Ísrael segir Hamas vopnvæða þjáningar

Ísrael/Palestína | 12. júní 2025

Ísrael segir Hamas vopnvæða þjáningar

Utanríkisráðuneyti Ísrael segir Hamas-hryðjuverkasamtökin vopnvæða þær þjáningar sem íbúar á Gasa-ströndinni glíma við en varað hefur verið við hættu á hungursneyð á Gasa.

Ísrael segir Hamas vopnvæða þjáningar

Ísrael/Palestína | 12. júní 2025

Hamas vopnvæðir þjáningar að sögn utanríkisráðuneytis Ísraels.
Hamas vopnvæðir þjáningar að sögn utanríkisráðuneytis Ísraels. AFP

Ut­an­rík­is­ráðuneyti Ísra­el seg­ir Ham­as-hryðju­verka­sam­tök­in vopn­væða þær þján­ing­ar sem íbú­ar á Gasa-strönd­inni glíma við en varað hef­ur verið við hættu á hung­urs­neyð á Gasa.

Ut­an­rík­is­ráðuneyti Ísra­el seg­ir Ham­as-hryðju­verka­sam­tök­in vopn­væða þær þján­ing­ar sem íbú­ar á Gasa-strönd­inni glíma við en varað hef­ur verið við hættu á hung­urs­neyð á Gasa.

Drápu hjálp­ar­starfs­menn

Banda­rísku sam­tök­in GHF, sem hafa dreift mat­væl­um á Gasa síðustu vik­ur greindu frá því að meðlim­ir Ham­as-sam­tak­anna hafi ráðist að rútu með starfs­mönn­um sín­um í gær­kvöldi og drepið þar fimm menn sem tóku þátt í hjálp­ar­starfi.

„Ham­as er að vopn­væða þján­ing­ar íbúa á Gasa. Ham­as kem­ur í veg fyr­ir að mat­væl­um sé út­deilt, ráðast að hjáp­ar­starfs­mönn­um og hafa hafnað eig­in fólki,“ seg­ir ut­an­rík­is­ráðuneyti Ísra­els um at­vikið. 

GHF-sam­tök­in tóku til starfa fyr­ir ör­fá­um mánuðum og hafa þegar út­deilt mörg­um millj­ón­um máltíða til íbúa á Gasa-strönd­inni. Sam­einuðu þjóðirn­ar hafa neitað að taka þátt í sam­starfi með sam­tök­un­um sök­um þess að hlut­leysi sam­tak­anna hef­ur verið lagt í efa. 

mbl.is