Kynntust í áttunda bekk og eiga nú saman fyrirtæki

Framakonur | 16. júní 2025

Kynntust í áttunda bekk og eiga nú saman fyrirtæki

„Við áttum strax margt sameiginlegt en það sem einkenndi okkur báðar var þessi drifkraftur,“ segir Eyrún Anna Tryggvadóttir, annar eiganda barnavöruverslunarinnar Bíum Bíum. Eyrún rekur verslunina ásamt bestu vinkonu sinni, Olgu Helenu Ólafsdóttur. 

Kynntust í áttunda bekk og eiga nú saman fyrirtæki

Framakonur | 16. júní 2025

Olga og Eyrún hafa verið vinkonur síðan í grunnskóla og …
Olga og Eyrún hafa verið vinkonur síðan í grunnskóla og reka nú barnavöruverslunina Bíum Bíum. mbl.is/Eyþór

„Við átt­um strax margt sam­eig­in­legt en það sem ein­kenndi okk­ur báðar var þessi drif­kraft­ur,“ seg­ir Eyrún Anna Tryggva­dótt­ir, ann­ar eig­anda barna­vöru­versl­un­ar­inn­ar Bíum Bíum. Eyrún rek­ur versl­un­ina ásamt bestu vin­konu sinni, Olgu Helenu Ólafs­dótt­ur. 

„Við átt­um strax margt sam­eig­in­legt en það sem ein­kenndi okk­ur báðar var þessi drif­kraft­ur,“ seg­ir Eyrún Anna Tryggva­dótt­ir, ann­ar eig­anda barna­vöru­versl­un­ar­inn­ar Bíum Bíum. Eyrún rek­ur versl­un­ina ásamt bestu vin­konu sinni, Olgu Helenu Ólafs­dótt­ur. 

„Það eru marg­ir sem tala um að gera hitt og þetta en við ákveðum bara að kýla á hlut­ina,“ bæt­ir Olga við.

Þær kynnt­ust í átt­unda bekk og áttuðu sig fljótt á því að þær myndu vilja starfa sam­an í framtíðinni. Fyrsta var­an þeirra var minn­ing­ar­bók fyr­ir ný­fædd börn sem er enn til sölu í dag. Síðan þá hef­ur mikið vatn runnið til sjáv­ar, þær hafa stækkað fyr­ir­tækið jafnt og þétt og eru eig­end­ur einn­ar stærstu barnafata­versl­un­ar lands­ins. 

Í grunn­skóla fóru þær fljót­lega að stunda ým­is­legt sam­an hvað fé­lags­lífið varðar.

„Við vor­um í skemmt­i­nefnd­um og skipu­lögðum hitt og þetta. Það er ekki hægt að vinna með öll­um vin­kon­um sín­um en við fund­um fljótt eft­ir að við kynnt­umst að við smell­um sam­an á marg­an hátt.“

Eft­ir grunn­skóla ákváðu þær að mennta sig á ólík­an hátt svo styrk­leik­ar beggja gætu nýst í starfi.

„Þetta var ákveðið mjög snemma þótt við viss­um ekk­ert hvað við ætluðum að fara að gera eða hvað við mynd­um gera í framtíðinni,“ segja þær hlæj­andi.

Olga ákvað að fara í lög­fræði og Eyrún í viðskipta­fræði. Það varð þó ekki fyrr en þær urðu báðar ófrísk­ar árið 2016 að ein hug­mynd fædd­ist í leiðinni.

„Við sát­um í Kringl­unni, báðar ólétt­ar og töluðum um að það hafi ekki verið nein minn­ing­ar­bók sem gef­in hafði verið út síðan árið 1985,“ seg­ir Olga.

„Svo fyrsta verk­efnið er minn­ing­ar­bók­in okk­ar sem er enn í sölu. Við pínd­um vin­kon­ur okk­ar til að kaupa ein­tak og seld­um önn­ur ein­tök á Snapchat. Og svo vind­ur þetta upp á sig,“ segja þær og hlæja. Bók­in hef­ur selst í tugþúsund­um ein­taka. 

Í kjöl­farið fara þær að bæta við sig fleiri barna­vör­um og stofna Von Versl­un. Þeim fannst vanta upp á úr­valið hér á landi á viðarleik­föng­um. Versl­un­in stækkaði hratt á stutt­um tíma.

„Við höf­um alltaf stækkað á ró­leg­an hátt, án þess að fá aukið fjár­magn og taka lán. Við pöntuðum ekki aðra send­ingu fyrr en við vor­um bún­ar að selja fyrri og við átt­um alltaf fyr­ir næstu send­ingu. Þetta var þægi­leg­ur vöxt­ur og við vor­um ekki að spenna bog­ann of snemma,“ segja þær.

Ein­yrkj­ar sjá um allt

„Það er skemmti­legt að finna fyr­ir vext­in­um þegar rýmið sem þú ert ný­kom­in inn í er orðið of lítið. En það þarf að vanda sig á markaðnum og við höf­um lært svo mikið af þessu,“ seg­ir Olga.

