„Á Íslandi eru allir steyptir í sama mót“

Ítalía | 18. júní 2025

„Á Íslandi eru allir steyptir í sama mót“

Markvörðinn Cecilíu Rán Rúnarsdóttur þarf vart að kynna fyrir landsmönnum, og allra síst áhugamönnum um knattspyrnu, enda er hún ein fremsta knattspyrnukona okkar Íslendinga í dag. Þrátt fyrir ungan aldur hefur hún komið víða við á knattspyrnuferli sínum, bæði hérlendis og erlendis, sem lánsmaður frá Bayern München í Þýskalandi, ásamt því að standa á milli stanganna hjá íslenska landsliðinu. 

„Á Íslandi eru allir steyptir í sama mót“

Ítalía | 18. júní 2025

Cecilía Rán Rúnarsdóttir er búsett í Mílanó.
Cecilía Rán Rúnarsdóttir er búsett í Mílanó. Ljósmynd/Aðsend

Markvörðinn Cecil­íu Rán Rún­ars­dótt­ur þarf vart að kynna fyr­ir lands­mönn­um, og allra síst áhuga­mönn­um um knatt­spyrnu, enda er hún ein fremsta knatt­spyrnu­kona okk­ar Íslend­inga í dag. Þrátt fyr­ir ung­an ald­ur hef­ur hún komið víða við á knatt­spyrnu­ferli sín­um, bæði hér­lend­is og er­lend­is, sem lánsmaður frá Bayern München í Þýskalandi, ásamt því að standa á milli stang­anna hjá ís­lenska landsliðinu. 

Markvörðinn Cecil­íu Rán Rún­ars­dótt­ur þarf vart að kynna fyr­ir lands­mönn­um, og allra síst áhuga­mönn­um um knatt­spyrnu, enda er hún ein fremsta knatt­spyrnu­kona okk­ar Íslend­inga í dag. Þrátt fyr­ir ung­an ald­ur hef­ur hún komið víða við á knatt­spyrnu­ferli sín­um, bæði hér­lend­is og er­lend­is, sem lánsmaður frá Bayern München í Þýskalandi, ásamt því að standa á milli stang­anna hjá ís­lenska landsliðinu. 

Cecil­ía Rán er þessa dag­ana stödd á Íslandi þar sem ís­lenska landsliðið und­ir­býr sig af kappi fyr­ir þátt­töku í Evr­ópu­móti landsliða sem hefst núna í júlí í fjalla­land­inu mikla, Sviss. Knatt­spyrnu­kon­an leit aðeins upp frá stíf­um æf­ing­um og ræddi við blaðamann um lífið á Ítal­íu, ást­ina og ástríðuna fyr­ir leikn­um. 

Byrjaði snemma

Cecil­ía Rán fædd­ist í Reykja­vík þann 26. júlí 2003 og er elst þriggja systkina. Ung að árum sýndi hún strax mik­inn áhuga á fót­bolta og byrjaði að æfa með Þrótti aðeins fimm ára göm­ul. 

„Já, það má segja að fer­ill­inn hafi byrjað snemma, ég var kom­in í takka­skóna í leik­skóla,“ seg­ir Cecil­ía Rán og hlær. „Ég tók fyrstu skref­in mín með Þrótti en færði mig yfir til Aft­ur­eld­ing­ar þegar við flutt­um í Mos­fells­bæ, þá var ég að mig minn­ir sjö ára.“

Á Pæj­u­mót­inu Í Vest­manna­eyj­um árið 2013 setti Cecil­ía Rán upp mark­manns­hansk­ana í fyrsta sinn. Hún seg­ir það hafa markað ákveðin tíma­mót. 

„Já, það gerðist eitt­hvað þegar ég setti upp mark­manns­hansk­ana. Ég tengdi mun bet­ur við leik­inn og komst mjög fljótt að því að ég væri með hæfi­leika til þess að vera markvörður.“

Cecilía Rán byrjaði snemma að æfa fótbolta.
Cecil­ía Rán byrjaði snemma að æfa fót­bolta. Ljós­mynd/​Aðsend

Cecil­ía Rán var val­inn í landsliðshóp­inn í sept­em­ber 2019, þá ný­út­skrifuð úr grunn­skóla, og hún spilaði fyrsta landsliðsleik­inn aðeins 16 ára göm­ul.

„Það var mjög stress­andi að labba út á völl­inn í landsliðsbún­ingn­um í fyrsta sinn, en það er heiður lífs míns að fá að vera hluti af ís­lenska kvenna­landsliðsliðinu og ég er alltaf spennt að spila með þess­um frá­bæru og hæfi­leika­ríku stúlk­um.“

 „Ég vissi ekki al­veg út í hvað ég var að fara“

Hverf­um nú fram til árs­ins 2021, eða þegar Cecil­ía Rán skrifaði und­ir samn­ing hjá Öre­bro og flutt­ist ein síns til liðs til Svíþjóðar, þá 18 ára göm­ul.

Var erfitt að flytja?

„Það var mjög erfitt. Ég vissi ekki al­veg út í hvað ég væri að fara og þurfti að venj­ast nýj­um hvers­dag­leika, án fjöl­skyldu og vina, en sem bet­ur fer þá voru mamma, pabbi og systkini mín dug­leg að heim­sækja mig. En ég viður­kenni fús­lega að það var erfitt að halda utan um allt sem þurfti að gera, bara þetta klass­íska, eins og að þrífa íbúðina, þvo þvott­inn, vaska upp, versla í mat­inn og elda,“ seg­ir hún og hlær.

Hvernig leist þér á Öre­bro?

