Skilja eftir 21 árs hjónaband

Stjörnur skilja | 11. júní 2025

Skilja eftir 21 árs hjónaband

Bandaríski leikarinn Scott Wolf og eiginkona hans, leikkonan Kelley Wolf, hafa ákveðið að fara hvort í sína áttina eftir 21 árs hjónaband.

Skilja eftir 21 árs hjónaband

Stjörnur skilja | 11. júní 2025

Scott Wolf deildi fallegri færslu í tilefni af 20 ára …
Scott Wolf deildi fallegri færslu í tilefni af 20 ára brúðkaupsafmæli þeirra í maí í fyrra og birti þessa fallega mynd. Skjáskot/Instagram

Banda­ríski leik­ar­inn Scott Wolf og eig­in­kona hans, leik­kon­an Kell­ey Wolf, hafa ákveðið að fara hvort í sína átt­ina eft­ir 21 árs hjóna­band.

Banda­ríski leik­ar­inn Scott Wolf og eig­in­kona hans, leik­kon­an Kell­ey Wolf, hafa ákveðið að fara hvort í sína átt­ina eft­ir 21 árs hjóna­band.

Kell­ey greindi frá þessu í langri færslu á In­sta­gram-síðu sinni í gær­dag.

Ástæða skilnaðar­ins er óljós en leik­kon­an sagði þetta hafa verið afar erfiða ákvörðun.

Scott, sem er hvað þekkt­ast­ur fyr­ir hlut­verk sitt í þáttaröðinni Party of Five sem sýnd var við mikl­ar vin­sæld­ir á ár­un­um 1994 til 2000, hef­ur ekki tjáð sig op­in­ber­lega um skilnaðinn.

Kell­ey og Scott gengu í hjóna­band árið 2004 eft­ir tveggja ára sam­band. Þau eiga þrjú börn á ald­urs­bil­inu 11 til 16 ára.

View this post on In­sta­gram

A post shared by KELL­EY WOLF (@kell­eywolf)

mbl.is