Þakklát sjálfri sér fyrir að hafa látið drauma sína rætast

Afríka | 15. júní 2025

Þakklát sjálfri sér fyrir að hafa látið drauma sína rætast

Rebekka Þurý Pétursdóttir er 27 ára tómstunda- og félagsmálafræðingur sem elskar að ferðast. Sá áhugi fær að blómstra alla daga þar sem hún vinnur hjá ferðaskrifstofunni Kilroy, sem er þekkt fyrir að skipuleggja ferðir og reisur fyrir ungt fólk. Ásamt því starfar Rebekka í hlutastarfi í félagsmiðstöð, svo að það er í nógu að snúast þessa dagana.

Þakklát sjálfri sér fyrir að hafa látið drauma sína rætast

Afríka | 15. júní 2025

Rebekka Þurý Pétursdóttir við Machu Picchu í Perú.
Rebekka Þurý Pétursdóttir við Machu Picchu í Perú. Ljósmynd/Aðsend

Re­bekka Þurý Pét­urs­dótt­ir er 27 ára tóm­stunda- og fé­lags­mála­fræðing­ur sem elsk­ar að ferðast. Sá áhugi fær að blómstra alla daga þar sem hún vinn­ur hjá ferðaskrif­stof­unni Kil­roy, sem er þekkt fyr­ir að skipu­leggja ferðir og reis­ur fyr­ir ungt fólk. Ásamt því starfar Re­bekka í hluta­starfi í fé­lags­miðstöð, svo að það er í nógu að snú­ast þessa dag­ana.

Re­bekka Þurý Pét­urs­dótt­ir er 27 ára tóm­stunda- og fé­lags­mála­fræðing­ur sem elsk­ar að ferðast. Sá áhugi fær að blómstra alla daga þar sem hún vinn­ur hjá ferðaskrif­stof­unni Kil­roy, sem er þekkt fyr­ir að skipu­leggja ferðir og reis­ur fyr­ir ungt fólk. Ásamt því starfar Re­bekka í hluta­starfi í fé­lags­miðstöð, svo að það er í nógu að snú­ast þessa dag­ana.

„Ég bý ein með kis­unni minni í íbúðinni okk­ar í Kópa­vog­in­um en í frí­tíma mín­um finnst mér gam­an að hreyfa mig, fara í mat til múttu og horfa á þætti, og svo hef ég ferðast í raun­inni frá því að ég gat það.

Ég hef unnið hjá Kil­roy á Íslandi í tæp­lega þrjú ár, fyrst var ég ferðaráðgjafi og vann við að setja upp æv­in­týra­ferðir fyr­ir aðra, en í dag er ég teym­is­stjóri hjá ein­stak­lings- og hópa­deild­inni okk­ar. Ég er því ekki leng­ur að setja upp ferðir, held­ur sinni ég ann­ars kon­ar verk­efn­um og er ferðaráðgjöf­un­um okk­ar inn­an hand­ar.“

Hún hefur ferðast til marga heimsálfa, hér er hún í …
Hún hef­ur ferðast til marga heims­álfa, hér er hún í Hanoí í Víet­nam. Ljós­mynd/​Aðsend

Hvernig kviknaði þinn ferðaáhugi?

„Það kviknaði al­menni­leg æv­in­týraþrá í mér þegar ég var ábyggi­lega svona fjór­tán eða fimmtán ára, á skóla­kynn­ingu frá skipt­inem­a­sam­tök­um AFS. Þá fór þessi bolti að rúlla fyr­ir al­vöru og ég tók þá ákvörðun, að í mennta­skóla skyldi ég fara í skipti­nám úti í heimi, og helst eins langt í burtu og ég gæti.Ég fór síðar til Nýja-Sjá­lands í eitt ár þar sem ég upp­lifði og lærði ótrú­lega hluti, þá átján ára, svo eft­ir að ég mætti heim var ekki aft­ur snúið. Ég bjó hjá blandaðri Ma­ori og Samo­an fjöl­skyldu, æfði ruðning, lærði Haka dans, fór í Ma­ori mat­ar­boð og jarðarför og það má í raun segja að ég hafi verið í hálf­gerðum draumi þarna í ár, þar sem allt var nýtt; menn­ing­in, tungu­málið, um­hverfið, vin­ir og fjöl­skylda, ótrú­leg upp­lif­un.

