Öryggi kjarnorku stefnt í hættu

Öryggi kjarnorku stefnt í hættu

Rafael Grossi, yfirmaður kjarnorkumálastofnunar Sameinuðu þjóðanna, segir engar sýnilegar skemmdir hafa orðið á neðanjarðarhluta kjarnorkustöðvar sem staðsett er í héraðinu Natanz í Íran í kjölfar árása Ísrael á svæðið.

Öryggi kjarnorku stefnt í hættu

Átök á milli Ísraels og Írans | 16. júní 2025

Rafael Grossi, yf­ir­maður kjarn­orku­mála­stofn­un­ar Sam­einuðu þjóðanna, sagði að kjarnorkumálastofnunin myndi, …
Rafael Grossi, yf­ir­maður kjarn­orku­mála­stofn­un­ar Sam­einuðu þjóðanna, sagði að kjarnorkumálastofnunin myndi, líkt og í stríðinu í Úkraínu, „ekki standa aðgerðalaus hjá meðan á þessum átökum stendur“ og bauð Íran aðstoð sína. AFP/Joe Klamar

Rafa­el Grossi, yf­ir­maður kjarn­orku­mála­stofn­un­ar Sam­einuðu þjóðanna, seg­ir eng­ar sýni­leg­ar skemmd­ir hafa orðið á neðanj­arðar­hluta kjarn­orku­stöðvar sem staðsett er í héraðinu Natanz í Íran í kjöl­far árása Ísra­el á svæðið.

Rafa­el Grossi, yf­ir­maður kjarn­orku­mála­stofn­un­ar Sam­einuðu þjóðanna, seg­ir eng­ar sýni­leg­ar skemmd­ir hafa orðið á neðanj­arðar­hluta kjarn­orku­stöðvar sem staðsett er í héraðinu Natanz í Íran í kjöl­far árása Ísra­el á svæðið.

Kjarn­orku­mála­stofn­un­in hef­ur greint frá því að of­anj­arðar­hluti stöðvar­inn­ar, þar sem Íran var að fram­leiða úran sem auðgað var allt að 60 pró­sent – sem er und­ir þeim 90 pró­sent­um sem þarf til að fram­leiða kjarn­orku­vopna­efni – hafi eyðilagst í árás­un­um.

Raf­magns­leysi gæti hafa valdið skemmd­um

Grossi sagði á stjórn­ar­fundi í dag að „eng­ar frek­ari skemmd­ir“ hefðu orðið á Natanz-svæðinu síðan á föstu­dag. Hann bætti við að geisla­virkni fyr­ir utan Natanz-kjarn­orku­verið „hefði hald­ist óbreytt og í eðli­leg­um mörk­um, sem bend­ir til þess að eng­in ytri geisl­un hafi átt sér stað“.

Enn frem­ur séu eng­in merki um árás á neðanj­arðarrýmið, sem inni­held­ur hluta af til­rauna­auðgun­ar­stöðinni og aðalauðgun­ar­stöðinni, sagði Grossi í yf­ir­lýs­ingu sinni.

„Hins veg­ar gæti raf­magns­leysið í rým­inu hafa skemmt skil­vind­urn­ar þar.“

Kjarn­orku­mála­stofn­un­in muni ekki standa hjá

„Í annað sinn á þrem­ur árum erum við vitni að drama­tísk­um átök­um milli tveggja aðild­ar­ríkja kjarn­orku­mála­stofn­un­ar­inn­ar þar sem kjarn­orku­mann­virki verða fyr­ir árás­um og ör­yggi kjarn­orku er stefnt í hættu,“ sagði Grossi á fund­in­um.

Hann sagði að kjarn­orku­mála­stofn­un­in myndi, líkt og í stríðinu í Úkraínu, „ekki standa aðgerðalaus hjá meðan á þess­um átök­um stend­ur“ og bauð Íran aðstoð sína.

„Ann­ars verða af­leiðing­ar“

Reza Najafi, sendi­herra Íran hjá kjarn­orku­mála­stofn­un­inni, kallaði eft­ir því á fund­in­um að stjórn­ar­meðlim­ir for­dæmdu yf­ir­gang Ísra­ela og héldu stjórn­völd­um Ísra­el ábyrg­um.

„Ann­ars verða af­leiðing­ar fyr­ir þá sem gera það ekki,“ sagði hann.

Í sam­tali við blaðamenn AFP-frétta­veit­unn­ar sagði Najafi að Íran hefði hvatt stjórn­ina til að „leyfa ekki upp­haf­leg­um mis­tök­um sín­um, við að koma í veg fyr­ir árás­ir sem leiða til frek­ari mistaka, og að grípa til sterkra og áhrifa­ríkra aðgerða“.

Reza Najafi, sendiherra Íran hjá kjarnorkumálastofnuninni, kallaði eftir því á …
Reza Najafi, sendi­herra Íran hjá kjarn­orku­mála­stofn­un­inni, kallaði eft­ir því á fund­in­um að stjórn­ar­meðlim­ir for­dæmdu yf­ir­gang Ísra­ela og haldi stjórn­völd­um Ísra­els ábyrg­um. AFP/​Joe Klam­ar
mbl.is