„Mjög vel! Öre­bro er líf­leg og sjarmer­andi borg í hjarta Svíþjóðar og með mikið úr­val af skemmti­legri afþrey­ingu. Mér leið mjög vel þar og var fljót að læra á lífið og til­ver­una í borg­inni.“

Eins og geng­ur og ger­ist í at­vinnu­mennsk­unni þá stoppaði Cecil­ía Rán stutt við í Svíþjóð, þrátt fyr­ir að líka lífið vel, þar sem henni bauðst að ganga til liðs við stórliðið Bayern München í Þýskalandi. 

Cecilía Rán segir allt hafa breyst þegar hún setti upp …
Cecil­ía Rán seg­ir allt hafa breyst þegar hún setti upp marks­manns­hansk­ana. Ljós­mynd/​Aðsend

Hvernig var að fara frá Svíþjóð til Þýska­lands?

„Það var mik­il breyt­ing. Fólkið í Svíþjóð er mun já­kvæðara en fólkið í Þýskalandi, fólkið þar er mjög kassa­lagað, sem kom mér frek­ar mikið á óvart. En lífið í Þýska­land var mjög ljúft. Um leið og ég mætti á æf­ingu hjá Bayern þá fattaði ég hvað allt var stærra og meira, það var kannski stærsta breyt­ing­in fyr­ir mig. Það var al­vöru, al­vöru dæmi, að vera kom­in í raðir Bayern. Ég var samt mjög hepp­in þar sem góðar vin­kon­ur mín­ar úr landsliðinu, Gló­dís Perla Viggós­dótt­ir og Karólína Lea Vil­hjálms­dótt­ir, voru einnig að spila með liðinu. Við höfðum því fé­lags­skap hver af ann­arri og vor­um dug­leg­ar að bralla ým­is­legt sam­an, utan vall­ar­ins.“

Cecilía Rán er öflug í markinu.
Cecil­ía Rán er öfl­ug í mark­inu. Ljós­mynd/​Aðsend

„Ég al­gjör­lega elska Ítal­íu“

Cecil­ía Rán flutti til Ítal­íu, nán­ar til­tekið Mílanó, í júlí á síðasta ári, til að spila fót­bolta með In­ter. Þar býr hún ásamt kær­asta sín­um, Ró­berti Dalm­ari Gunn­laugs­syni. 

„Ég og Ró­bert byrjuðum sam­an árið 2023 og kynnt­umst í gegn­um sam­eig­in­lega vini. Hann starfar sem sjó­maður og fer á sjó í þrjár vik­ur í senn, frá Íslandi, og flýg­ur út til Ítal­íu og dvel­ur hjá mér þess á milli. Hann er mjög dug­leg­ur.“

Er ekki alltaf mik­il til­hlökk­un að fá hann aft­ur út?

„Jú, ég er alltaf spennt að taka á móti hon­um. Hann gef­ur mér svo mikið og það er alltaf jafn­gam­an hjá okk­ur.“

Róbert og Cecilía Rán á góðri stundu.
Ró­bert og Cecil­ía Rán á góðri stundu. Ljós­mynd/​Aðsend

Hvað finnst ykk­ur skemmti­leg­ast að gera sam­an á Ítal­íu?

„Við erum mjög dug­leg að ferðast og fór­um til að mynda til Cinque Ter­re nú á dög­un­um, það er ótrú­lega fal­legt svæði og ég mæli ein­dregið með því að fólk fari þangað. Ég al­gjör­lega elska Ítal­íu, Mílanó er skemmti­leg­asti staður sem ég hef búið á.

Hver finnst þér vera helsti mun­ur­inn á Íslend­ing­um og Ítöl­um?

„Íslend­ing­ar eru stöðugt að flýta sér á meðan Ítal­ir taka öllu með stóískri ró. Á Íslandi eru all­ir steypt­ir í sama mót, klæða sig eins, kaupa sömu hlut­ina og hafa sömu skoðan­irn­ar, en á Ítal­íu fer fólk eig­in leiðir og fylg­ir hjart­anu.“

Ert þú hinn týpíski Íslend­ing­ur eða er meiri Ítali í þér?

„Ég er svona mitt á milli.“

„Ég kíki al­veg í búðirn­ar“

Þar sem Cecil­ía Rán er bú­sett í einni stærstu tísku­borg í heimi þá varð blaðamaður að for­vitn­ast aðeins um tísku­áhug­ann og hvort hann hafi breyst eða auk­ist eft­ir flutn­ing­ana.

„Ég pæli meira í föt­um núna en áður en ég er eng­in há­tísku­drós. Ég hef samt gam­an af því að kíkja í búðir og kann að meta fal­leg­ar flík­ur og fylgi­hluti.“

Það er fallegt á Ítalíu.
Það er fal­legt á Ítal­íu. Ljós­mynd/​Aðsend

„Íslenski fisk­ur­inn er best­ur“

Eins og fram hef­ur komið þá er Cecil­ía Rán stödd á Íslandi um þess­ar mund­ir vegna und­ir­bún­ings fyr­ir Evr­ópu­mótið. Íslensku stelp­urn­ar eiga opn­un­ar­leik gegn Finn­landi, þann 2. júlí næst­kom­andi. 

Nú er Evr­ópu­mótið hand­an við hornið, er ekki mik­il spenna í hópn­um?

„Jú, við erum ótrú­lega spennt­ar og klár­ar í verk­efnið.“

Og svona í lok­in, hvers sakn­arðu mest við Ísland?

„Fjöl­skyld­unn­ar og ís­lenska fisks­ins. Það er ekk­ert sem topp­ar ný­veidd­an ís­lensk­an fisk. Ítal­irn­ir skilja það auðvitað ekki, en mat­ur á Ítal­íu er auðvitað á heims­mæli­kv­arða, ég er alltaf að borða pasta. Car­bon­ara er best í heimi en ís­lenski fisk­ur­inn er samt betri.“

mbl.is