Samninganefnd Afls starfsgreinafélags og Rafiðnaðarsambands Íslands lýsir yfir miklum vonbrigðum með gang samningaviðræðna við Alcoa Fjarðaál.
Samninganefnd Afls starfsgreinafélags og Rafiðnaðarsambands Íslands lýsir yfir miklum vonbrigðum með gang samningaviðræðna við Alcoa Fjarðaál.
Samninganefnd Afls starfsgreinafélags og Rafiðnaðarsambands Íslands lýsir yfir miklum vonbrigðum með gang samningaviðræðna við Alcoa Fjarðaál.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá samninganefndinni.
Kjaradeila Afls og Rafiðnaðarsambandsins við Alcoa hefur staðið yfir frá því að kjarasamningar félaganna við Alcoa losnuðu 1. mars síðastliðinn.
„Það er orðið ljóst að Alcoa, líkt og aðrar stóriðjur hér á landi, hefur of lengi komist upp með
að greiða starfsfólki taxta sem eru lægri en það sem tíðkast á almennum vinnumarkaði,“ segir í tilkynningu samninganefndarinnar.
Enn fremur kemur fram að Alcoa hafi ítrekað lagt fram tilboð um hlutfallslega lægri launahækkanir en gengur og gerist á almennum vinnumarkaði og hjá öðrum stóriðjum.
Samninganefndin segir Alcoa hafa bolmagn til þess að bæta kjör starfsmanna sinna enda hafi rekstrarhagnaður Alcoa numið 7,4 milljörðum króna á síðasta ári.
Að lokum segir í tilkynningunni að samninganefndin skori á eigendur verksmiðjunnar að sýna samfélagslega ábyrgð og tryggja að starfsmenn fái sambærilegar launahækkanir og almennt eru greiddar á íslenskum vinnumarkaði.