Ólust upp við ótta og öryggisleysi

Dagmál | 11. júní 2025

Ólust upp við ótta og öryggisleysi

Diana Al Barouki og Dana Zaher El Deen, sem útskrifuðust nýverið frá Fjölbrautaskólanum við Ármúla með frábærum árangri, segja ótta hafa verið til staðar er þær ólust upp í stríðshrjáðu Sýrlandi. 

Ólust upp við ótta og öryggisleysi

Dagmál | 11. júní 2025

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 4:05
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 4:05
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
  • default, selected

Di­ana Al Barouki og Dana Za­her El Deen, sem út­skrifuðust ný­verið frá Fjöl­brauta­skól­an­um við Ármúla með frá­bær­um ár­angri, segja ótta hafa verið til staðar er þær ólust upp í stríðshrjáðu Sýr­landi. 

Di­ana Al Barouki og Dana Za­her El Deen, sem út­skrifuðust ný­verið frá Fjöl­brauta­skól­an­um við Ármúla með frá­bær­um ár­angri, segja ótta hafa verið til staðar er þær ólust upp í stríðshrjáðu Sýr­landi. 

Di­ana og Dana eru gest­ir Dag­mála ásamt Ngan Kieu Tran. Þær komu hingað all­ar til lands árið 2022, Ngan frá Víet­nam og Di­ana og Dana frá Sýr­landi, og kynnt­ust í Fjöl­braut­ar­skól­an­um við Ármúla sem þær luku með glæsi­brag; Ngan sem dúx skól­ans, Di­ana sem semídúx og Dana með meðal­ein­kunn­ina 9,18. 

Þá hlutu þær all­ar viður­kenn­ing­ar fyr­ir náms­ár­ang­ur í hinum ýmsu fög­um. 

Ekk­ert ör­yggi til staðar

Í Dag­mál­um fara Di­ana og Dana yfir hvernig það var að al­ast upp í borg­inni Sweida í Sýr­landi en borg­ar­styrj­öld, sem stend­ur enn yfir, hófst í land­inu árið 2011. Voru þá Di­ana og Dana um 5 ára gaml­ar. 

Dana seg­ir lífið í borg­inni hafa verið fínt fyr­ir stríð. Ástandið hafi svo farið að versna mjög hratt eft­ir 2011 og ekk­ert ör­yggi hafi verið til staðar.  Di­ana tek­ur und­ir þau orð:

„Það var ótti til staðar.“

Þær nefna þó báðar að fjöl­skyld­ur þeirra hafi reynt að hlífa þeim frá stríðsástand­inu og gefa þeim ör­ugg og hlý heim­ili. 

Stuðning­ur­inn frá kenn­ur­um mik­il­væg­ur

Di­ana seg­ir það hafa verið erfitt í fyrstu að flytja til Íslands t.a.m. vegna þess að enn eru marg­ir fjöl­skyldumeðlim­ir henn­ar í Sýr­landi. 

Bú­set­an hér á landi hafi svo orðið betri þegar skóla­gang­an hófst og hún kynnt­ist Ngan og Dönu. Þá nefn­ir hún einnig mik­il­vægi þess stuðnings sem þær fengu frá kenn­ur­um sín­um í skól­an­um. 

„Þeir gáfu okk­ur stuðning til þess að halda áfram líf­inu hér og það er núna mjög auðvelt að vera hérna. Ísland núna er annað heim­ili.“

Þátt­inn má sjá í heild sinni hér að neðan:

Lærðu ís­lensku og dúxuðu mennta­skól­ann

mbl.is