Samningaviðræður stefna í strand

Kjaraviðræður | 12. júní 2025

Samningaviðræður stefna í strand

Samninganefnd Afls starfsgreinafélags og Rafiðnaðarsambands Íslands lýsir yfir miklum vonbrigðum með gang samningaviðræðna við Alcoa Fjarðaál.

Samningaviðræður stefna í strand

Kjaraviðræður | 12. júní 2025

Alcoa Fjarðarál á Reyðarfirði.
Alcoa Fjarðarál á Reyðarfirði. mbl.is/Sigurður Bogi

Samn­inga­nefnd Afls starfs­greina­fé­lags og Rafiðnaðarsam­bands Íslands lýs­ir yfir mikl­um von­brigðum með gang samn­ingaviðræðna við Alcoa Fjarðaál.

Samn­inga­nefnd Afls starfs­greina­fé­lags og Rafiðnaðarsam­bands Íslands lýs­ir yfir mikl­um von­brigðum með gang samn­ingaviðræðna við Alcoa Fjarðaál.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá samn­inga­nefnd­inni.

Kjara­deila Afls og Rafiðnaðarsam­bands­ins við Alcoa hef­ur staðið yfir frá því að kjara­samn­ing­ar fé­lag­anna við Alcoa losnuðu 1. mars síðastliðinn.

Alcoa greiði lægri taxta

„Það er orðið ljóst að Alcoa, líkt og aðrar stóriðjur hér á landi, hef­ur of lengi kom­ist upp með
að greiða starfs­fólki taxta sem eru lægri en það sem tíðkast á al­menn­um vinnu­markaði,“ seg­ir í til­kynn­ingu samn­inga­nefnd­ar­inn­ar.

Enn frem­ur kem­ur fram að Alcoa hafi ít­rekað lagt fram til­boð um hlut­falls­lega lægri launa­hækk­an­ir en geng­ur og ger­ist á al­menn­um vinnu­markaði og hjá öðrum stóriðjum.

Samn­inga­nefnd­in seg­ir Alcoa hafa bol­magn til þess að bæta kjör starfs­manna sinna enda hafi rekstr­ar­hagnaður Alcoa numið 7,4 millj­örðum króna á síðasta ári.

Að lok­um seg­ir í til­kynn­ing­unni að samn­inga­nefnd­in skori á eig­end­ur verk­smiðjunn­ar að sýna sam­fé­lags­lega ábyrgð og tryggja að starfs­menn fái sam­bæri­leg­ar launa­hækk­an­ir og al­mennt eru greidd­ar á ís­lensk­um vinnu­markaði.

mbl.is