„Fyrst og fremst stolt af þjóðinni minni“

Dagmál | 17. júní 2025

„Fyrst og fremst stolt af þjóðinni minni“

„Ég er fyrst og fremst stolt af þjóðinni minni. Ég er alveg ótrúlega stoltur Íslendingur,“ segir Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra, þegar hún er spurð um hvernig tilfinning það sé að vakna upp á þjóðhátíðardeginum sjálfum og bera ábyrgð á partýinu.

„Fyrst og fremst stolt af þjóðinni minni“

Dagmál | 17. júní 2025

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    „Ég er fyrst og fremst stolt af þjóðinni minni. Ég er al­veg ótrú­lega stolt­ur Íslend­ing­ur,“ seg­ir Kristrún Frosta­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra, þegar hún er spurð um hvernig til­finn­ing það sé að vakna upp á þjóðhátíðar­deg­in­um sjálf­um og bera ábyrgð á partý­inu.

    „Ég er fyrst og fremst stolt af þjóðinni minni. Ég er al­veg ótrú­lega stolt­ur Íslend­ing­ur,“ seg­ir Kristrún Frosta­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra, þegar hún er spurð um hvernig til­finn­ing það sé að vakna upp á þjóðhátíðar­deg­in­um sjálf­um og bera ábyrgð á partý­inu.

    Kristrún er gest­ur Dag­mála á þess­um hátíðis­degi. Lýðveldið Ísland er 81 árs í dag. Hún bjó í Banda­ríkj­un­um og Bretlandi um sex ára skeið og fjar­ver­an frá Íslandi kenndi henni að meta enn bet­ur hversu góðu sam­fé­lagi Íslend­ing­ar búa í. Hún ber sam­an hversu langt sé hægt að ná í Banda­ríkj­un­um ef þú ert hluti af rétta hópn­um, þar sem stétt og staða ráða miklu. Þar lærði hún enn frek­ar hversu mik­il­væg nánd­in og samstaðan í ís­lensku sam­fé­lagi er.

    Þegar hún er spurð hvort dag­ur­inn, sjálf­ur 17. júní sé að gefa eft­ir í hátíðleika seg­ist hún viss um að eldra fólk sem man bet­ur þróun lýðræðis­ins upp­lifi að dag­ur­inn sé öðru­vísi í dag. Við séum hins veg­ar að fjar­lægj­ast marga hluti sem kostuðu bar­áttu á sín­um tíma, hvort sem það eru hlut­ir tengd­ir verka­lýðsmá­l­um eða bar­átt­an fyr­ir sjálf­stæðinu.

    Kristrún seg­ir það fylla hana stolti að standa í stafni fyr­ir 400 þúsund manna þjóð sem þrátt fyr­ir fá­menni hef­ur af­rekað ótrú­lega hluti. Í því sam­hengi nefn­ir hún alþjóðleg sam­skipti.

    Mik­il fána­kona

    „Ég mundi vilja sjá þenn­an dag ennþá hátíðlegri en hann er. Ég er til dæm­is mik­il fána­kona. Ég er mjög stolt af ís­lenska fán­an­um. Ég myndi vilja sjá hann sem víðast sem sam­stöðutákn allra sem hér búa. Sví­ar og Dan­ir og Norðmenn eru með fán­ann út um allt og ég held að þetta sé eitt­hvað sem að við get­um tekið til okk­ar. Þetta þarf ekki að vera ein­hvern remb­ing­ur, þjóðern­is­remb­ing­ur. Fólk get­ur verið með ætt­j­arðarást en samt haft skiln­ing á sam­hengi hlut­anna og þetta þarf ekk­ert að þýða bara einn hlut­ur,“ sagði Kristrún.

    Hún rifjar upp minn­ing­ar frá 17. júní og fer yfir ákvörðun sína að fela Höllu Tóm­as­dótt­ur að flytja hátíðarávarp að þessu sinni.

    Hér með fylg­ir brot úr viðtal­inu þar sem Kristrún ræðir 17. júní. Viðtalið í heild sinni geta áskrif­end­ur Morg­un­blaðsins nálg­ast með því að smella á link­inn hér að neðan.

    mbl.is