„Ein­yrkj­ar gera allt. Þú af­greiðir, skúr­ar, þríf­ur kló­settið, sérð um bók­haldið, vinn­ur markaðsefni og út­hýs­ir engu því hver króna skipt­ir máli,“ seg­ir Eyrún.

„Heims­far­ald­ur­inn var góður tími fyr­ir okk­ur. Það var að hægj­ast á markaðnum og fólk hélt sig heima við. Við flutt­um okk­ur í Ármúla og áður en við viss­um vor­um við hætt­ar í vinn­unni og ætluðum að veðja á þetta. Við sögðum að ef við ætluðum ekki að fara alla leið þá yrðum við að hætta,“ seg­ir Eyrún.

Árið 2022 fá þær sím­tal og er boðið að skoða kaup á barnafata­versl­un­inni Bíum Bíum. Fyr­ir­tæk­in pössuðu vel sam­an að þeirra sögn þar sem Von var aðallega með barna­leik­föng og Bíum Bíum með barna­föt.

„Við höf­um oft hlegið að því að við vilj­um ekki hafa það ró­legt,“ seg­ir Eyrún.

Rauð barna­föt selj­ast ekki hér á landi

Halda stóru vörumerk­in sig við sín­ar búðir hér á landi?

„Með flest merk­in þá erum við einu söluaðilarn­ir. Ísland er þannig markaður. Þú get­ur ekki verið að selja stórt vörumerki í mörg­um versl­un­um. Þeir eru byrjaðir að átta sig á því, birgjarn­ir úti, að versl­an­irn­ar munu ekki leggja á sig í markaðssetn­ingu til að aðstoða við sölu á merk­inu ef það er víða,“ seg­ir Olga.

„Maður held­ur vel um sín vörumerki og við erum í góðu sam­bandi við þau. Þetta eru per­sónu­leg sam­skipti, það er núm­er eitt, tvö og þrjú, þetta verður að vera þannig,“ bæt­ir Eyrún við.

Það hef­ur verið mik­ill skóli að þeirra mati að halda góðum sam­bönd­um við birgja og fara þær reglu­lega út á sýn­ing­ar til að panta vör­ur.

„Með tím­an­um fer maður að geta haft áhrif á vörumerk­in því þau spyrja hvað kúnn­inn okk­ar vill,“ seg­ir Eyrún.

„Það hef­ur oft verið grín­ast með það að það sé ekki hægt að fram­leiða neitt rautt eða gult fyr­ir Íslend­inga því það selst ekki. Það kaup­ir eng­in rauð föt nema fyr­ir jól­in, það er eini rauði lit­ur­inn sem flýg­ur,“ segja þær hlæj­andi.

Ný­lega fluttu þær í rými í Ármúla þar sem Snúr­an var áður. Nú eru þær með versl­un, lag­er og skrif­stofu á sama stað sem er mik­ill kost­ur að þeirra mati.

„Það er gam­an að sjá hvernig Múl­inn er orðinn að skemmti­legu svæði. Það er mikið og skemmti­legt líf hérna og við elsk­um að vera á þessu svæði.“

Olga og Eyrún eru samrýndar og tekst þeim að rökræða …
Olga og Eyrún eru sam­rýnd­ar og tekst þeim að rök­ræða og leysa úr þeim mál­um sem koma upp. mbl.is/​Eyþór

Alltaf í vinn­unni

Nú eru marg­ir sem reyna eins og þeir geta að skilja að vinnu og einka­líf, hvernig geng­ur það hjá ykk­ur?

„Við erum alltaf í vinn­unni. Ef versl­un­in er opin þá erum við í vinn­unni. En við reyn­um líka að vera góðar að minna hvora aðra á það þegar önn­ur okk­ar er í fríi, þá er hún í fríi. Með tím­an­um stækka síðan verk­efn­in, þeim fjölg­ar og það er ekki hægt að vera í öllu,“ svara þær.

Þær segj­ast vera með öfl­ug­ar stelp­ur í vinnu og þær geti andað létt­ar nú þegar þær ákveða að taka sér frí.

„En fæðing­ar­or­lof og sum­ar­frí eru aldrei tek­in, þetta skipt­ir okk­ur miklu máli. Það er ekki hægt að slökkva á sím­an­um, ábyrgðin er alltaf okk­ar,“ seg­ir Eyrún.

„Það þarf líka að taka þetta sam­tal við maka. Þeir vita að þó að við séum í fríi þá get­ur það verið þannig að við séum að senda tölvu­pósta á sund­laug­ar­bakk­an­um.“

Vinnu­dag­arn­ir eru oft­ast í kring­um tólf klukku­stund­ir. Eft­ir að versl­un­in lok­ar þarf að klára að svara tölvu­póst­um, setja nýj­ar send­ing­ar inn í kerfið eða borga reikn­inga.

Gera þetta sam­an

Hef­ur margt komið upp á milli ykk­ar?

„Það hef­ur aldrei orðið þannig að það hafi orðið eitt­hvað ósætti. Okk­ur hef­ur tek­ist að ræða allt, rök­ræðum auðvitað en svo erum við farn­ar að hugsa um hvað við ætl­um að borða í há­deg­inu,“ seg­ir Eyrún.

