This is a modal window.
Beginning of dialog window. Escape will cancel and close the window.
End of dialog window.
Stefán E. Stefánsson
Fréttamennirnir Sigmar Guðmundsson og Hreiðar Örn Sigurfinnsson gátu ekki leynt fyrirlitningu sinni á fullyrðingum Sigmundar Davíðs í aðdraganda kosninganna 2013. Hann reyndist sannspár og gott betur.
Þetta er rifjað upp í nýjasta þætti Spursmála þar sem þess er minnst að 10 ár eru nú liðin frá því að fjármagnshöftum var lyft hér á landi en það gerðist í kjölfar samninga við kröfuhafa föllnu viðskiptabankanna.
Í aðdraganda alþingiskosninga 2013 boðaði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þáverandi formaður Framsóknarflokksins, að ná mætti yfir 300 milljörðum af slitabúum bankanna í því skyni að hægt yrði að létta fjármagnshöftum og lækka skuldir ríkissjóðs.
Í viðtali á vettvangi RÚV var hann spurður út í þessar fullyrðingar sínar og tóku fyrrnefndir fréttamenn ríkisins fálega í þær. Var það meðal annars með vísan í að engir aðrir stjórnmálamenn hefðu ljáð máls á hugmyndunum.
Að afloknum kosningum myndaði Sigmundur Davíð ríkisstjórn með Bjarna Benediktssyni formanni Sjálfstæðisflokksins og tveimur árum síðar var tilkynnt um afnám hafta og að samningar hefðu náðst við kröfuhafa bankanna. Heildarumfang aðgerðanna reyndist 1.200 milljarðar króna. Meðal eigna sem komu í hlut ríkisins í þeim samningum var Íslandsbanki í heild sinni, hluti í Arion banka auk fjölda annarra eigna og lausafjár.
Í fyrrnefndu Spursmálaviðtali fer Sigmundur Davíð yfir þessa sögu og skyggnist meðal annars að tjaldabaki.
Viðtalið má sjá í heild sinni hér (mínúta 52:43):