Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, segir fjármála- og efnahagsráðherra fara með rangt mál í ræðustól Alþingis í dag er ráðherrann sagði að lagt hafi verið mat á ófyrirsjáanleika útgjalda vegna frumvarps sem boðar tengingu greiðslna bóta við launavísitölu.
Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, segir fjármála- og efnahagsráðherra fara með rangt mál í ræðustól Alþingis í dag er ráðherrann sagði að lagt hafi verið mat á ófyrirsjáanleika útgjalda vegna frumvarps sem boðar tengingu greiðslna bóta við launavísitölu.
Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, segir fjármála- og efnahagsráðherra fara með rangt mál í ræðustól Alþingis í dag er ráðherrann sagði að lagt hafi verið mat á ófyrirsjáanleika útgjalda vegna frumvarps sem boðar tengingu greiðslna bóta við launavísitölu.
Fjármála- og efnahagsráðuneytið skilaði inn minnisblaði í síðustu viku um frumvarp Ingu Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, þar sem frumvarpið var gagnrýnt. Þar sagði meðal annars að frumvarpið stangaðist á við markmið um sjálfbærni ríkissjóðs og að frumvarpið geti haft ófyrirséðar afleiðingar.
Bergþór spurði Daða Má Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag hvort hann hafi gert athugasemdir við frumvarpið þegar málið var afgreitt í gegnum ríkisstjórn.
Daði svaraði Bergþóri á þann hátt að hann styðji frumvarp Ingu, hafi stutt það og muni styðja það. Hann sagði jafnframt að fyrirséð hafi verið að frumvarpið muni hafa ófyrirsjáanleg áhrif en að lagt hafi verið mat á ófyrirsjáanleikann.
Bergþór kom aftur upp í pontu og benti á þá staðreynd að í minnisblaði ráðuneytisins segi orðrétt: „Fjármála- og efnahagsráðuneytið getur tekið undir að ekki liggja fyrir fullnægjandi greiningar á áhrifum breytingarinnar.“
Bergþór spurði því ráðherrann af hverju ráðuneytið hefði sent þetta minnisblað í ljósi þess að ráðherra segist styðja frumvarpið. Hann benti Daða á það að ráðuneyti sé bara skrifstofa ráðherra og ekkert plagg fari þaðan nema það sé í sátt við skoðun og afstöðu ráðherra.
Daði kom hins vegar upp í pontu á nýjan leik og sagði nauðsynlegt að benda á það að ákvörðunin dragi úr fyrirsjáanleika. Hann standi fyrir heiðarlega stjórnsýslu og þetta sé heiðarleg nálgun.