Eft­ir út­skrift úr mennta­skóla vissi ég í raun­inni ekk­ert hvað ég vildi gera næst, annað en það að ég varð að kom­ast í nýtt æv­in­týri. Ég vildi ekki beint fylgja straumn­um og fara í há­skóla­nám í bara eitt­hvað, þegar ég vissi í raun ekk­ert hvað ég vildi læra. Ég tók þá frek­ar ár í pásu og vann, safnaði pen­ing og planaði heims­reisu. Það er gam­an að segja frá því að í heims­reis­unni minni sótti ég um nám, en þá hafði ég fetað mig aðeins meir og vissi bet­ur hvað ég vildi læra.

Við vin­kon­urn­ar, ég og tvær vin­kon­ur úr mennta­skóla, leituðum til Kil­roy sem aðstoðaði okk­ur í að setja upp rúm­lega þriggja mánaða heims­reisu. Það má al­veg segja svona efti­rá að hafa farið í það æv­in­týri er með því besta sem ég hef gert. Þá fór­um við þrjár sam­an til Afr­íku og Asíu, en ég kvaddi þær á Balí og fór í heim­sókn til Nýja-Sjá­lands aft­ur og flaug hinum meg­in heim, í gegn­um Banda­rík­in svo að ég kláraði hring­inn í kring­um hnött­inn. Við heim­sótt­um þá sex lönd í Afr­íku og fimm í Asíu en við lærðum að kafa á Sansi­b­ar, fór­um á brimbrettanám­skeið í Mar­okkó, fór­um í safarí í Suður-Afr­íku, sigl­ingu í Víet­nam og gerðum margt fleira ótrú­lega eft­ir­minni­legt og skemmti­legt,“ seg­ir hún og bæt­ir við: 

„Síðustu ár hef ég kannski mest verið að ferðast ein. Ég er nú samt aldrei ein á þess­um ferðalög­um. Ég skrái mig alltaf í eitt­hvað skemmti­legt pró­gramm, hópa­ferð, brimbrettanám­skeið, og gisti á gisti­heim­il­um. Þá er ég ein í flug­un­um, en svo ekki meir, mér finnst það æði. Ég hef eign­ast voða góða vini í gegn­um tíðina ein­mitt í þannig ferðalög­um hvaðan af úr heim­in­um.“

Rebekka er með köfunarréttindi sem hún fékk í Afríku.
Re­bekka er með köf­un­ar­rétt­indi sem hún fékk í Afr­íku. Ljós­mynd/​Aðsend

Fékk krefj­andi verk­efni í hend­urn­ar síðasta sum­ar

Hvað gefa ferðalög þér?

„Að ferðast og heim­sækja fram­andi staði er svo þrosk­andi. Það hef­ur alla­vega víkkað minn sjón­deild­ar­hring allsvaka­lega og ég hef gert og séð hluti sem mig bara dreymdi um þegar ég var ung­ling­ur. Ég er ótrú­lega ánægð að hafa látið verða af því. Ferðalög og æv­in­týri gefa mér í raun þess­ar ótrú­legu lífs­reynslu og upp­lif­an­ir sem kannski kenna manni hluti sem maður ann­ars myndi ekki læra, ann­ars staðar. 

Ég lenti í fer­leg­um veik­ind­um síðasta sum­ar og fékk hjarta­áfall heima hjá mér, þá 26 ára göm­ul. Það var held­ur bet­ur eitt stykki lífs­reynsla, en ég man bara að þegar allt var í gangi og ég vissi ekki hvernig færi fyr­ir mér, að ég fann fyr­ir þakk­læti, þá helst til míns sjálfs, fyr­ir að hafa lifað líf­inu mínu og hvað ég hafði verið dug­leg að láta draum­ana mína ræt­ast. Al­veg drama­tískt dæmi en vá hvað ég er feg­in að hafa gefið mér all­ar þess­ar upp­lif­an­ir og æv­in­týri,“ seg­ir Re­bekka.

Rebekka fór í frábæra heimsreisu eftir menntaskóla, hér er hún …
Re­bekka fór í frá­bæra heims­reisu eft­ir mennta­skóla, hér er hún við Kuang Si foss­ana í Laos. Ljós­mynd/​Aðsend

Hvaða ferðir á síðustu árum standa upp úr hjá þér?

„Síðustu ár hef ég mikið farið ein en ég held að Perú standi mikið up­p­úr. Ég átti Suður- og Mið-Am­er­íku al­veg eft­ir og hef náð að skoða slatta þar uppá síðkastið; Mexí­kó, Kosta Ríka, Arg­entínu, Bras­il­íu og fleiri skemmti­lega staði. Að fara til Perú og sjá Machu Picchu er bara eitt­hvað sem ég mun aldrei gleyma, en mér fannst allt þar al­veg stór­kost­legt. Mat­ur­inn, fólkið, sag­an, menn­ing­in, bara allt.

