Fréttamenn RÚV trúðu fullyrðingunum alls ekki

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 7:05
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 7:05
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
  • default, selected

Frétta­menn­irn­ir Sig­mar Guðmunds­son og Hreiðar Örn Sig­urfinns­son gátu ekki leynt fyr­ir­litn­ingu sinni á full­yrðing­um Sig­mund­ar Davíðs í aðdrag­anda kosn­ing­anna 2013. Hann reynd­ist sann­spár og gott bet­ur.

Þetta er rifjað upp í nýj­asta þætti Spurs­mála þar sem þess er minnst að 10 ár eru nú liðin frá því að fjár­magns­höft­um var lyft hér á landi en það gerðist í kjöl­far samn­inga við kröfu­hafa föllnu viðskipta­bank­anna.

Boðaði stór­karla­leg­ar aðgerðir

Í aðdrag­anda alþing­is­kosn­inga 2013 boðaði Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, þáver­andi formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, að ná mætti yfir 300 millj­örðum af slita­bú­um bank­anna í því skyni að hægt yrði að létta fjár­magns­höft­um og lækka skuld­ir rík­is­sjóðs.

Í viðtali á vett­vangi RÚV var hann spurður út í þess­ar full­yrðing­ar sín­ar og tóku fyrr­nefnd­ir frétta­menn rík­is­ins fá­lega í þær. Var það meðal ann­ars með vís­an í að eng­ir aðrir stjórn­mála­menn hefðu ljáð máls á hug­mynd­un­um.

Um­fangið varð mun meira

Að aflokn­um kosn­ing­um myndaði Sig­mund­ur Davíð rík­is­stjórn með Bjarna Bene­dikts­syni for­manni Sjálf­stæðis­flokks­ins og tveim­ur árum síðar var til­kynnt um af­nám hafta og að samn­ing­ar hefðu náðst við kröfu­hafa bank­anna. Heild­ar­um­fang aðgerðanna reynd­ist 1.200 millj­arðar króna. Meðal eigna sem komu í hlut rík­is­ins í þeim samn­ing­um var Íslands­banki í heild sinni, hluti í Ari­on banka auk fjölda annarra eigna og lausa­fjár.

Í fyrr­nefndu Spurs­málaviðtali fer Sig­mund­ur Davíð yfir þessa sögu og skyggn­ist meðal ann­ars að tjalda­baki.

Viðtalið má sjá í heild sinni hér (mín­úta 52:43):

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert