Borgarar flýja Teheran

Borgarar flýja Teheran

Íbúar írönsku höfuðborgarinnar Teheran flýja hana nú hver um annan þveran af ótta við loftárásir Ísraelsmanna sem á föstudag gerðu slíkar árásir á nokkur skotmörk í Íran – að þeirra sögn til þess að hindra að þessi erkióvinur þeirra nái að koma sér upp kjarnorkuvopnum. Hafa írönsk stjórnvöld hafnað því alfarið að slíkt standi fyrir dyrum.

Borgarar flýja Teheran

Átök á milli Ísraels og Írans | 16. júní 2025

00:00
00:00

Íbúar ír­önsku höfuðborg­ar­inn­ar Teher­an flýja hana nú hver um ann­an þver­an af ótta við loft­árás­ir Ísra­els­manna sem á föstu­dag gerðu slík­ar árás­ir á nokk­ur skot­mörk í Íran – að þeirra sögn til þess að hindra að þessi erkióvin­ur þeirra nái að koma sér upp kjarn­orku­vopn­um. Hafa ír­önsk stjórn­völd hafnað því al­farið að slíkt standi fyr­ir dyr­um.

Íbúar ír­önsku höfuðborg­ar­inn­ar Teher­an flýja hana nú hver um ann­an þver­an af ótta við loft­árás­ir Ísra­els­manna sem á föstu­dag gerðu slík­ar árás­ir á nokk­ur skot­mörk í Íran – að þeirra sögn til þess að hindra að þessi erkióvin­ur þeirra nái að koma sér upp kjarn­orku­vopn­um. Hafa ír­önsk stjórn­völd hafnað því al­farið að slíkt standi fyr­ir dyr­um.

Mynd­efni af sam­fé­lags­miðlum, sem AFP-frétta­stof­an seg­ir ósvikið, sýn­ir mikl­ar um­ferðartepp­ur í norðurátt á þjóðvegi sem ligg­ur út úr höfuðborg­inni. Um­ferð í gagn­stæða átt er á sama tíma nán­ast eng­in.

Fram til þessa hafa árás­ir Ísra­ela orðið að minnsta kosti 224 manns að bana í Íran, þar á meðal hátt setta stjórn­end­ur hers­ins og kjarn­orku­vís­inda­menn, en einnig al­menna borg­ara, eft­ir því sem ír­önsk stjórn­völd greina frá.

Reykjarmökkur stígur upp af byggingu í Suðvestur-Teheran í dag eftir …
Reykjar­mökk­ur stíg­ur upp af bygg­ingu í Suðvest­ur-Teher­an í dag eft­ir árás Ísra­els­manna. AFP/​Atta Kenare

Vara við um­ferð við hernaðarmann­virki

Hafa þau brugðið á það ráð að loka loft­helgi lands­ins um óákveðinn tíma vegna árás­anna sem tákn­ar að einu flótta­leiðirn­ar út úr land­inu eru á jörðu niðri. Gagnárás­ir Írana hafa að sögn Ísra­ela orðið 24 að bana í Ísra­el.

Hafa Ísra­el­ar tekið Írön­um vara á að vera á ferð ná­lægt öll­um þeim hernaðarmann­virkj­um í borg­um Írans þar sem fjöldi her­manna eða sér­sveit­ar­manna er til staðar, hvort sem þeir eru ein­kennisklædd­ir eður ei.

Íransk­ir fréttamiðlar hafa birt mynd­efni sem sýn­ir biðraðir hundraða bif­reiða við bens­ín­stöðvar í Teher­an og borg­inni Karaj og látið þær skýr­ing­ar fylgja að borg­ar­ar fylli þar tanka sína til að búa sig und­ir akst­ur til ör­ugg­ari svæða.

mbl.is