Elín Metta útskrifaðist sem læknir

Menntun er máttur | 16. júní 2025

Elín Metta útskrifaðist sem læknir

Brautskráningar Háskóla Íslands og Listaháskóla Íslands fóru fram á laugardaginn. Sól og blíða einkenndi daginn. Ein af þeim sem útskrifaðist er Elín Metta Jensen fótboltastjarna sem nú er orðin læknir. Hún var þó ekki sú eini þekkti einstaklingurinn sem útskrifaðist um helgina. Króli og Katla Njáls útskrifuðust og líka Álfgrímur svo einhverjir séu nefndir. 

Elín Metta útskrifaðist sem læknir

Menntun er máttur | 16. júní 2025

Elín Metta Jensen.
Elín Metta Jensen.

Braut­skrán­ing­ar Há­skóla Íslands og Lista­há­skóla Íslands fóru fram á laug­ar­dag­inn. Sól og blíða ein­kenndi dag­inn. Ein af þeim sem út­skrifaðist er Elín Metta Jen­sen fót­bolta­stjarna sem nú er orðin lækn­ir. Hún var þó ekki sú eini þekkti ein­stak­ling­ur­inn sem út­skrifaðist um helg­ina. Króli og Katla Njáls út­skrifuðust og líka Álf­grím­ur svo ein­hverj­ir séu nefnd­ir. 

Braut­skrán­ing­ar Há­skóla Íslands og Lista­há­skóla Íslands fóru fram á laug­ar­dag­inn. Sól og blíða ein­kenndi dag­inn. Ein af þeim sem út­skrifaðist er Elín Metta Jen­sen fót­bolta­stjarna sem nú er orðin lækn­ir. Hún var þó ekki sú eini þekkti ein­stak­ling­ur­inn sem út­skrifaðist um helg­ina. Króli og Katla Njáls út­skrifuðust og líka Álf­grím­ur svo ein­hverj­ir séu nefnd­ir. 

Glæsilegt fólk útskrifaðist um helgina.
Glæsi­legt fólk út­skrifaðist um helg­ina. Sam­sett mynd

„Neyddi mig með sér í pruf­ur“

Leik­list­ar­vin­irn­ir Katla Njáls­dótt­ir og Krist­inn Óli út­skrifuðust með BA-gráðu í leik­list frá Lista­há­skóla Íslands. Katla seg­ist vera afar þakk­lát fyr­ir Kidda vin sinn þar sem hann dró hana í pruf­ur árið 2021. 

Harpa stút­full af ungu og upp­renn­andi lista­fólki

Söngv­ar­inn og listamaður­inn, Álf­grím­ur Aðal­steins­son, út­skrifaðist sem sviðshöf­und­ur um helg­ina. Útskrift­ar­nem­arn­ir voru glæsi­leg­ir við braut­skrán­ingu skól­ans!

„Lækna­eiður­inn und­ir­ritaður!“

Elín Metta Jen­sen knatt­spyrnu­kona und­ir­ritaði lækna­eiðinn fyrr í vik­unni. Elín lauk því form­lega 6 ára lækna­námi við Lækna­deild Há­skóla Íslands á laug­ar­dag­inn með glæsi­brag!

Erna Hrund á bleiku skýi

Erna Hrund Her­manns­dótt­ir, áhrifa­vald­ur og sölu­stjóri COLLAB á Norður­lönd­un­um, út­skrifaðist með MBA-gráðu frá Há­skóla Íslands. Erna Hrund fékk sér­staka viður­kenn­ingu fyr­ir besta loka­verk­efnið en hún skrifaði um stefnu­mót­un fyr­ir út­flutn­ing COLLAB til Dan­merk­ur.

„Thank you Há­skóli Íslands“

Söng­kon­an Diljá Pét­urs­dótt­ir út­skrifaðist með BS-gráðu í sjúkraþjálf­un­ar­fræði frá Há­skóla Íslands. Nóg hef­ur verið að gera síðan Diljá hóf nám við sjúkraþjálf­un­ar­fræði en á síðasta ári fór hún og keppti fyr­ir Íslands hönd í Söngv­akeppn­inni evr­ópsku og var í fullu námi sam­hliða því. Vel gert, Diljá!

Geng­in 38 vik­ur á leið í loka­próf­um

Fjóla Sig­urðardótt­ir, fyrr­um stjórn­andi hlaðvarps­ins Eig­in Kon­ur, út­skrifaðist með meist­ara­gráðu í stjórn­un og for­ystu með áherslu á mannauðsstjórn­un. 

„Gella með gráðu“

Guðný Björk Stef­áns­dótt­ir, landsliðskona í ólymp­ísk­um lyft­ing­um, út­skrifaðist með BS-gráðu í hjúkr­un­ar­fræði frá Há­skóla Íslands. Guðný hef­ur sinnt nám­inu sam­hliða því að keppa fyr­ir Íslands hönd í ólymp­ísk­um lyft­ing­um um all­an heim.

Glæsi­leg­ir leik­ar­ar!

Sól­björt Sig­urðardótt­ir, meðlim­ur í hljóm­sveit­inni Hat­ara og Eurovisi­on­fari, út­skrifaðist með BA-gráðu í leik­list frá Lista­há­skóla Íslands.

Smart­land öll­um út­skrift­ar­nem­um til ham­ingju með ár­ang­ur­inn! 

mbl.is