Ég gekk ekki upp að Machu Picchu held­ur fór ég í dags­ferð í lest og tók svo rútu upp á topp, ég er ekki svo mik­ill göngugarp­ur. En ef ég ætti að fara aft­ur, þá hugsa ég að ég myndi samt fara Inca Trail eða Lares Trek og labba upp. Ég varði líka nokkr­um dög­um í Amazon skóg­in­um, sem var magnað. Ég sá alls kon­ar dýr þar, við vor­um svona helst að leita að stærri dýr­um eins og par­dus­dýr­um eða ana­kondu en ég sá risa otra, tar­antúlu, apa, sná­ka, vill­is­vín og krókó­díla svo eitt­hvað sé nefnt. Mér leið eins og ég væri pínu ponsu lít­il ein­hvern veg­inn í þess­um skógi, hann er rosa­leg­ur,“ seg­ir hún. 

Hún mun seint gleyma dvölinni sinni í Amazon skóginum.
Hún mun seint gleyma dvöl­inni sinni í Amazon skóg­in­um. Ljós­mynd/​Aðsend

Mexí­kó heillaði hana upp úr skón­um. 

„Mexí­kó var líka enn æðis­legra land en ég bjóst við, þar fór ég í hópa­ferð og heim­sótti hell­ing af skemmti­leg­um stöðum. Oaxaca var einn af upp­á­halds­stöðunum mín­um en þar var svo mik­il litagleði og góður mat­ur, markaðir og svo römbuðum við á brúðkaup sem minnti bara á 17.júní skrúðgöngu. Ég fór líka á brimbretti í Pu­erto Escondido, synti í neðanj­arðar­hell­um á Yucatán-svæðinu og sá enn eitt und­ur ver­ald­ar, Chichén Itzá. Ég hélt líka upp á af­mælið mitt með hópn­um mín­um sem vildi svo skemmti­lega til að var sama dag og við fór­um á mat­reiðslu­nám­skeið, en fólkið sem var að sjá um það voru al­gjör­ir meist­ar­ar. Þau bjuggu til köku fyr­ir mig og höfðu líka út­búið Pinata sem er svona fíg­úra með nammi í, svo fór­um við í Mezcal smökk­un hjá þeim og borðuðum á okk­ur gat, al­vöru mexí­kanskt af­mæli,“ seg­ir hún.

Hér er Rebekka við Chichén Itzá ásamt góðum ferðafélögum.
Hér er Re­bekka við Chichén Itzá ásamt góðum ferðafé­lög­um. Ljós­mynd/​Aðsend

Ómiss­andi að fara á Bollywood mynd

Er eitt­hvað land sem hef­ur komið þér sér­stak­lega á óvart?

„Ég kom heim núna um dag­inn frá Indlandi en það kom mér svo­lítið á óvart. Ótrú­lega gam­an og áhuga­vert að vera þar! Nú hef ég heim­sótt 42 lönd í öll­um heims­álf­um, fyr­ir utan Suður­skautslandið og ég er í raun hvergi nærri hætt.“

Hvernig var ferðin þín til Ind­lands?

„Ég fór í átta daga hóp­ferð þar sem ég fór svo­kallaðan gullna þrí­hyrn­ing­inn, en þá er farið frá Nýju Delí til Agra, þaðan til Jaip­ur og aft­ur til Delí. Ég var í land­inu í um tíu daga og gaf mér smá tíma sjálf fyr­ir og eft­ir hóp­ferðina. Í Agra má finna Taj Mahal sem stóð held­ur bet­ur up­p­úr en upp­á­halds­borg­in mín var Jaip­ur, sem er kölluð „The Pink City“ en mér fannst al­veg æðis­legt þar. Marg­ir fóru ein­mitt þaðan í tígrís­dýra safaríferð til að reyna að sjá tígr­is­dýr í óbyggðunum fyr­ir utan borg­ina, ég hafði ekki tíma fyr­ir það en veit af því fyr­ir næst.“

Bleika höllin í Jaipur, Hawa Mahal, er gullfalleg við sólsetur.
Bleika höll­in í Jaip­ur, Hawa Mahal, er gull­fal­leg við sól­set­ur. Ljós­mynd/​Aðsend

Hún seg­ir að sag­an, menn­ing­in og arki­tekt­úr­inn hafi staðið upp úr. 

