launavísitölu.

Ófyrirsjáanleg áhrif fyrirséð

Alþingi | 10. júní 2025

Tekist var á um minnisblað fjármála- og efnahagsráðuneytisins á Alþingi …
Tekist var á um minnisblað fjármála- og efnahagsráðuneytisins á Alþingi í dag. Samsett mynd mbl.is/Eyþór mbl.is/Arnþór

Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokks­ins, seg­ir fjár­mála- og efna­hags­ráðherra fara með rangt mál í ræðustól Alþing­is í dag er ráðherr­ann sagði að lagt hafi verið mat á ófyr­ir­sjá­an­leika út­gjalda vegna frum­varps sem boðar teng­ingu greiðslna bóta við launa­vísi­tölu.

Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokks­ins, seg­ir fjár­mála- og efna­hags­ráðherra fara með rangt mál í ræðustól Alþing­is í dag er ráðherr­ann sagði að lagt hafi verið mat á ófyr­ir­sjá­an­leika út­gjalda vegna frum­varps sem boðar teng­ingu greiðslna bóta við launa­vísi­tölu.

Fjár­mála- og efna­hags­ráðuneytið skilaði inn minn­is­blaði í síðustu viku um frum­varp Ingu Sæ­land, fé­lags- og hús­næðismálaráðherra, þar sem frum­varpið var gagn­rýnt. Þar sagði meðal ann­ars að frum­varpið stangaðist á við mark­mið um sjálf­bærni rík­is­sjóðs og að frum­varpið geti haft ófyr­ir­séðar af­leiðing­ar.

Bergþór spurði Daða Má Kristó­fers­son, fjár­mála- og efna­hags­ráðherra, í óund­ir­bún­um fyr­ir­spurn­ar­tíma á Alþingi í dag hvort hann hafi gert at­huga­semd­ir við frum­varpið þegar málið var af­greitt í gegn­um rík­is­stjórn.

Ráðherra segi eitt en minn­is­blaðið annað

Daði svaraði Bergþóri á þann hátt að hann styðji frum­varp Ingu, hafi stutt það og muni styðja það. Hann sagði jafn­framt að fyr­ir­séð hafi verið að frum­varpið muni hafa ófyr­ir­sjá­an­leg áhrif en að lagt hafi verið mat á ófyr­ir­sjá­an­leik­ann.

Bergþór kom aft­ur upp í pontu og benti á þá staðreynd að í minn­is­blaði ráðuneyt­is­ins segi orðrétt: „Fjár­mála- og efna­hags­ráðuneytið get­ur tekið und­ir að ekki liggja fyr­ir full­nægj­andi grein­ing­ar á áhrif­um breyt­ing­ar­inn­ar.“

Bergþór spurði því ráðherr­ann af hverju ráðuneytið hefði sent þetta minn­is­blað í ljósi þess að ráðherra seg­ist styðja frum­varpið. Hann benti Daða á það að ráðuneyti sé bara skrif­stofa ráðherra og ekk­ert plagg fari þaðan nema það sé í sátt við skoðun og af­stöðu ráðherra.

Daði kom hins veg­ar upp í pontu á nýj­an leik og sagði nauðsyn­legt að benda á það að ákvörðunin dragi úr fyr­ir­sjá­an­leika. Hann standi fyr­ir heiðarlega stjórn­sýslu og þetta sé heiðarleg nálg­un.

mbl.is