Rafael Grossi, yfirmaður kjarnorkumálastofnunar Sameinuðu þjóðanna, segir engar sýnilegar skemmdir hafa orðið á neðanjarðarhluta kjarnorkustöðvar sem staðsett er í héraðinu Natanz í Íran í kjölfar árása Ísrael á svæðið.
Rafael Grossi, yfirmaður kjarnorkumálastofnunar Sameinuðu þjóðanna, segir engar sýnilegar skemmdir hafa orðið á neðanjarðarhluta kjarnorkustöðvar sem staðsett er í héraðinu Natanz í Íran í kjölfar árása Ísrael á svæðið.
Rafael Grossi, yfirmaður kjarnorkumálastofnunar Sameinuðu þjóðanna, segir engar sýnilegar skemmdir hafa orðið á neðanjarðarhluta kjarnorkustöðvar sem staðsett er í héraðinu Natanz í Íran í kjölfar árása Ísrael á svæðið.
Kjarnorkumálastofnunin hefur greint frá því að ofanjarðarhluti stöðvarinnar, þar sem Íran var að framleiða úran sem auðgað var allt að 60 prósent – sem er undir þeim 90 prósentum sem þarf til að framleiða kjarnorkuvopnaefni – hafi eyðilagst í árásunum.
Grossi sagði á stjórnarfundi í dag að „engar frekari skemmdir“ hefðu orðið á Natanz-svæðinu síðan á föstudag. Hann bætti við að geislavirkni fyrir utan Natanz-kjarnorkuverið „hefði haldist óbreytt og í eðlilegum mörkum, sem bendir til þess að engin ytri geislun hafi átt sér stað“.
Enn fremur séu engin merki um árás á neðanjarðarrýmið, sem inniheldur hluta af tilraunaauðgunarstöðinni og aðalauðgunarstöðinni, sagði Grossi í yfirlýsingu sinni.
„Hins vegar gæti rafmagnsleysið í rýminu hafa skemmt skilvindurnar þar.“
„Í annað sinn á þremur árum erum við vitni að dramatískum átökum milli tveggja aðildarríkja kjarnorkumálastofnunarinnar þar sem kjarnorkumannvirki verða fyrir árásum og öryggi kjarnorku er stefnt í hættu,“ sagði Grossi á fundinum.
Hann sagði að kjarnorkumálastofnunin myndi, líkt og í stríðinu í Úkraínu, „ekki standa aðgerðalaus hjá meðan á þessum átökum stendur“ og bauð Íran aðstoð sína.
Reza Najafi, sendiherra Íran hjá kjarnorkumálastofnuninni, kallaði eftir því á fundinum að stjórnarmeðlimir fordæmdu yfirgang Ísraela og héldu stjórnvöldum Ísrael ábyrgum.
„Annars verða afleiðingar fyrir þá sem gera það ekki,“ sagði hann.
Í samtali við blaðamenn AFP-fréttaveitunnar sagði Najafi að Íran hefði hvatt stjórnina til að „leyfa ekki upphaflegum mistökum sínum, við að koma í veg fyrir árásir sem leiða til frekari mistaka, og að grípa til sterkra og áhrifaríkra aðgerða“.