„Það var mik­il upp­lif­un al­mennt að vera þarna, mann­mergðin, ruslið, litagleðin, fólkið, þetta er ein­hvern veg­inn all­ur pakk­inn og mikið æv­in­týri. Ég hef nú al­veg farið víða en ég viður­kenni að ég varð eitt­hvað smá kvíðin fyr­ir því að fara til Ind­lands, aðallega út frá því hvað fólk í kring­um mig var sjokk­erað yfir því að ég væri að fara þangað. Ég fékk marg­ar spurn­ing­ar fyr­ir brott­för frá vin­um og vanda­mönn­um, í raun voru flest hissa á mér að ég skyldi hætta mér þangað.

Þetta var svo auðvelt, ég var í hóp­ferð, með far­ar­stjóra og öðrum ferðalöng­um, var búin að kynna mér landið og bóka skutl frá og til flug­vall­ar. Svo var fólkið bara al­veg ynd­is­legt. Áreitið var samt oft nokkuð mikið, en ver­andi hvít, með blá augu og rautt hár voru marg­ir hissa og eig­in­lega spennt­ir yfir því að sjá mig þarna. Ég var oft beðin um mynd með heilu fjöl­skyld­un­um og oft­ast börn­um. Allt áreiti kom af góðum stað, for­vitni, aðdáun eða bara al­menn gleði, fólk var ekki of ágengt eða dóna­legt, þvert á móti. Þetta er auðvitað eitt­hvað sem maður teng­ir ekki við, en þetta er part­ur af menn­ing­unni þeirra og truflaði mig lítið. Til að setja þetta í smá sam­hengi þá sá ég enga hvíta mann­eskju í flug­inu mínu frá Dubaí til Ind­lands, ég var ein. Túrism­inn er ekki beint í blúss­andi sigl­ingu í Indlandi. Ég fór líka í bíó á Bollywood mynd og ég verð að mæla með því, það er al­gjör snilld,“ seg­ir hún.

Hún hefur verið óhrædd við að ferðast um heiminn ein.
Hún hef­ur verið óhrædd við að ferðast um heim­inn ein. Ljós­mynd/​Aðsend

Re­bekku finnst frá­bært að vinna hjá fyr­ir­tæki sem sér­hæf­ir sig í ferðalög­um, þar sem sam­starfs­fé­lag­arn­ir eiga all­ir það sam­eig­in­legt að hafa ferðast víða, en kannski ekki á sömu staðina. Hún get­ur því auðveld­lega fengið fullt af góðum meðmæl­um um nýja og spenn­andi áfangastaði hjá þeim, og hún get­ur sömu­leiðis gefið það sama af sér.

Núna geta aðrir notið góðs af því en Re­bekka og teymið henn­ar voru að byrja með hlaðvarp sem heit­ir Kil­roy kastið: Á áætl­un, og verður það í gangi í sum­ar. Þar munu þau tala um allt á milli him­ins og jarðar sem teng­ist ferðalög­um og  þau ætla að fá til sín góða gesti sem munu spjalla um sín ferðalög.

Rebekka Þurý ætlar að halda áfram að ferðast á næstu …
Re­bekka Þurý ætl­ar að halda áfram að ferðast á næstu árum. Ljós­mynd/​Aðsend

Hvaða staði dreym­ir þig um að heim­sækja?

„Ég er ekki með neina bókaða ferð eins og er, maður þarf alltaf aðeins að safna sér fyr­ir ferðalög­un­um svona inná milli en ég hugsa að næst á dag­skrá hjá mér séu Fil­ipps­eyj­ar. Mig lang­ar rosa­lega að fara til Bohol eða Malap­ascua og kafa þar.
Ann­ars er ég bara ósköp venju­leg­ur Kópa­vogs­búi og vinn minn átta tíma vinnu­daga, ásamt fé­lags­miðstöðinni, og mér finnst bara mik­il­vægt að taka það fram að ef vilj­inn er fyr­ir hendi er allt hægt. For­eldr­ar mín­ir ferðuðust ekki mikið með mig á fram­andi slóðir sem barn, ég fæ ekki ferðastyrki frá fjöl­skyldu eða vin­um, held­ur tek ég ákvörðun um að setja ferðalög og æv­in­týri í for­gang og ráðstafa eig­in spari­fé í það. Maður þarf ekki að vera rík­ur, fræg­ur, áhrifa­vald­ur eða að vinna í ferðaþjón­ustu til að fara í fram­andi ferðalög og á æv­in­týra­lega staði. Það er hundrað pró­sent fyr­ir alla sem vilja,“ seg­ir Re­bekka. 

mbl.is