Tilkynningum um nauðgun fjölgar

Kynferðisbrot | 10. júní 2025

Tilkynningum um nauðgun fjölgar

Tilkynningum um nauðgun fjölgaði á fyrstu þremur mánuðum ársins en ríkislögreglustjóri hefur birt skýrslu um fjölda kynferðisbrota.

Tilkynningum um nauðgun fjölgar

Kynferðisbrot | 10. júní 2025

Tilkynningum um nauðgun fjölgaði á fyrstu þremur mánuðum ársins.
Tilkynningum um nauðgun fjölgaði á fyrstu þremur mánuðum ársins. Ljósmynd/Colourbox

Til­kynn­ing­um um nauðgun fjölgaði á fyrstu þrem­ur mánuðum árs­ins en rík­is­lög­reglu­stjóri hef­ur birt skýrslu um fjölda kyn­ferðis­brota.

Til­kynn­ing­um um nauðgun fjölgaði á fyrstu þrem­ur mánuðum árs­ins en rík­is­lög­reglu­stjóri hef­ur birt skýrslu um fjölda kyn­ferðis­brota.

Í henni kem­ur fram að alls bár­ust 142 til­kynn­ing­ar til lög­reglu á tíma­bil­inu, sem er sami fjöldi og á sama tíma í fyrra.

Áber­andi er fjölg­un til­kynn­inga um nauðgan­ir. Alls bár­ust 52 slík mál lög­reglu á fyrsta árs­fjórðungi 2025, sam­an­borið við 40 á sama tíma­bili í fyrra – sem sam­svar­ar tæp­lega 30% aukn­ingu.

Hlut­fall grunaðra á aldr­in­um 18-25 ára hef­ur dreg­ist sam­an

Fram kem­ur í skýrsl­unni að í nauðgun­ar­mál­um megi sjá breyt­ingu á ald­urs­dreif­ingu sak­born­inga frá fyrri árum. Hlut­fall grunaðra á aldr­in­um 18-25 ára hef­ur dreg­ist sam­an úr 29% árið 2023 í ein­ung­is 15% árið 2025. Á sama tíma hef­ur hlut­fall grunaðra á aldr­in­um 26-35 ára hækkað í 36% sem er hæsta hlut­fall sem mælst hef­ur á síðustu árum.

Til­kynnt kyn­ferðis­brot gegn börn­um voru 25, sam­an­borið við 28 á sama tíma­bili í fyrra og fjöldi til­kynntra blygðun­ar­sem­is­brota var 13, eða sami fjöldi og í fyrra. Þá voru til­kynn­ing­ar um kyn­ferðis­lega áreitni og sta­f­ræn kyn­ferðis­brot 29 tals­ins, sem er fækk­un um 26% sam­an­borið við meðaltal síðustu þriggja ára.

Fjöldi brotaþola var 125 og þar af 86% kven­kyns á tíma­bil­inu. Meðal­ald­ur brotaþola var 22 ár og voru 46% þeirra und­ir 18 ára í öll­um til­kynnt­um kyn­ferðis­brota­mál­um. Rúm­lega tólf ára ald­urs­mun­ur er á meðal­aldri brotaþola og grunaðra.

Skýrsl­una má nálg­ast hér

Upp­fært: Eft­ir að frétt­in var birt sendi rík­is­lög­reglu­stjóri frá sér leiðrétt­ingu og hef­ur frétt­in verið lag­færð sam­kvæmt því. Rétt er að hlut­fall grunaðra í nauðgun­ar­mál­um sem eru á aldr­in­um 18-25 ára hef­ur dreg­ist sam­an úr 29% í 15%, en ekki 36% í 14%, eins og kom upp­haf­lega fram. Þá hækkaði hlut­fall grunaðra á aldr­in­um 26-35 ára í 36% en ekki 42%.

mbl.is