Lagið sem ruddi brautina var til uppfyllingar

Spursmál | 16. júní 2025

Lagið sem ruddi brautina var til uppfyllingar

Stórhljómsveitin Kaleo komst á kortið hér á landi árið 2013 með laginu Vor í Vaglaskógi. Það var aldrei hugsað í þeim tilgangi heldur var það til uppfyllingar í dagskrá á Rás 2.

Lagið sem ruddi brautina var til uppfyllingar

Spursmál | 16. júní 2025

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 1:50
Loaded: 0.00%
Stream Type LIVE
Remaining Time 1:50
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
  • default, selected

Stór­hljóm­sveit­in Kal­eo komst á kortið hér á landi árið 2013 með lag­inu Vor í Vagla­skógi. Það var aldrei hugsað í þeim til­gangi held­ur var það til upp­fyll­ing­ar í dag­skrá á Rás 2.

Stór­hljóm­sveit­in Kal­eo komst á kortið hér á landi árið 2013 með lag­inu Vor í Vagla­skógi. Það var aldrei hugsað í þeim til­gangi held­ur var það til upp­fyll­ing­ar í dag­skrá á Rás 2.

Þetta upp­lýs­ir Jök­ull Júlí­us­son, söngv­ari og leiðtogi sveit­ar­inn­ar í áhuga­verðu viðtali á vett­vangi Spurs­mála.

Lagið er eft­ir Jón­as Jónas­son og text­inn, sem er öll­um Íslend­ing­um kunn­ur er eft­ir Kristján skáld frá Djúpa­læk.

Gríðarleg­ar vin­sæld­ir

Lagið hef­ur notið mik­illa vin­sælda, ekki aðeins á tón­leik­um og á Spotify held­ur einnig á Youtu­be þar sem yfir sjö millj­ón­ir spil­ana hafa safn­ast upp.

Stór­tón­leik­ar í far­vatn­inu

Jök­ull ræðir í viðtal­inu um fyr­ir­hugaða stór­tón­leika sem hljóm­sveit­in stefn­ir á í lok júlí­mánaðar hér á landi, nán­ar til­tekið í Vagla­skógi. Sveit­in hef­ur ekki komið fram á tón­leik­um á Íslandi í ára­tug.

Viðtalið við Jök­ul má sjá og heyra í heild sinni í spil­ar­an­um hér að neðan:

mbl.is