Samningslaus og kosið um verkfall

Kjaraviðræður | 11. júní 2025

Samningslaus og kosið um verkfall

Allar áhafnir loftfara og varðskipa Landhelgisgæslunnar sem og áhafna Hafrannsóknastofnunar hafa verið kjarasamningslausar síðan 1. apríl 2024 þegar samningur til eins árs rann út.

Samningslaus og kosið um verkfall

Kjaraviðræður | 11. júní 2025

Áhafnir Hafrannsóknastofnunar vilja betri kjör.
Áhafnir Hafrannsóknastofnunar vilja betri kjör. mbl.is/Eyþór

All­ar áhafn­ir loft­fara og varðskipa Land­helg­is­gæsl­unn­ar sem og áhafna Haf­rann­sókna­stofn­un­ar hafa verið kjara­samn­ings­laus­ar síðan 1. apríl 2024 þegar samn­ing­ur til eins árs rann út.

All­ar áhafn­ir loft­fara og varðskipa Land­helg­is­gæsl­unn­ar sem og áhafna Haf­rann­sókna­stofn­un­ar hafa verið kjara­samn­ings­laus­ar síðan 1. apríl 2024 þegar samn­ing­ur til eins árs rann út.

Í fe­brú­ar 2023 höfðu fé­lög sjó­manna, skip­stjórn­ar­manna og vél­stjóra náð samn­ing­um við Sam­tök at­vinnu­lífs­ins en þeir samn­ing­ar voru gerðir til tíu ára og eru því trygg­ir til langs tíma. Árni Sverris­son, formaður Fé­lags skip­stjórn­ar­manna, seg­ir í sam­tali við Morg­un­blaðið að fé­lagið hafi bæði náð samn­ing­um fyr­ir all­ar sín­ar stétt­ir á al­menn­um vinnu­markaði og sömu­leiðis sveit­ar­fé­lög­in sem sjá um hafn­irn­ar. Samn­ing­ar við ríkið sem skrifað var und­ir í apríl 2023 hafi þó aðeins verið til eins árs. Að ári liðnu skyldu var­an­legri samn­ing­ar gerðir en það hef­ur ekki enn þá gengið eft­ir.

mbl.is