„Miðað við harkið, fjölda vinnu­tíma, svefn­leysi, þreytu og stress þá hugs­um við frek­ar hvað við gæt­um ekki gert þetta án hvor annarr­ar. Allt sem ég geri hef­ur áhrif á henn­ar líf og öf­ugt svo við ger­um þetta sam­an. Þetta snýst um ofboðslega virðingu og traust.“

En hvernig hef­ur þetta verið með til­komu skandi­nav­ískra net­versl­ana, líkt og Boozt?

„Ég myndi ekki segja að þetta væri auðvelt. En það sem ger­ist með sam­keppni er aukið aðhald. Þetta hjálpaði okk­ur að halda vel á spil­un­um, veita betri þjón­ustu og pakka fal­lega inn til dæm­is. Þetta fer eft­ir því hvernig þú ákveður að horfa á þetta,“ svar­ar Eyrún.

„Það kem­ur inn risa­stór net­versl­un og þá er ekki hægt að fara í fýlu. Þú hugs­ar bara nú ætl­um við að gera bet­ur.“

Nú til dags vill fólk fá hlut­ina strax og þær hafa fundið fyr­ir því í aukn­um mæli. „Það kem­ur inn pönt­un og þá þýðir ekki að dóla sér með að taka hana til. Upp­lif­un fólks fer svo inn á sam­fé­lags­miðla svo það þarf að vanda okk­ur á öll­um sviðum,“ segja þær.

„Auðvitað vær­um við til í að það væri meiri sveigj­an­leiki, minni send­ing­ar­kostnaður til lands­ins og mögu­lega ein­hver sam­tök hér á landi sem væru til í að vernda ís­lensk fyr­ir­tæki, litlu aðilana. Við erum bara eyja.

En á hvernig Íslandi viltu búa á? Viltu ganga niður Lauga­veg­inn og það er eng­in búð? Viltu að allt sé á net­inu? Þá hitt­irðu aldrei starfs­fólk. Marg­ir viðskipta­vina okk­ar koma og vilja halda versl­un­ar­rekstri gang­andi á Íslandi, þó að það geti kostað aðeins meira.“

Þær segja versl­un­ar­rekst­ur á Íslandi hafa stór áhrif á sam­fé­lagið.

„Við erum með átta stelp­ur í vinnu sem þýðir að átta fjöl­skyld­ur stóla á okk­ur. Að þær fái laun, að þeim líði vel í vinn­unni og það fer allt út í hag­kerfið.“

Ekki hægt að keppa aðeins í verði

En hvað með af­slátt­ar­daga sem virðast vera orðnir al­geng­ir, finnið þið fyr­ir pressu að taka þátt í þeim?

„Þetta er svo­lítið ís­land í dag. Þetta get­ur orðið of mikið en ég skil hug­mynda­fræðina, síðustu ár hafa verið erfið. Sum­ir bíða eft­ir af­slátt­um, aðrir ekki. En fyr­ir versl­un­ina þá snýst þetta um að vera snjall. Það þarf að hafa mis­mun­andi af­slátt, mis­mun­andi til­boð, af­slátt að sumu og öðru ekki. En þegar þess­ir stóru af­slátt­ar­dag­ar eiga sér stað þá ertu ekki að selja ef þú ert ekki með,“ seg­ir Olga.

„En um leið og þú ferð að keppa í verði þá er ótrú­lega erfitt að halda fyr­ir­tæk­inu gang­andi. Það verður að keppa í öðru eins og gæðum og þjón­ustu. Ann­ars hefst eitt­hvað verðstríð og ef við för­um að stýra okk­ar rekstri eft­ir af­slátt­um annarra þá er þetta orðið frek­ar súrt,“ bæt­ir Eyrún við.

„Við ein­blín­um á kjarn­ann; gott vöru­úr­val, fal­lega inn­pökk­un og að það sé gam­an að kaupa hjá okk­ur.“

Þær vilja ekki verða að hraðtísku­fyr­ir­tæki sem pant­ar allt of mikið og hafa þær passað sig á því í gegn­um tíðina. „Það er óum­hverf­i­s­vænt og ekki fal­leg­ir viðskipta­hætt­ir. Það er of mik­il vinna að selja eitt­hvað á kostnaðar­verði svo við reyn­um að vera skyn­sam­ar, lær­um eitt­hvað með hverju ár­inu,“ seg­ir Olga.

Þær segj­ast ekki hafa getað þetta án hvat­vísi, bjart­sýni og vilj­ans til að taka áhætt­ur.

„Það er ein regla hjá okk­ur; það er bannað að vera nei­kvæðar á sama tíma. Við jöfn­um hvor aðra út. Það er ekki hægt að vera vanþakk­lát­ur í þess­ari vinnu, það er eng­inn dag­ur eins og eng­inn dag­ur ró­leg­ur. Nú er versl­un­in kom­in á draumastaðinn og við ætl­um að reyna að njóta þess að þurfa ekki að hlaupa svona hratt.“

mbl.is